Þær kunnu söguna utan að Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Sigurgeir að afhenda afastelpunum, Sögu Björgvinsdóttur, Lovísu Jarlsdóttur og Birtu Björgvinsdóttur, bókina. Sunna myndskreytir fylgist með. Mynd/Óskar Pétur Upphafið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann. Þá var ég að hlusta á útvarpið og þar var verið að lesa sögu. Ég man ekkert lengur hver las en ég varð hrifinn af sögunni,“ segir Sigurgeir Jónsson, kennari í Vestmannaeyjum, er ég bið hann að segja frá tilurð nýrrar bókar sem hann á vissan heiður af. „Þetta var gamalt íslenskt ævintýri, ég hef hvergi séð það á prenti en lagði það á minnið. Svo kom að því að ég fór að segja afadætrum mínum það á kvöldin, nennti ekki að lesa fyrir þær og vildi heldur segja frá. Sagan komst strax í uppáhald og ýtti Rauðhettu, Búkollu og Mjallhvíti út af borðinu. Alltaf vildu þær heyra af henni Helgu en kunnu söguna utan að.“ Sigurgeir segir Guðjón Inga í bókaútgáfunni Hólum hafa viljað gefa út söguna. „Ég fékk fimmtán ára frænku mína, sem heitir Sunna Einarsdóttir, til að myndskreyta hana. Hún er flink. Þetta er samt í fyrsta skipti sem hún teiknar svona myndir, yfirleitt er hún meira í fígúrum.“ Í nýju útgáfunni heitir sagan Munaðarlausa stúlkan og fjallar um litlu munaðarlausu stúlkuna Helgu sem er alin upp hjá vandalausum sem koma ekki vel fram við hana. „En Helga er góð við þá sem eru fátækir og eiga bágt og nýtur þess í sögulok,“ segir Sigurgeir. „Þetta er eitt af þessum góðu, sígildu ævintýrum. Þeim sem eru góðir við aðra er umbunað.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Upphafið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann. Þá var ég að hlusta á útvarpið og þar var verið að lesa sögu. Ég man ekkert lengur hver las en ég varð hrifinn af sögunni,“ segir Sigurgeir Jónsson, kennari í Vestmannaeyjum, er ég bið hann að segja frá tilurð nýrrar bókar sem hann á vissan heiður af. „Þetta var gamalt íslenskt ævintýri, ég hef hvergi séð það á prenti en lagði það á minnið. Svo kom að því að ég fór að segja afadætrum mínum það á kvöldin, nennti ekki að lesa fyrir þær og vildi heldur segja frá. Sagan komst strax í uppáhald og ýtti Rauðhettu, Búkollu og Mjallhvíti út af borðinu. Alltaf vildu þær heyra af henni Helgu en kunnu söguna utan að.“ Sigurgeir segir Guðjón Inga í bókaútgáfunni Hólum hafa viljað gefa út söguna. „Ég fékk fimmtán ára frænku mína, sem heitir Sunna Einarsdóttir, til að myndskreyta hana. Hún er flink. Þetta er samt í fyrsta skipti sem hún teiknar svona myndir, yfirleitt er hún meira í fígúrum.“ Í nýju útgáfunni heitir sagan Munaðarlausa stúlkan og fjallar um litlu munaðarlausu stúlkuna Helgu sem er alin upp hjá vandalausum sem koma ekki vel fram við hana. „En Helga er góð við þá sem eru fátækir og eiga bágt og nýtur þess í sögulok,“ segir Sigurgeir. „Þetta er eitt af þessum góðu, sígildu ævintýrum. Þeim sem eru góðir við aðra er umbunað.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira