Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 20:30 Kelduskóla Korpu verður lokað nái tillagan fram að ganga. Fréttablaðið/Ernir Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. Skóla- og frístundaráð mun á fundi sínum á morgun taka afstöðu til tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt nokkurri andstöðu en foreldrar ætla í fyrramálið að aka bílum sínum um götur hverfisins til að sýna fram á hve mikið umferð og mengun muni aukast, nái tillagan fram að ganga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði skólastjóri Vættaskóla að fyrirhugaðar breytingar séu bæði djarfar og tímabærar. Þær byggi á vel ígrunduðu mati fagfólks og kvaðst vona að þær nái fram að ganga. Þá hafa fulltrúar meirihluta skóla- og frístundaráðs sagt samgöngubætur vera grundvallarforsendu fyrir því að breytingarnar verði að veruleika. Stór hluti foreldra og nemenda hefur verið á öðru máli og lýst miklum efasemdum um áformin. Fyrrverandi formaður nemendaráðs Kelduskóla Korpu skrifaði til að mynda grein sem birtist á Vísi í dag þar sem áformunum er mótmælt. Þá hafa 7. bekkingar í skólanum sent borgarstjóra bréf þar sem segir meðal annars að þeim finnist ekki sanngjarnt að til standi að loka skólanum á þeim forsendum að nemendur séu of fáir. „Við höfum verið læra um barnasáttmálann og í honum stendur að það eigi að hlusta á skoðanir barna og taka þeim alvarlega. Okkur líður vel í skólanum og okkur þykir vænt um skólann okkar,“ segir meðal annars í bréfi barnanna til borgarstjóra. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45 Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54 Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. Skóla- og frístundaráð mun á fundi sínum á morgun taka afstöðu til tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt nokkurri andstöðu en foreldrar ætla í fyrramálið að aka bílum sínum um götur hverfisins til að sýna fram á hve mikið umferð og mengun muni aukast, nái tillagan fram að ganga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði skólastjóri Vættaskóla að fyrirhugaðar breytingar séu bæði djarfar og tímabærar. Þær byggi á vel ígrunduðu mati fagfólks og kvaðst vona að þær nái fram að ganga. Þá hafa fulltrúar meirihluta skóla- og frístundaráðs sagt samgöngubætur vera grundvallarforsendu fyrir því að breytingarnar verði að veruleika. Stór hluti foreldra og nemenda hefur verið á öðru máli og lýst miklum efasemdum um áformin. Fyrrverandi formaður nemendaráðs Kelduskóla Korpu skrifaði til að mynda grein sem birtist á Vísi í dag þar sem áformunum er mótmælt. Þá hafa 7. bekkingar í skólanum sent borgarstjóra bréf þar sem segir meðal annars að þeim finnist ekki sanngjarnt að til standi að loka skólanum á þeim forsendum að nemendur séu of fáir. „Við höfum verið læra um barnasáttmálann og í honum stendur að það eigi að hlusta á skoðanir barna og taka þeim alvarlega. Okkur líður vel í skólanum og okkur þykir vænt um skólann okkar,“ segir meðal annars í bréfi barnanna til borgarstjóra.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45 Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54 Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54
Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30
Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36