Von á barni og skemmtistað Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Herra Hnetusmjör í Eldhúspartýi FM957 á dögunum. vísir/daníel thor „Fyrst fékk ég hugmynd að viðlagi, jólalagi. Ég fór beint upp í stúdíó þar sem ég átti pantaðan tíma með Þormóði Eiríkssyni. Lagið er sem sagt framleitt af honum og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni. Ég sagði við hann að við værum að fara að gera jólalag. Þetta var of gott viðlag til að sleppa því. Þegar við vorum búnir að semja viðlagið og fyrsta erindið fórum við spjalla saman. Ég er náttúrlega alveg rosalega mikill aðdáandi Bó, ég fékk þannig tónlistarlegt uppeldi,“ segir rapparinn geðþekki Herra Hnetusmjör.Mikill aðdáandi Hann segist hafa verið vinur hans á Facebook og ákvað að taka af skarið og senda honum lagið. „Honum leist vel á þetta og var mjög til í að vera með í laginu. Við drifum þetta í gang. Svo hentar þetta ótrúlega vel líka út af því að ég er gestur á jólatónleikunum hans. Ég er alveg ógeðslega mikill aðdáandi hans,“ segir hann. Áður en hugmyndin að laginu spratt fram var Herra Hnetusmjör fenginn til að taka þátt í jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. „Ég veit ekki alveg af hverju hann fékk mig. Við höfðum einu sinni hist áður, það var baksviðs á einhverri árshátíð. Hann þekkir afa minn og pabba minn. Þannig að hann vissi aðeins hver ég er. Ég held að hann hafi ekki vitað hve mikill aðdáandi ég er, ég hef sagt í viðtölum núna í eitt og hálft ár að ég sé búinn að gera lag með öllum sem mig langar að gera lag með, nema Björgvini Halldórssyni. Ég er búinn að gera lag með Hugin, Erpi og Frikka Dór, núna Bó og núna get ég lagt mækinn á hilluna,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi.Barn og skemmtistaður Í febrúar á Herra Hnetusmjör von á sínu fyrsta barni, og því er hann á fullu í stúdíóinu til að eiga inni efni til að gefa út, svo kærastan og barnið geti átt hug hans allan í febrúar. „Ég er að vinna á fullu núna svo ég geti verið algjörlega heima með barninu, svo ég geti dælt út tónlist sem er þá búið að gera.“ Það er mikið í gangi hjá Herra Hnetusmjöri, það er ekki bara barn á leiðinni heldur líka skemmtistaður. „Það er ekki búið að opna, það myndi ekki fara fram hjá neinum. Staðurinn heitir 203 eftir póstnúmerinu á Vatnsenda.“En hverjir eru með honum í þessum nýja skemmtistað? „Það eru þöglir fjárfestar. Þetta er á tveimur hæðum, fyrir ofan Kebab-húsið. Ég mun vera duglegur að mæta þegar færi gefst en staðurinn er algjörlega eftir því sem ég sækist sjálfur í. Þetta verður eins og að koma inn í hausinn á mér. Allt mjög ýkt, gull og vesen,“ segir Árni.Leikherbergi á 203?Mætir hann þá með konuna og barnið í febrúar? „Jú, það verður leikherbergi,“ segir hann og hlær. Staðurinn verður opnaður á næstu vikum en Herra Hnetusmjör segir mikla áherslu lagða á að það sé gaman að koma fram þar. „Það er gott hljóðkerfi, ekki bara fyrir þá sem eru að dansa heldur líka fyrir þá sem eru að koma fram. Það eru mónitorar á sviðinu sem er ekki algengt. Ég vildi setja þetta þannig upp að það væri mjög auðvelt fyrir fólk að koma fram algjörlega fyrirvaralaust. Fólk getur farið upp á svið og tekið eitt lag, sem er algengt hjá fullum röppurum niðri í bæ,“ segir hann og hlær. Lagið Þegar þú blikkar kemur út í dag og hægt er að nálgast það á öllum helstu streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Fyrst fékk ég hugmynd að viðlagi, jólalagi. Ég fór beint upp í stúdíó þar sem ég átti pantaðan tíma með Þormóði Eiríkssyni. Lagið er sem sagt framleitt af honum og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni. Ég sagði við hann að við værum að fara að gera jólalag. Þetta var of gott viðlag til að sleppa því. Þegar við vorum búnir að semja viðlagið og fyrsta erindið fórum við spjalla saman. Ég er náttúrlega alveg rosalega mikill aðdáandi Bó, ég fékk þannig tónlistarlegt uppeldi,“ segir rapparinn geðþekki Herra Hnetusmjör.Mikill aðdáandi Hann segist hafa verið vinur hans á Facebook og ákvað að taka af skarið og senda honum lagið. „Honum leist vel á þetta og var mjög til í að vera með í laginu. Við drifum þetta í gang. Svo hentar þetta ótrúlega vel líka út af því að ég er gestur á jólatónleikunum hans. Ég er alveg ógeðslega mikill aðdáandi hans,“ segir hann. Áður en hugmyndin að laginu spratt fram var Herra Hnetusmjör fenginn til að taka þátt í jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. „Ég veit ekki alveg af hverju hann fékk mig. Við höfðum einu sinni hist áður, það var baksviðs á einhverri árshátíð. Hann þekkir afa minn og pabba minn. Þannig að hann vissi aðeins hver ég er. Ég held að hann hafi ekki vitað hve mikill aðdáandi ég er, ég hef sagt í viðtölum núna í eitt og hálft ár að ég sé búinn að gera lag með öllum sem mig langar að gera lag með, nema Björgvini Halldórssyni. Ég er búinn að gera lag með Hugin, Erpi og Frikka Dór, núna Bó og núna get ég lagt mækinn á hilluna,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi.Barn og skemmtistaður Í febrúar á Herra Hnetusmjör von á sínu fyrsta barni, og því er hann á fullu í stúdíóinu til að eiga inni efni til að gefa út, svo kærastan og barnið geti átt hug hans allan í febrúar. „Ég er að vinna á fullu núna svo ég geti verið algjörlega heima með barninu, svo ég geti dælt út tónlist sem er þá búið að gera.“ Það er mikið í gangi hjá Herra Hnetusmjöri, það er ekki bara barn á leiðinni heldur líka skemmtistaður. „Það er ekki búið að opna, það myndi ekki fara fram hjá neinum. Staðurinn heitir 203 eftir póstnúmerinu á Vatnsenda.“En hverjir eru með honum í þessum nýja skemmtistað? „Það eru þöglir fjárfestar. Þetta er á tveimur hæðum, fyrir ofan Kebab-húsið. Ég mun vera duglegur að mæta þegar færi gefst en staðurinn er algjörlega eftir því sem ég sækist sjálfur í. Þetta verður eins og að koma inn í hausinn á mér. Allt mjög ýkt, gull og vesen,“ segir Árni.Leikherbergi á 203?Mætir hann þá með konuna og barnið í febrúar? „Jú, það verður leikherbergi,“ segir hann og hlær. Staðurinn verður opnaður á næstu vikum en Herra Hnetusmjör segir mikla áherslu lagða á að það sé gaman að koma fram þar. „Það er gott hljóðkerfi, ekki bara fyrir þá sem eru að dansa heldur líka fyrir þá sem eru að koma fram. Það eru mónitorar á sviðinu sem er ekki algengt. Ég vildi setja þetta þannig upp að það væri mjög auðvelt fyrir fólk að koma fram algjörlega fyrirvaralaust. Fólk getur farið upp á svið og tekið eitt lag, sem er algengt hjá fullum röppurum niðri í bæ,“ segir hann og hlær. Lagið Þegar þú blikkar kemur út í dag og hægt er að nálgast það á öllum helstu streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira