Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 07:15 Veiðihús Strengs við Selá. Fréttablaðið/Ernir Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. Frumvarpið sem nú er til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins gengur meðal annars út á að bæta minnihlutavernd í veiðifélögum. Er þar lagt til að sami aðili eða tengdir aðilar geti ekki farið með meira en 30 prósent atkvæða í veiðifélagi. Þar sem tvo þriðju hluta atkvæðisbærra félagsmanna þurfi til að samþykktir séu löglega gerðar eða þeim breytt, sé tryggt að enginn einn aðili geti staðið í vegi fyrir breytingum. Í umsögn sem Strengur hefur sent atvinnuveganefnd segir að verði ákvæðið að lögum muni það skerða verulega hagsmuni félagsins sem og móðurfélagsins Halicilla. Að mati félagsins standast umræddar breytingar hvorki stjórnarskrá né alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Með því að takmarka atkvæðarétt sé ekki verið að vernda rétt minnihluta heldur skapa aðstæður þar sem minnihlutaeigendur gætu ráðið yfir veiðifélagi. Ljóst sé að ráðherra sé ekki að gæta meðalhófs með þessum tillögum. Breytingarnar muni bitna á örfáum aðilum og mögulega aðeins Streng. Ástæða sé til að ætla að þjóðerni hafi áhrif á gildissvið frumvarpsins. Landssamband veiðifélaga segir í sinni umsögn að vissulega kunni að vera teikn á lofti um að jarðakaup séu vaxandi vandamál. Hins vegar þurfi að greina umfang hins meinta vanda og hvort hægt sé að tryggja vernd minnihluta með öðrum leiðum. Sambandið leggst því að svo stöddu gegn umræddum breytingum. Þá kemur fram gagnrýni, bæði í umsögn Strengs og í umsögn Landssambands veiðifélaga, á samráðsleysi við gerð frumvarpsins. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. Frumvarpið sem nú er til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins gengur meðal annars út á að bæta minnihlutavernd í veiðifélögum. Er þar lagt til að sami aðili eða tengdir aðilar geti ekki farið með meira en 30 prósent atkvæða í veiðifélagi. Þar sem tvo þriðju hluta atkvæðisbærra félagsmanna þurfi til að samþykktir séu löglega gerðar eða þeim breytt, sé tryggt að enginn einn aðili geti staðið í vegi fyrir breytingum. Í umsögn sem Strengur hefur sent atvinnuveganefnd segir að verði ákvæðið að lögum muni það skerða verulega hagsmuni félagsins sem og móðurfélagsins Halicilla. Að mati félagsins standast umræddar breytingar hvorki stjórnarskrá né alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Með því að takmarka atkvæðarétt sé ekki verið að vernda rétt minnihluta heldur skapa aðstæður þar sem minnihlutaeigendur gætu ráðið yfir veiðifélagi. Ljóst sé að ráðherra sé ekki að gæta meðalhófs með þessum tillögum. Breytingarnar muni bitna á örfáum aðilum og mögulega aðeins Streng. Ástæða sé til að ætla að þjóðerni hafi áhrif á gildissvið frumvarpsins. Landssamband veiðifélaga segir í sinni umsögn að vissulega kunni að vera teikn á lofti um að jarðakaup séu vaxandi vandamál. Hins vegar þurfi að greina umfang hins meinta vanda og hvort hægt sé að tryggja vernd minnihluta með öðrum leiðum. Sambandið leggst því að svo stöddu gegn umræddum breytingum. Þá kemur fram gagnrýni, bæði í umsögn Strengs og í umsögn Landssambands veiðifélaga, á samráðsleysi við gerð frumvarpsins.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent