Draumabyrjun Söru bjó til ævintýraferð og frí í febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2019 09:30 Sara Sigmundsdóttir eftir sigurinn á CrossFit Filthy 150 mótinu á Írlandi. Skjámynd/Youtube/Morning Chalk Up Sara Sigmundsdóttir mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship í aprílmánuði því íslenska CrossFit stjarnan ætlar bara að keppa á tveimur mótum til viðbótar fram að heimsleikunum í ágúst. Sara Sigmundsdóttir hefur byrjað nýtt keppnistímabil í CrossFit frábærlega með því að vinna „The Open“ og fylgja því síðan eftir með því að vinna CrossFit Filthy 150 mótið á Írlandi. Sara hefur með þessu unnið sér nokkra farseðla á heimsleikana næsta haust og getur því sett upp mánuðina fram að heimsleikunum eftir eigin hentisemi. Sara er kominn til Dúbæ þar sem hún mun keppa á Dubai CrossFit Championship um miðjan desembermánuð. Þar getur hún fylgt eftir frábærri byrjun sinni. Sara er vinsæll og skemmtilegur viðmælandi í CrossFit heiminum enda fáir sem gefa jafnmikið af sér í viðtölum og hún. Sara er hreinskilnin uppmáluð og það gerir viðtölin við hana afarinnileg og skemmtileg. Sara greindi frá framtíðarplönum sínum í viðtölum eftir sigra sína í „The Open“ og á CrossFit Filthy 150 mótinu. Hún gerði meira en það því hún auglýsti líka eftir hugmyndum af mögulegum ferðastöðvum fyrir hana í febrúar. Eftir þessa draumabyrjun á 2020 tímabilinu hefur Sara nefnilega náð að búa sér til frí í febrúar og það ætlar hún að nýta til að fara í ævintýraferð. Sara ræddi aðeins þetta komandi frí sitt í viðtalinu við ritstjóra Morning Chalk Up.„Eftir mótið í Dúbæ þá ætla ég að keppa á Rogue Invitational mótinu og svo eru það bara heimsleikarnir,“ sagði Sara sem þýðir að hún mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship mótinu í apríl. Sara segist ætla að taka smá frí í febrúar en frí hjá henni er samt ekkert frí. Sara segist þó ætla að leyfa sér að slaka aðeins á æfingaálaginu í öðrum mánuði ársins og leyfa sér að fara í ævintýraferð. „Ég ætla að fara í tveggja vikna frí og ferðast eitthvað. Ég ætla að fara á einhvern frábæran stað. Mælir þú með einhverjum stað,“ spurði Sara spyrilinn Justin LoFranco. Evrópa var strax úr leik. „Ég vil sól og strendur. Ég hef farið til Balí,“ sagði Sara sem vil prófa eitthvað nýtt í þessari ferð sinni. Áður en Justin LoFranco áttaði sig á því þá var Sara búin að breyta viðtalinu í létt kaffihúsaspjall þar sem hún spurði hann á móti. Hann reyndi þó að komast aftur á strik á ný. Sara nefndi einnig febrúarfríð sitt í viðtali strax eftir sigurinn á CrossFit Filthy 150 mótinu en það má sjá það viðtal hér fyrir neðan en þar fer Sara líka aðeins yfir þessa draumabyrjun sína á tímabilinu. CrossFit Tengdar fréttir Hugmyndin að einvígi Söru og Anníe í „The Open“ fæddist í afmælisferð á bardaga Gunnars Nelson Sara Sigmundsdóttir vann opna hluta heimsleikanna í CrossFit í annað skiptið á þessu ári en einvígi hennar og Anníe Mistar Þórisdóttur í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík skilaði þeim tveimur efstu sætunum í "The Open“ 2020. 28. nóvember 2019 08:30 Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. 6. nóvember 2019 12:30 Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. 22. október 2019 10:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship í aprílmánuði því íslenska CrossFit stjarnan ætlar bara að keppa á tveimur mótum til viðbótar fram að heimsleikunum í ágúst. Sara Sigmundsdóttir hefur byrjað nýtt keppnistímabil í CrossFit frábærlega með því að vinna „The Open“ og fylgja því síðan eftir með því að vinna CrossFit Filthy 150 mótið á Írlandi. Sara hefur með þessu unnið sér nokkra farseðla á heimsleikana næsta haust og getur því sett upp mánuðina fram að heimsleikunum eftir eigin hentisemi. Sara er kominn til Dúbæ þar sem hún mun keppa á Dubai CrossFit Championship um miðjan desembermánuð. Þar getur hún fylgt eftir frábærri byrjun sinni. Sara er vinsæll og skemmtilegur viðmælandi í CrossFit heiminum enda fáir sem gefa jafnmikið af sér í viðtölum og hún. Sara er hreinskilnin uppmáluð og það gerir viðtölin við hana afarinnileg og skemmtileg. Sara greindi frá framtíðarplönum sínum í viðtölum eftir sigra sína í „The Open“ og á CrossFit Filthy 150 mótinu. Hún gerði meira en það því hún auglýsti líka eftir hugmyndum af mögulegum ferðastöðvum fyrir hana í febrúar. Eftir þessa draumabyrjun á 2020 tímabilinu hefur Sara nefnilega náð að búa sér til frí í febrúar og það ætlar hún að nýta til að fara í ævintýraferð. Sara ræddi aðeins þetta komandi frí sitt í viðtalinu við ritstjóra Morning Chalk Up.„Eftir mótið í Dúbæ þá ætla ég að keppa á Rogue Invitational mótinu og svo eru það bara heimsleikarnir,“ sagði Sara sem þýðir að hún mun ekki keppa á Reykjavik CrossFit Championship mótinu í apríl. Sara segist ætla að taka smá frí í febrúar en frí hjá henni er samt ekkert frí. Sara segist þó ætla að leyfa sér að slaka aðeins á æfingaálaginu í öðrum mánuði ársins og leyfa sér að fara í ævintýraferð. „Ég ætla að fara í tveggja vikna frí og ferðast eitthvað. Ég ætla að fara á einhvern frábæran stað. Mælir þú með einhverjum stað,“ spurði Sara spyrilinn Justin LoFranco. Evrópa var strax úr leik. „Ég vil sól og strendur. Ég hef farið til Balí,“ sagði Sara sem vil prófa eitthvað nýtt í þessari ferð sinni. Áður en Justin LoFranco áttaði sig á því þá var Sara búin að breyta viðtalinu í létt kaffihúsaspjall þar sem hún spurði hann á móti. Hann reyndi þó að komast aftur á strik á ný. Sara nefndi einnig febrúarfríð sitt í viðtali strax eftir sigurinn á CrossFit Filthy 150 mótinu en það má sjá það viðtal hér fyrir neðan en þar fer Sara líka aðeins yfir þessa draumabyrjun sína á tímabilinu.
CrossFit Tengdar fréttir Hugmyndin að einvígi Söru og Anníe í „The Open“ fæddist í afmælisferð á bardaga Gunnars Nelson Sara Sigmundsdóttir vann opna hluta heimsleikanna í CrossFit í annað skiptið á þessu ári en einvígi hennar og Anníe Mistar Þórisdóttur í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík skilaði þeim tveimur efstu sætunum í "The Open“ 2020. 28. nóvember 2019 08:30 Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. 6. nóvember 2019 12:30 Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. 22. október 2019 10:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Hugmyndin að einvígi Söru og Anníe í „The Open“ fæddist í afmælisferð á bardaga Gunnars Nelson Sara Sigmundsdóttir vann opna hluta heimsleikanna í CrossFit í annað skiptið á þessu ári en einvígi hennar og Anníe Mistar Þórisdóttur í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík skilaði þeim tveimur efstu sætunum í "The Open“ 2020. 28. nóvember 2019 08:30
Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. 6. nóvember 2019 12:30
Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. 22. október 2019 10:30