Ísland kemur illa út Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 12. nóvember 2019 07:30 Kolbeinn flytur erindi á málþinginu á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hlutfall þeirra sem sinna umönnun aðstandenda sinna er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Félagsfræðingur segir ástæðuna margþætta. „Ísland kom ekki vel út í skýrslunni og við erum sem sagt með hæsta hlutfall aðstandenda í umönnun í Evrópu,“ segir Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur. Hann er einn þeirra sem flytja erindi á málþingi sem haldið er af Félagsráðgjafafélagi Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á Grand Hóteli á morgun frá 3.30-10.30. Málþingið ber heitið Umönnunarábyrgð aðstandenda: Hlutverk án handrits og er ástæðan nýútkomin skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í síðasta mánuði en niðurstöður hennar sýna að hlutfall þeirra sem sinna umönnun óvinnufærra fjölskyldumeðlima sé mun hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. „Ef við horfum bara á umönnun veikra, aldraðra og fatlaðra skyldmenna þá er hlutfallið af fólki á vinnualdri sem er með slíka byrði mun hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum,“ segir Kolbeinn. „Ef við lítum á Norðurlöndin þá erum við með þrisvar sinnum hærra hlutfall en Finnland sem er næst á eftir okkur. Við erum með tæp tíu prósent og Finnar með um 3,3 prósent,“ bætir hann við. Á málþinginu mun Kolbeinn flytja erindi þar sem hann fer yfir umönnunarbyrði Íslendinga samanborið við önnur lönd Evrópu og samspil vinnu og einkalífs þegar kemur að umönnun. Hann segir umönnun á Íslandi ekki hafa verið mikið rannsakaða en þrátt fyrir það séu ákveðnar hugmyndir um það hvers vegna Ísland skorar eins hátt í skýrslunni og raun ber vitni. „Ísland er lítið og tiltölulega þéttriðið samfélag. Tengsl kynslóða eru mikil og mikill meirihluti landsins býr á suðvesturhorninu svo fjarlægðir eru ekki stórt vandamál. En í mörgum Evrópulöndum getur verið að fólk búi fjarri ættingjum og geti bara lítið gert,“ segir Kolbeinn. „Svo er það hitt sem skiptir máli og það er sú umönnunarþjónusta sem veitt er. Þessi niðurstaða gæti bent til þess að ónógt framboð sé af nægilega góðum umönnunarúrræðum á viðráðanlegum kjörum,“ segir hann. Kolbeinn bendir einnig á að sterk fjölskyldutengsl Íslendinga og sú menning sem hér ríkir geti haft áhrif. „Ég get ekki útilokað það að þetta sé sterkt í menningunni hjá okkur líka, ég held að þetta spili svolítið saman og það getur verið erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan. Hvort það sé sterk menning fyrir þessu og þess vegna höfum við ekki þróað þessi úrræði nægilega vel eða hvort menningin hafi mótast svona af því að úrræðin voru ófullnægjandi,“ segir Kolbeinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Hlutfall þeirra sem sinna umönnun aðstandenda sinna er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Félagsfræðingur segir ástæðuna margþætta. „Ísland kom ekki vel út í skýrslunni og við erum sem sagt með hæsta hlutfall aðstandenda í umönnun í Evrópu,“ segir Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur. Hann er einn þeirra sem flytja erindi á málþingi sem haldið er af Félagsráðgjafafélagi Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á Grand Hóteli á morgun frá 3.30-10.30. Málþingið ber heitið Umönnunarábyrgð aðstandenda: Hlutverk án handrits og er ástæðan nýútkomin skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í síðasta mánuði en niðurstöður hennar sýna að hlutfall þeirra sem sinna umönnun óvinnufærra fjölskyldumeðlima sé mun hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. „Ef við horfum bara á umönnun veikra, aldraðra og fatlaðra skyldmenna þá er hlutfallið af fólki á vinnualdri sem er með slíka byrði mun hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum,“ segir Kolbeinn. „Ef við lítum á Norðurlöndin þá erum við með þrisvar sinnum hærra hlutfall en Finnland sem er næst á eftir okkur. Við erum með tæp tíu prósent og Finnar með um 3,3 prósent,“ bætir hann við. Á málþinginu mun Kolbeinn flytja erindi þar sem hann fer yfir umönnunarbyrði Íslendinga samanborið við önnur lönd Evrópu og samspil vinnu og einkalífs þegar kemur að umönnun. Hann segir umönnun á Íslandi ekki hafa verið mikið rannsakaða en þrátt fyrir það séu ákveðnar hugmyndir um það hvers vegna Ísland skorar eins hátt í skýrslunni og raun ber vitni. „Ísland er lítið og tiltölulega þéttriðið samfélag. Tengsl kynslóða eru mikil og mikill meirihluti landsins býr á suðvesturhorninu svo fjarlægðir eru ekki stórt vandamál. En í mörgum Evrópulöndum getur verið að fólk búi fjarri ættingjum og geti bara lítið gert,“ segir Kolbeinn. „Svo er það hitt sem skiptir máli og það er sú umönnunarþjónusta sem veitt er. Þessi niðurstaða gæti bent til þess að ónógt framboð sé af nægilega góðum umönnunarúrræðum á viðráðanlegum kjörum,“ segir hann. Kolbeinn bendir einnig á að sterk fjölskyldutengsl Íslendinga og sú menning sem hér ríkir geti haft áhrif. „Ég get ekki útilokað það að þetta sé sterkt í menningunni hjá okkur líka, ég held að þetta spili svolítið saman og það getur verið erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan. Hvort það sé sterk menning fyrir þessu og þess vegna höfum við ekki þróað þessi úrræði nægilega vel eða hvort menningin hafi mótast svona af því að úrræðin voru ófullnægjandi,“ segir Kolbeinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira