Anthony tókst að gera stærsta skreytta jólatré landsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 10:00 Á sunnudag verður kveikt á 500 ljósaperum á jólatré í Hafnarfirði í garðinum hjá Ýr Káradóttur og Anthony Bacigalup. Samsett mynd Anthony Bacigalupo tókst áætlunarverk sitt og náði að gera stærsta skreytta jólatré á Íslandi. Anthony sagði frá verkefninu í viðtali við Vísi á dögunum en hann fékk styrk frá Hafnarfjarðarbæ til þess að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Viðbrögðin hafa verið svo góð að Anthony segist ákveðinn að gera þetta að árlegum viðburði. Á sunnudaginn verður kveikt á ljósunum á trénu, alls 500 perum, og ætla Hafnfirðingar og fleiri að fjölmenna í garðinn hjá Anthony og eiginkonu hans Ýr Káradóttur að fylgjast með. Tréð er á lóð sem tilheyrir bænum og munu allir bæjarbúar og gestir geta fengið að njóta þess að skoða það.Tréð er í kringum 25 metrar á hæð.Mynd/Anthony Bacigalupo„Ég er jólaálfur í dulargervi. Þetta verður án efa stærsta listaverk sem ég hef nokkurn tímann gert. Tréð er það stórt að ég þurfti að byrja undirbúninginn núna í nóvember. Ég mældi tréð og það er svona 25 metra hátt,“ sagði Anthony í viðtalinu við Vísi. Sjá einnig: Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum View this post on InstagramThis little tree will bring so much joy to the our little town & we’re so happy to share that with everyone...See you Sunday at @shedhomesupply A post shared by Reykjavík Trading Co. (@rvktradingco) on Nov 29, 2019 at 12:28pm PST Það tók Anthony fimm daga að hengja sjálfur upp meira en 500 stórar ljósaperur á tréð. „Þetta er hugsanlega það ógnvægilegasta og brjálaðasta sem ég hef gert í langan tíma. Ég var 25 metra frá jörðu einn í lyftunni og vann stundum á kvöldin. En ég hugsaði bara um það hvað þetta myndi færa bænum mikla gleði. Ég er mjög ánægður með að vera á lífi til að njóta þess.“Ýr og Anthony hjálpuðu til við að skreyta jólaborð fyrir verslun Epal. Anthony segist vera mikill jólaálfur.Anthony og Ýr hafa verið á fullu síðustu vikur að undirbúa jólin, bæði fyrir vörumerki sitt Reykjavík Trading Co. og svo einnig á heimili sínu og í garðinum. Jólatré þeirra á eflaust eftir að gleðja bæjarbúa og gesti mikið næstu vikurnar. View this post on InstagramCome one, come all! This Sunday, at @shedhomesupply we will be lighting our newest work, the largest Christmas tree in Iceland. There will be cozy music, hot drinks, crackling fires & holiday cheer. We’ll also be releasing some of our new limited winter pieces, so hope you can make it! A post shared by Reykjavík Trading Co. (@rvktradingco) on Nov 28, 2019 at 1:31pm PST Hafnarfjörður Jól Tengdar fréttir Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum Anthony Bacigalupo hætti að vinna hjá Apple, flutti til Íslands og hefur skapað ævintýralegan garð fyrir utan húsið sitt. 10. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Sjá meira
Anthony Bacigalupo tókst áætlunarverk sitt og náði að gera stærsta skreytta jólatré á Íslandi. Anthony sagði frá verkefninu í viðtali við Vísi á dögunum en hann fékk styrk frá Hafnarfjarðarbæ til þess að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Viðbrögðin hafa verið svo góð að Anthony segist ákveðinn að gera þetta að árlegum viðburði. Á sunnudaginn verður kveikt á ljósunum á trénu, alls 500 perum, og ætla Hafnfirðingar og fleiri að fjölmenna í garðinn hjá Anthony og eiginkonu hans Ýr Káradóttur að fylgjast með. Tréð er á lóð sem tilheyrir bænum og munu allir bæjarbúar og gestir geta fengið að njóta þess að skoða það.Tréð er í kringum 25 metrar á hæð.Mynd/Anthony Bacigalupo„Ég er jólaálfur í dulargervi. Þetta verður án efa stærsta listaverk sem ég hef nokkurn tímann gert. Tréð er það stórt að ég þurfti að byrja undirbúninginn núna í nóvember. Ég mældi tréð og það er svona 25 metra hátt,“ sagði Anthony í viðtalinu við Vísi. Sjá einnig: Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum View this post on InstagramThis little tree will bring so much joy to the our little town & we’re so happy to share that with everyone...See you Sunday at @shedhomesupply A post shared by Reykjavík Trading Co. (@rvktradingco) on Nov 29, 2019 at 12:28pm PST Það tók Anthony fimm daga að hengja sjálfur upp meira en 500 stórar ljósaperur á tréð. „Þetta er hugsanlega það ógnvægilegasta og brjálaðasta sem ég hef gert í langan tíma. Ég var 25 metra frá jörðu einn í lyftunni og vann stundum á kvöldin. En ég hugsaði bara um það hvað þetta myndi færa bænum mikla gleði. Ég er mjög ánægður með að vera á lífi til að njóta þess.“Ýr og Anthony hjálpuðu til við að skreyta jólaborð fyrir verslun Epal. Anthony segist vera mikill jólaálfur.Anthony og Ýr hafa verið á fullu síðustu vikur að undirbúa jólin, bæði fyrir vörumerki sitt Reykjavík Trading Co. og svo einnig á heimili sínu og í garðinum. Jólatré þeirra á eflaust eftir að gleðja bæjarbúa og gesti mikið næstu vikurnar. View this post on InstagramCome one, come all! This Sunday, at @shedhomesupply we will be lighting our newest work, the largest Christmas tree in Iceland. There will be cozy music, hot drinks, crackling fires & holiday cheer. We’ll also be releasing some of our new limited winter pieces, so hope you can make it! A post shared by Reykjavík Trading Co. (@rvktradingco) on Nov 28, 2019 at 1:31pm PST
Hafnarfjörður Jól Tengdar fréttir Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum Anthony Bacigalupo hætti að vinna hjá Apple, flutti til Íslands og hefur skapað ævintýralegan garð fyrir utan húsið sitt. 10. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Sjá meira
Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum Anthony Bacigalupo hætti að vinna hjá Apple, flutti til Íslands og hefur skapað ævintýralegan garð fyrir utan húsið sitt. 10. nóvember 2019 07:00