Kenna lestur með nýrri tækni í grunnskólunum í Breiðholti Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. nóvember 2019 07:15 Nemendur eru paraðir saman og lesa upp fyrir hvert annað þegar notuð er PALS lestrarkennsla. „Skólastarfið er þróunarstarf og við erum sífellt að leita leiða til að auka árangur nemenda okkar,“ segir Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla. Skólinn skrifaði nýlega undir starfssamning um innleiðingu nýrrar kennsluaðferðar í lestri ásamt fjórum öðrum grunnskólum hverfisins, Ölduselsskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Aðferðin, PALS, hentar að sögn Lovísu Guðrúnar vel í kennslu fjölbreyttra nemendahópa. „Nemendur vinna saman í pörum og eru paraðir saman út frá lestrarfærni þannig að allir fá lesefni við hæfi sem er lykilforsenda þess að árangur náist,“ segir Lovísa. „Nemendur vinna tveir og tveir saman eftir fyrirfram ákveðnu ferli. PALS-aðferðin eða Pör að læra saman, einkennist af skýrri uppbyggingu kennslustunda þar sem áhersla er á virkni nemenda allan tímann,“ segir hún og bætir við að aðferðin geti veitt nemendum öryggi því hún felur í sér að börnin viti hvernig kennslustundin er uppbyggð.PALS-lestrartæknin hentar einkar vel þar sem er fjölbreyttur hópur nemenda.„Nemendur vita alltaf hvað kemur næst í vinnuferlinu. Það að vita ekki hvað á að gera næst getur orsakað óöryggi hjá sumum nemendum,“ segir hún. Kennslan fer þannig fram að þeir nemendur sem paraðir eru saman lesa til skiptis upp hvor fyrir annan og eru leiðréttir af félaga sínum ef þeir lesa rangt orð eða hljóð. Reglulegt hrós er einnig hluti af aðferðinni og er gefið samhliða lestrinum til að hvetja nemendur áfram. Hulda Karen Daníelsdóttir átti frumkvæði að innleiðingu PALS á Íslandi og segir hún rannsóknir benda til þess að flestir nemendur sem noti aðferðina sýni meiri framfarir í námi en þeir sem ekki nota hana. Hulda Karen gefur grunnskólum í Breiðholti námskeiðin sem kennararnir sækja í námstækninni en skólarnir greiða sjálfir fyrir námsefnið sem notað er. Hún segir PALS gagnast vel alls staðar en að Breiðholtið sé góður staður til að byrja á. „Ástæðan fyrir gjöfinni er fyrst og fremst sú að í grunnskólunum í Breiðholtinu stundar einstaklega fjölbreyttur nemendahópur nám og PALS, sem er raunprófuð aðferð, nýtist sérlega vel við þannig aðstæður,“ segir Hulda. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
„Skólastarfið er þróunarstarf og við erum sífellt að leita leiða til að auka árangur nemenda okkar,“ segir Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla. Skólinn skrifaði nýlega undir starfssamning um innleiðingu nýrrar kennsluaðferðar í lestri ásamt fjórum öðrum grunnskólum hverfisins, Ölduselsskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Aðferðin, PALS, hentar að sögn Lovísu Guðrúnar vel í kennslu fjölbreyttra nemendahópa. „Nemendur vinna saman í pörum og eru paraðir saman út frá lestrarfærni þannig að allir fá lesefni við hæfi sem er lykilforsenda þess að árangur náist,“ segir Lovísa. „Nemendur vinna tveir og tveir saman eftir fyrirfram ákveðnu ferli. PALS-aðferðin eða Pör að læra saman, einkennist af skýrri uppbyggingu kennslustunda þar sem áhersla er á virkni nemenda allan tímann,“ segir hún og bætir við að aðferðin geti veitt nemendum öryggi því hún felur í sér að börnin viti hvernig kennslustundin er uppbyggð.PALS-lestrartæknin hentar einkar vel þar sem er fjölbreyttur hópur nemenda.„Nemendur vita alltaf hvað kemur næst í vinnuferlinu. Það að vita ekki hvað á að gera næst getur orsakað óöryggi hjá sumum nemendum,“ segir hún. Kennslan fer þannig fram að þeir nemendur sem paraðir eru saman lesa til skiptis upp hvor fyrir annan og eru leiðréttir af félaga sínum ef þeir lesa rangt orð eða hljóð. Reglulegt hrós er einnig hluti af aðferðinni og er gefið samhliða lestrinum til að hvetja nemendur áfram. Hulda Karen Daníelsdóttir átti frumkvæði að innleiðingu PALS á Íslandi og segir hún rannsóknir benda til þess að flestir nemendur sem noti aðferðina sýni meiri framfarir í námi en þeir sem ekki nota hana. Hulda Karen gefur grunnskólum í Breiðholti námskeiðin sem kennararnir sækja í námstækninni en skólarnir greiða sjálfir fyrir námsefnið sem notað er. Hún segir PALS gagnast vel alls staðar en að Breiðholtið sé góður staður til að byrja á. „Ástæðan fyrir gjöfinni er fyrst og fremst sú að í grunnskólunum í Breiðholtinu stundar einstaklega fjölbreyttur nemendahópur nám og PALS, sem er raunprófuð aðferð, nýtist sérlega vel við þannig aðstæður,“ segir Hulda.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira