Sveinn skapaði stemningu með hönnun sinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:00 "Sveinn var alla tíð áhugasamur um íslenskan listiðnað og vildi kynna hann sem best. Hann kom öðrum í félaginu Listiðn á sýningar erlendis,“ segir Arndís. Fréttablaðið/Ernir Það skal vanda sem lengi á að standa – er undirtitill sýningar á innanhússhönnun og húsgögnum Sveins Kjarvals (1919-1981) sem uppsett er í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Þau orð eiga vel við verk hans. „Sveinn Kjarval er maður sem yngri kynslóðir þekkja varla en hann hafði mjög mikið að segja sem hönnuður eftir að módernismi í byggingarlist og húsgögnum verður allsráðandi. Hann kom með þennan nýja, létta stíl sem enn höfðar til samtímans,“ segir sýningarstjórinn Arndís S. Árnadóttir, þar sem við hittumst í Hönnunarsafni Íslands. Við fylgjumst fyrst um stund með gömlu viðtali sem Eiður Guðnason, þáverandi fréttamaður Sjónvarpsins, tók við Svein á hundasýningu í Laugardalnum. „Það er svolítið gaman að heyra Svein lýsa hundunum nánast eins og hönnunargripum,“ bendir hún á brosandi.Verslunarinnréttingar horfnar Arndís segir Svein hafa fyrst og fremst hannað innréttingar og húsgögn, enda hafi hann verið húsgagnasmiður í grunninn. „Hann notaði íslensk efni eftir því sem hann gat, til dæmis kálfsskinn og steina en viðurinn var innfluttur, enda Ísland trjálaust þá. En íslensk áklæði voru mikið að koma fram á þessum tíma, frá Gefjun, Álafossi og fleiri vefstofum. Íslensk gólfteppi voru ofin hér líka og eins gluggatjöld. Svo var hann alltaf með vandaða lýsingu í öllum sínum innréttingum, falin ljós eða lét þau hanga stutt frá afgreiðsluborðum í verslunum og á börum. Verslunarinnréttingarnar hans eru allar horfnar, það finnst ekki eitt stakt afgreiðsluborð en það hafa varðveist góðar myndir og teikningar af þeim,“ segir hún og vekur athygli á sviðsetningu af Austurbar í Austurbæjarbíói. „Sveinn skapaði stemningu með hönnun sinni. Frægasta innréttingarverk hans var Naustið sem minnti á skip, það fékk að lifa í 50 ár.“Nettur raðsófi sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Sveinn hugaði vel að lögun líkamans við hönnun sæta og sófabökin bera vott um það.Stólar í veiðikofastíl Sveinn hélt erindi um húsgögn og skrifaði um þau, að sögn Arndísar. „Í tímaritinu Melkorku bendir hann fólki á það um 1950 að borðstofuborð þurfi ekki endilega að vera í miðri borðstofu, heldur geti verið hluti af dagstofu eða setustofu eins og nú er tíska. Svo kenndi hann smíðakennurum og þeir fengu að nota teikningar hans svo áhrif hans voru mikil.“ Sveinn teiknaði eftir pöntunum fyrir á annað hundrað heimili. „Sum hafa fengið að standa óbreytt, eitt slíkt fannst á þessu ári, þar voru tveir gripir sem ekki höfðu sést áður,“ segir Arndís og bendir á tvo stóla. „Þessir eru úr stofunni, hún átti að vera í veiðikofastíl. Við vonum að sýningin opni augu fólks fyrir hönnun Sveins ef hún er í kringum það.“Nýrnalagað, nútímalegt borð.Ruggustóllinn með kálfsskinninu varð vinsæll á íslenskum heimilum. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Það skal vanda sem lengi á að standa – er undirtitill sýningar á innanhússhönnun og húsgögnum Sveins Kjarvals (1919-1981) sem uppsett er í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Þau orð eiga vel við verk hans. „Sveinn Kjarval er maður sem yngri kynslóðir þekkja varla en hann hafði mjög mikið að segja sem hönnuður eftir að módernismi í byggingarlist og húsgögnum verður allsráðandi. Hann kom með þennan nýja, létta stíl sem enn höfðar til samtímans,“ segir sýningarstjórinn Arndís S. Árnadóttir, þar sem við hittumst í Hönnunarsafni Íslands. Við fylgjumst fyrst um stund með gömlu viðtali sem Eiður Guðnason, þáverandi fréttamaður Sjónvarpsins, tók við Svein á hundasýningu í Laugardalnum. „Það er svolítið gaman að heyra Svein lýsa hundunum nánast eins og hönnunargripum,“ bendir hún á brosandi.Verslunarinnréttingar horfnar Arndís segir Svein hafa fyrst og fremst hannað innréttingar og húsgögn, enda hafi hann verið húsgagnasmiður í grunninn. „Hann notaði íslensk efni eftir því sem hann gat, til dæmis kálfsskinn og steina en viðurinn var innfluttur, enda Ísland trjálaust þá. En íslensk áklæði voru mikið að koma fram á þessum tíma, frá Gefjun, Álafossi og fleiri vefstofum. Íslensk gólfteppi voru ofin hér líka og eins gluggatjöld. Svo var hann alltaf með vandaða lýsingu í öllum sínum innréttingum, falin ljós eða lét þau hanga stutt frá afgreiðsluborðum í verslunum og á börum. Verslunarinnréttingarnar hans eru allar horfnar, það finnst ekki eitt stakt afgreiðsluborð en það hafa varðveist góðar myndir og teikningar af þeim,“ segir hún og vekur athygli á sviðsetningu af Austurbar í Austurbæjarbíói. „Sveinn skapaði stemningu með hönnun sinni. Frægasta innréttingarverk hans var Naustið sem minnti á skip, það fékk að lifa í 50 ár.“Nettur raðsófi sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Sveinn hugaði vel að lögun líkamans við hönnun sæta og sófabökin bera vott um það.Stólar í veiðikofastíl Sveinn hélt erindi um húsgögn og skrifaði um þau, að sögn Arndísar. „Í tímaritinu Melkorku bendir hann fólki á það um 1950 að borðstofuborð þurfi ekki endilega að vera í miðri borðstofu, heldur geti verið hluti af dagstofu eða setustofu eins og nú er tíska. Svo kenndi hann smíðakennurum og þeir fengu að nota teikningar hans svo áhrif hans voru mikil.“ Sveinn teiknaði eftir pöntunum fyrir á annað hundrað heimili. „Sum hafa fengið að standa óbreytt, eitt slíkt fannst á þessu ári, þar voru tveir gripir sem ekki höfðu sést áður,“ segir Arndís og bendir á tvo stóla. „Þessir eru úr stofunni, hún átti að vera í veiðikofastíl. Við vonum að sýningin opni augu fólks fyrir hönnun Sveins ef hún er í kringum það.“Nýrnalagað, nútímalegt borð.Ruggustóllinn með kálfsskinninu varð vinsæll á íslenskum heimilum.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira