Leikaranemar halda jólatónleika Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 28. nóvember 2019 07:00 Frá vinstri: Stefán, Almar, Níels, Örn Gauti, Ellen, Fannar og Björk. Á myndina vantar þær Kristrúnu og Urði. Næsta vor stefna annars árs nemar í leiklist við Listaháskóla Íslands til Vilníus í Litháen þar sem æfingar fara fram á verkum í samstarfi við meistaranema í leikstjórn þar ytra. Leikstjórarnir eru nú á landinu í nokkrar vikur að æfa verkin með leikurunum, en þau fara svo út til þeirra og æfa enn frekar í vor ásamt því að sýna verkið.Stórt verkefni „Við erum með styrktartónleika fyrir námsferðinni þann 7. desember. Verkið sem við erum að æfa er á ensku. Samstarfsverkefnið er milli okkar, leikaranema í Finnlandi og leikstjóranema í Litháen. Þetta verkefni er tiltölulega nýtt, Listaháskólinn er að einbeita sér að meira samstarfi á milli landa,“ segir leiklistarneminn Björk Guðmundsdóttir. „Leikaranemar fyrri ára hafa oft farið til Danmerkur, til dæmis á kúrs í Shakespeare með þá dönskum leikaranemum. Þetta er aðeins stærra. Yana Ross, sem hefur verið uppi í Borgarleikhúsi og leikstýrði meðal annars Mávinum, er leiðbeinandi nemanna úti í Litháen. Þetta er útskriftarverkefnið þeirra. Halldóra Geirharðsdóttir leiðbeinir svo okkur hérna heima,“ segir Fannar Arnarsson. Nemunum er skipt í tvo hópa sem æfa sitt leikritið hvor undir leikstjórn Litháanna, en þau segja leikstjórana með mjög ólíkar áherslur. „Þeir eru mjög ólíkir, með öðruvísi sýn og aðferðafræði. Við erum saman í hóp, en verkið sem við erum að gera þekktum við ekki fyrir,“ segir Björk. „Það heitir Orange Peel. Hinn hópurinn er að æfa verk eftir Strindberg, en þetta er allt mjög mikið á byrjunarstigi enn sem komið er,“ segir Fannar. „Við erum bláfátækir leiklistarnemar, þannig að við þurfum að safna fyrir ferðinni,“ segir Björk. „Við verðum líka með fleiri viðburði síðar,“ segi Fannar.Heildin skiptir miklu Það eru níu manns í bekknum. Fannar og Björk höfðu bæði reynt áður að komast inn, en Fannar komst inn í fjórðu tilraun og Björk í þeirri þriðju. Þau sinntu samt faginu af natni á þeim tíma sem leið þar til þau komust loks inn. „Maður var alls ekki að bíða bara eftir því aðgerðalaus að komast inn. Ég fann mig til dæmi í spunanum, í Improv Ísland. Þar er ég búin að vera með frá upphafi, eða í fimm ár. Ég er að nota þau verkfæri sem ég fékk þaðan alveg sjúklega mikið í náminu,“ segir Björk. „Ég kláraði leiklist í FG á sínum tíma. Á þessum sex árum síðan þá kom ég mér inn hér og þar. Í Ungleik til dæmis, Stúdentaleikhúsið og fleira,“ segir Fannar, en hann sló einmitt í gegn nýverið í nýjasta tónlistarmyndbandi söngkonunnar Elísabetar Ormslev. Lokahópurinn er tuttugu manns og þarf ekki endilega að þýða að það séu þeir bestu sem komast inn, heldur snúist þetta mikið um að mynda hóp sem passar vel saman. „Helmingurinn kemst inn, en stundum er einhver mjög hæfileikaríkur sem endar ekki í lokahópnum. Það þarf að búa til bekk sem verður að geta unnið alveg ótrúlega náið saman í þrjú ár. Það spilar stórt inn í,“ segir Fannar. „Í rauninni eru allir í tuttugu manna hópnum nógu hæfir að komast inn, en svo er þetta bara hvernig fólk vinnur saman. Eftir því er hópurinn sniðinn,“ segir Björk.Hugguleg stemning „Það verður mjög hugguleg stemning á tónleikunum, það eru mörg róleg lög. Ég er til dæmis að syngja Sálina hans Jóns míns og Björk lag með Abba. Svo eru jú einhver jólalög en við erum alls ekki að stimpla þetta sem bara jólatónleika,“ segir Fannar. „Við erum öll að æfa söng í náminu. Þar lærum við vocal-tækni sem snýst um að allir geti sungið ef þeir beita líkamanum rétt,“ segir Björk. Tónleikarnir eru þann 7. desember og fara fram í Ljósinu á Langholtsvegi 43. Það kostar 2.000 krónur inn en ekki er posi á svæðinu. Húsið er opnað klukkan 19.30 og gestum boðið upp á léttar veitingar. Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Næsta vor stefna annars árs nemar í leiklist við Listaháskóla Íslands til Vilníus í Litháen þar sem æfingar fara fram á verkum í samstarfi við meistaranema í leikstjórn þar ytra. Leikstjórarnir eru nú á landinu í nokkrar vikur að æfa verkin með leikurunum, en þau fara svo út til þeirra og æfa enn frekar í vor ásamt því að sýna verkið.Stórt verkefni „Við erum með styrktartónleika fyrir námsferðinni þann 7. desember. Verkið sem við erum að æfa er á ensku. Samstarfsverkefnið er milli okkar, leikaranema í Finnlandi og leikstjóranema í Litháen. Þetta verkefni er tiltölulega nýtt, Listaháskólinn er að einbeita sér að meira samstarfi á milli landa,“ segir leiklistarneminn Björk Guðmundsdóttir. „Leikaranemar fyrri ára hafa oft farið til Danmerkur, til dæmis á kúrs í Shakespeare með þá dönskum leikaranemum. Þetta er aðeins stærra. Yana Ross, sem hefur verið uppi í Borgarleikhúsi og leikstýrði meðal annars Mávinum, er leiðbeinandi nemanna úti í Litháen. Þetta er útskriftarverkefnið þeirra. Halldóra Geirharðsdóttir leiðbeinir svo okkur hérna heima,“ segir Fannar Arnarsson. Nemunum er skipt í tvo hópa sem æfa sitt leikritið hvor undir leikstjórn Litháanna, en þau segja leikstjórana með mjög ólíkar áherslur. „Þeir eru mjög ólíkir, með öðruvísi sýn og aðferðafræði. Við erum saman í hóp, en verkið sem við erum að gera þekktum við ekki fyrir,“ segir Björk. „Það heitir Orange Peel. Hinn hópurinn er að æfa verk eftir Strindberg, en þetta er allt mjög mikið á byrjunarstigi enn sem komið er,“ segir Fannar. „Við erum bláfátækir leiklistarnemar, þannig að við þurfum að safna fyrir ferðinni,“ segir Björk. „Við verðum líka með fleiri viðburði síðar,“ segi Fannar.Heildin skiptir miklu Það eru níu manns í bekknum. Fannar og Björk höfðu bæði reynt áður að komast inn, en Fannar komst inn í fjórðu tilraun og Björk í þeirri þriðju. Þau sinntu samt faginu af natni á þeim tíma sem leið þar til þau komust loks inn. „Maður var alls ekki að bíða bara eftir því aðgerðalaus að komast inn. Ég fann mig til dæmi í spunanum, í Improv Ísland. Þar er ég búin að vera með frá upphafi, eða í fimm ár. Ég er að nota þau verkfæri sem ég fékk þaðan alveg sjúklega mikið í náminu,“ segir Björk. „Ég kláraði leiklist í FG á sínum tíma. Á þessum sex árum síðan þá kom ég mér inn hér og þar. Í Ungleik til dæmis, Stúdentaleikhúsið og fleira,“ segir Fannar, en hann sló einmitt í gegn nýverið í nýjasta tónlistarmyndbandi söngkonunnar Elísabetar Ormslev. Lokahópurinn er tuttugu manns og þarf ekki endilega að þýða að það séu þeir bestu sem komast inn, heldur snúist þetta mikið um að mynda hóp sem passar vel saman. „Helmingurinn kemst inn, en stundum er einhver mjög hæfileikaríkur sem endar ekki í lokahópnum. Það þarf að búa til bekk sem verður að geta unnið alveg ótrúlega náið saman í þrjú ár. Það spilar stórt inn í,“ segir Fannar. „Í rauninni eru allir í tuttugu manna hópnum nógu hæfir að komast inn, en svo er þetta bara hvernig fólk vinnur saman. Eftir því er hópurinn sniðinn,“ segir Björk.Hugguleg stemning „Það verður mjög hugguleg stemning á tónleikunum, það eru mörg róleg lög. Ég er til dæmis að syngja Sálina hans Jóns míns og Björk lag með Abba. Svo eru jú einhver jólalög en við erum alls ekki að stimpla þetta sem bara jólatónleika,“ segir Fannar. „Við erum öll að æfa söng í náminu. Þar lærum við vocal-tækni sem snýst um að allir geti sungið ef þeir beita líkamanum rétt,“ segir Björk. Tónleikarnir eru þann 7. desember og fara fram í Ljósinu á Langholtsvegi 43. Það kostar 2.000 krónur inn en ekki er posi á svæðinu. Húsið er opnað klukkan 19.30 og gestum boðið upp á léttar veitingar.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira