Handbolti

„Er það alltaf kennaranum að kenna ef krakkinn drullar á sig í stærð­fræði­prófi?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson og Logi Geirsson.
Jóhann Gunnar Einarsson og Logi Geirsson. vísir/skjáskot
Stjarnan heldur áfram að kasta frá sér góri forystu og það gerðist í leiknum gegn Fram í Olís-deild karla á laugardagskvöldið.

Garðbæingar voru þremur mörkum yfir er um tvær mínútur voru eftir en tókst að glutra niður forystunni og niðurstaðan jafntefli.

Seinni bylgjan fór yfir endasprettinn í þætti sínum í gær en Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, ákvað að taka markvörðinn útaf til þess að bæta við auka manni í sóknina.

„Það sem stendur eftir í þessu er að Rúnar þjálfari tekur þessa áhættu þegar þeir missa Ragnar útaf (fékk tvær mínútur) að taka markvörðinn útaf. Það kemur þeim svakalega um koll því þetta hefur það í för með sér að áhættan að fá mark á sig yfir allan völlinn er svakaleg,“ sagði Logi Geirsson.

„Ef þú ert með markmann í markinu og spilar fimm á móti sex þá kemstu yfirleitt alltaf til baka. Þá vinnurðu þér inn tíma og ég hefði aldrei gert þetta.“

Jóhann Gunnar Einarsson, hinn spekingur þáttarins í gærkvöldi, setti spurningu við ábyrgð leikmanna.

„Hver er ábyrgð leikmanna? Nú kem ég úr skólakerfinu. Er það alltaf kennaranum að kenna ef krakkinn drullar á sig í stærðfræðiprófi? Þú getur verið búinn að gera allt rétt og það er mjög erfitt að vera með kerfi í svona maður á mann,“ sagði Jóhann Gunnar.

Innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Vandræði Stjörnunnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×