Landfyllingin sögð fara gegn verndaráætlun um Laugarnestanga Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2019 19:45 Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Vísir/Baldur Landfylling á Laugarnestanga er sögð fara gegn verndaráætlun um svæðið. Margir eru afar ósáttir við þessa landfyllingu þar sem unnið er út frá því að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi. Faxaflóahafnir ákváðu að ráðast í landfyllinguna vegna beiðni um að taka við því efni sem hefur verið grafið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að landfyllingin gæti orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi. Margir borgarbúar eru hins vegar þeirrar skoðunar að landfyllingin sé sem þyrnir í augum þeirra.Hér má sjá hvernig útsýnið til Viðeyjar frá Laugarnestanga er orðið eftir að landfyllingin leit dagsins ljós.Vísir/Baldur„Þetta er algjörlega á skjön við samning sem var gerður um verndaráætlun hér á Laugarnesinu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Þarna vísar Þuríður í verndaráætlun frá árinu 2016 fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga sem Minjastofnun og Reykjavíkur borg standa fyrir. Í henni segir að náttúrufarið á Lauganesi geri svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt sé að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík. „Menningartengsl við Viðey eru rofin með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. Þuríður ólst upp á bæ föður síns á Laugarneshóli sem er friðlýstur. Hún er alls ekki ein þessarar skoðunar. Hún viðraði óánægju sína á Facebook og hafa 600 manns deilt þeirri færslu. Til stendur að stofna hóp til að berjast fyrir verndun svæðisins. „Það er mjög mörgum annt um Laugarnestanga. Fólk sem lætur sér annt um þetta svæði en hafði ekki hugmynd um þessa landfyllingu,“ segir Þuríður. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvað muni rísa á landfyllingunni. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að Faxaflóahafnir sjái fyrir að höfuðstöðvar þeirra gætu verið þar. Sagði hann að unnið yrði að þessum framkvæmdum í sátt við stjórnvöld og íbúa. Minjastofnun gaf fréttastofu þau svör að minnt hefði verið á þessi menningartengsl Laugarnestanga og Viðeyjar þegar ráðast átti í þessa landfyllingu sem hefur verið á teikniborðinu frá því snemma árs 2018. Óskaði Minjastofnun eftir svörum um hvað eigi að rísa á landfyllingunni en engin svör borist. Þuríður segir landfyllinguna því miður komna til að vera. Hún segir það afleita hugmynd að reisa þar byggingar. „Það ofan á þessa landfyllingu, það sést alveg eins og þetta er í dag hvernig hún hefur áhrif á þetta útsýni til Viðeyjar. Viðeyjarstofa er að hverfa þegar maður stendur á Laugarnestanganum. Það fer ekkert á milli mála að þetta hefur áhrif.“ Reykjavík Skipulag Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Landfylling á Laugarnestanga er sögð fara gegn verndaráætlun um svæðið. Margir eru afar ósáttir við þessa landfyllingu þar sem unnið er út frá því að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi. Faxaflóahafnir ákváðu að ráðast í landfyllinguna vegna beiðni um að taka við því efni sem hefur verið grafið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að landfyllingin gæti orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi. Margir borgarbúar eru hins vegar þeirrar skoðunar að landfyllingin sé sem þyrnir í augum þeirra.Hér má sjá hvernig útsýnið til Viðeyjar frá Laugarnestanga er orðið eftir að landfyllingin leit dagsins ljós.Vísir/Baldur„Þetta er algjörlega á skjön við samning sem var gerður um verndaráætlun hér á Laugarnesinu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Þarna vísar Þuríður í verndaráætlun frá árinu 2016 fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga sem Minjastofnun og Reykjavíkur borg standa fyrir. Í henni segir að náttúrufarið á Lauganesi geri svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt sé að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík. „Menningartengsl við Viðey eru rofin með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. Þuríður ólst upp á bæ föður síns á Laugarneshóli sem er friðlýstur. Hún er alls ekki ein þessarar skoðunar. Hún viðraði óánægju sína á Facebook og hafa 600 manns deilt þeirri færslu. Til stendur að stofna hóp til að berjast fyrir verndun svæðisins. „Það er mjög mörgum annt um Laugarnestanga. Fólk sem lætur sér annt um þetta svæði en hafði ekki hugmynd um þessa landfyllingu,“ segir Þuríður. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvað muni rísa á landfyllingunni. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að Faxaflóahafnir sjái fyrir að höfuðstöðvar þeirra gætu verið þar. Sagði hann að unnið yrði að þessum framkvæmdum í sátt við stjórnvöld og íbúa. Minjastofnun gaf fréttastofu þau svör að minnt hefði verið á þessi menningartengsl Laugarnestanga og Viðeyjar þegar ráðast átti í þessa landfyllingu sem hefur verið á teikniborðinu frá því snemma árs 2018. Óskaði Minjastofnun eftir svörum um hvað eigi að rísa á landfyllingunni en engin svör borist. Þuríður segir landfyllinguna því miður komna til að vera. Hún segir það afleita hugmynd að reisa þar byggingar. „Það ofan á þessa landfyllingu, það sést alveg eins og þetta er í dag hvernig hún hefur áhrif á þetta útsýni til Viðeyjar. Viðeyjarstofa er að hverfa þegar maður stendur á Laugarnestanganum. Það fer ekkert á milli mála að þetta hefur áhrif.“
Reykjavík Skipulag Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira