Íslendingar sjúkir í sódavatn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2019 14:30 Vinsældir sódavatns hafa aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Getty Images Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag. Gosdrykkjasala hefur breyst umtalsvert frá árinu 2011. Sykraðir gosdrykkir voru þá 59% seldra gosdrykkja, sykurlausir 27% og kolsýrt vatn 15%. Nú átta árum síðar er hlutfall sykruðu gosdrykkjanna orðið 41%, hlutfall hinna sykurlausu svipað eða 28% en hlutfall kolsýrðs vatns hefur tvöfaldast og er nú 30%. Því til viðbótar virðast sóda stream tæki njóta mikilla vinsælda þessi misserin þar sem fólk kaupir gashylki í verslunum til að gera sódavatn á heimilum sínum. Félag atvinnurekenda gagnrýnir Landlæknisembættið fyrir að styðjast endurtekið við tölur frá árinu 2011. Sérstaklega í samhengi við útfærslu á sykurskatti sem sé á borði heilbrigðisráðherra. Vegna þessa hafi FA sent ráðherra bréf og boðið til samstarfs um að tryggja að vinnan byggi á réttum gögnum um sykurneyslu en ekki átta ára gamlar tölur. „FA hefur ítrekað bent ráðherra á að tillögur Landlæknisembættisins um upptöku sykurskatts séu byggðar á gömlum, úreltum og/eða röngum gögnum. Í maí í fyrra, er viðraðar voru tillögur Landlæknisembættisins um sérstakan gosskatt, ritaði félagið ráðherra bréf og vakti athygli á því að Landlæknisembættið vitnaði til 7-8 ára gamalla gagna Hagstofunnar, sem ættu að sýna að þriðjungur af neyslu viðbætts sykurs kæmi úr gosdrykkjum. FA gagnrýndi bæði að notuð væru gömul gögn og auk þess dregnar af þeim hæpnar ályktanir,“ segir á vef FA. Er vísað til þess að sölutölur frá Markaðsgreiningu/AC Nielsen bendi til þess að innan við 20% sykurneyslu Íslendinga komi úr gosdrykkjum. „FA benti á að Landlæknisembættið hefði ekki sinnt óskum framleiðenda og innflytjenda gosdrykkja um samtal um það hvernig megi tryggja að gögn, sem embættið byggir tillögur sínar á, séu rétt. Ráðuneytið svaraði ekki þessu bréfi.“ Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag. Gosdrykkjasala hefur breyst umtalsvert frá árinu 2011. Sykraðir gosdrykkir voru þá 59% seldra gosdrykkja, sykurlausir 27% og kolsýrt vatn 15%. Nú átta árum síðar er hlutfall sykruðu gosdrykkjanna orðið 41%, hlutfall hinna sykurlausu svipað eða 28% en hlutfall kolsýrðs vatns hefur tvöfaldast og er nú 30%. Því til viðbótar virðast sóda stream tæki njóta mikilla vinsælda þessi misserin þar sem fólk kaupir gashylki í verslunum til að gera sódavatn á heimilum sínum. Félag atvinnurekenda gagnrýnir Landlæknisembættið fyrir að styðjast endurtekið við tölur frá árinu 2011. Sérstaklega í samhengi við útfærslu á sykurskatti sem sé á borði heilbrigðisráðherra. Vegna þessa hafi FA sent ráðherra bréf og boðið til samstarfs um að tryggja að vinnan byggi á réttum gögnum um sykurneyslu en ekki átta ára gamlar tölur. „FA hefur ítrekað bent ráðherra á að tillögur Landlæknisembættisins um upptöku sykurskatts séu byggðar á gömlum, úreltum og/eða röngum gögnum. Í maí í fyrra, er viðraðar voru tillögur Landlæknisembættisins um sérstakan gosskatt, ritaði félagið ráðherra bréf og vakti athygli á því að Landlæknisembættið vitnaði til 7-8 ára gamalla gagna Hagstofunnar, sem ættu að sýna að þriðjungur af neyslu viðbætts sykurs kæmi úr gosdrykkjum. FA gagnrýndi bæði að notuð væru gömul gögn og auk þess dregnar af þeim hæpnar ályktanir,“ segir á vef FA. Er vísað til þess að sölutölur frá Markaðsgreiningu/AC Nielsen bendi til þess að innan við 20% sykurneyslu Íslendinga komi úr gosdrykkjum. „FA benti á að Landlæknisembættið hefði ekki sinnt óskum framleiðenda og innflytjenda gosdrykkja um samtal um það hvernig megi tryggja að gögn, sem embættið byggir tillögur sínar á, séu rétt. Ráðuneytið svaraði ekki þessu bréfi.“
Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira