Einn helsti bakhjarl Hvítu hjálmanna dó í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 13:18 Hvítir hjálmar að störfum í Aleppo í Sýrlandi. Vísir/Getty Einn af helstu bakhjörlum Hvítu hjálmanna svokölluðu (Syrian Civil Defence) í Sýrlandi fannst látinn í Istanbúl í dag. Hinn breski James Le Mesurier fannst fyrir utan íbúð sína í borginni og er hann sagður hafa fallið af svölum íbúðarinnar í nótt. Ekki liggur fyrir hvernig það kom til og lögreglan hefur ekki útilokað að glæpur hafi verið framin, samkvæmt CNN. Eiginkona Le Mesurier var heima en hún var sofandi þegar hann dó.Le Mesurier stofnaði samtökin Mayday Rescue og þau samtök þjálfuðu marga af hjálparsveitum SCD, sem sagðir eru hafa bjargað þúsundum lífa í Sýrlandi. Hann er í raun talinn einn af stofnendum Hvítu hjálmanna. Áður starfaði Le Mesurier, samkvæmt BBC, hjá breska hernum og Sameinuðu þjóðunum. Hann var heiðraður árið 2016 af drottningu Bretlands fyrir störf hans í tengslum við SCD og almenna borgara í Sýrlandi. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir.Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaMyndbönd og myndir sem teknar hafa verið af sjálfboðaliðum SCD hafa þó verið notaðar til að varpa ljósi á loftárásir Rússa og stjórnarhers Sýrlands á sjúkrahús og híbýli almennra borgara í Sýrlandi. Þá voru gögn frá þeim einnig notuð til að koma upp um efnavopnaárás stjórnarhersins á Khan Sheikhoun.Áróðursherferðin í garð Hvítu hjálmanna hófst um það leyti sem aðgerðir Rússa í Sýrlandi hófust og hafa samtökin meðal annars verið sökuð um hryðjuverk og skipulagningar efnavopnaárása. Nú síðast um helgina tísti Utanríkisráðuneyti Rússlands tilvitnun í talskonu ráðuneytisins um að Le Mesurier hefði verið útsendari leyniþjónustu Bretlands og hann tengdist hryðjuverkasamtökum víða um heim. Bretland Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Einn af helstu bakhjörlum Hvítu hjálmanna svokölluðu (Syrian Civil Defence) í Sýrlandi fannst látinn í Istanbúl í dag. Hinn breski James Le Mesurier fannst fyrir utan íbúð sína í borginni og er hann sagður hafa fallið af svölum íbúðarinnar í nótt. Ekki liggur fyrir hvernig það kom til og lögreglan hefur ekki útilokað að glæpur hafi verið framin, samkvæmt CNN. Eiginkona Le Mesurier var heima en hún var sofandi þegar hann dó.Le Mesurier stofnaði samtökin Mayday Rescue og þau samtök þjálfuðu marga af hjálparsveitum SCD, sem sagðir eru hafa bjargað þúsundum lífa í Sýrlandi. Hann er í raun talinn einn af stofnendum Hvítu hjálmanna. Áður starfaði Le Mesurier, samkvæmt BBC, hjá breska hernum og Sameinuðu þjóðunum. Hann var heiðraður árið 2016 af drottningu Bretlands fyrir störf hans í tengslum við SCD og almenna borgara í Sýrlandi. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir.Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaMyndbönd og myndir sem teknar hafa verið af sjálfboðaliðum SCD hafa þó verið notaðar til að varpa ljósi á loftárásir Rússa og stjórnarhers Sýrlands á sjúkrahús og híbýli almennra borgara í Sýrlandi. Þá voru gögn frá þeim einnig notuð til að koma upp um efnavopnaárás stjórnarhersins á Khan Sheikhoun.Áróðursherferðin í garð Hvítu hjálmanna hófst um það leyti sem aðgerðir Rússa í Sýrlandi hófust og hafa samtökin meðal annars verið sökuð um hryðjuverk og skipulagningar efnavopnaárása. Nú síðast um helgina tísti Utanríkisráðuneyti Rússlands tilvitnun í talskonu ráðuneytisins um að Le Mesurier hefði verið útsendari leyniþjónustu Bretlands og hann tengdist hryðjuverkasamtökum víða um heim.
Bretland Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira