„Ekki boðlegur málflutningur hjá Helga Seljan að flytja ítrekað ósannindi“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. nóvember 2019 18:30 Samherji sakaði Helga fyrst um ósannsögli í gær. Vísir/Andri Marinó /Sigurjón Samherji ítrekar ásakanir sínar á hendur Helga Seljan, fréttamanns RÚV, og sakar hann um ítrekuð ósannindi í ummælum sínum um starfsemi Samherja í Namibíu. Svarið kemur í kjölfar þess að Helgi svaraði í gær yfirlýsingu félagsins þar sem ummæli hans í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun voru sögð ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni. Í þættinum ræddi Helgi hin víðfrægu Samherjaskjöl og fullyrti að „yfir þúsund störf“ hafi glatast hjá heimamönnum í Namibíu vegna meintra brota Samherja í landinu.Sjá einnig: Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspunaÍ tilkynningu sem Samherji birti í dag talar fyrirtækið um „ítrekuð ósannindi fréttamanns“ og sakar Helga um að hafa í svari sínu í gær „endurtekið rangar fullyrðingar sínar um glötuð störf í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“ Í svari sínu vitnaði Helgi meðal annars til fréttar í namibíska miðlinum The Namibian Sun þar sem fullyrt er að meint ólöglegt samráð Samherja og þáverandi namibískra ráðherra hafi mögulega leitt til þess að þúsundir hafi misst störf sín í namibískum sjávarútvegi. Einkum hafi sjávarútvegsfyrirtækið Namsov þurft að segja upp fólki í kjölfar breytinga á reglum um úthlutun aflaheimilda.Fullyrðir að engin störf hafi glatast Samherji segir þetta af og frá. „Fyrst skal áréttað að engin störf glötuðust í namibískum sjávarútvegi eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í hrossamakríl heldur fluttust störfin milli fyrirtækja og skipa.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að umrætt fyrirtæki hafi lengst af ekki verið í eigu Namibíumanna heldur í eigu suður-afrísku samsteypunnar Bidvest Group. „Þetta eru semsagt störfin sem heimamenn áttu að hafa glatað, störf hjá suður-afrískri alþjóðasamsteypu. Það var ekki fyrr en á árinu 2018 sem Bidvest Group seldi Namsov til namibíska fyrirtækisins Tunacor.“ Segir uppsjávarveiðar hafa verið á höndum Suður-Afríkumanna Þá fullyrðir Samherji jafnframt að fram til ársins 2012 hafi uppsjávarveiðar í landinu verið nær eingöngu í höndum umrædds Namsov og annars fyrirtækis sem hafi sömuleiðis verið lengst af undir suður-afrísku eignarhaldi. „Hlutur heimamanna í namibískum sjávarútvegi jókst fyrst eftir að breytingar urðu á reglum um úthlutun á árunum 2011-2012 þegar aflaheimildir voru teknar frá gömlu suður-afrísku fyrirtækjunum. Það var eftir að félög tengd Samherja og fleiri erlend útgerðarfyrirtæki hófu starfsemi í namibískum sjávarútvegi.“ Að lokum segir félagið að það sé „ekki boðlegur málflutningur hjá Helga Seljan að flytja ítrekað þau ósannindi að Namibíumenn hafi glatað störfum í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34 Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Samherji ítrekar ásakanir sínar á hendur Helga Seljan, fréttamanns RÚV, og sakar hann um ítrekuð ósannindi í ummælum sínum um starfsemi Samherja í Namibíu. Svarið kemur í kjölfar þess að Helgi svaraði í gær yfirlýsingu félagsins þar sem ummæli hans í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun voru sögð ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni. Í þættinum ræddi Helgi hin víðfrægu Samherjaskjöl og fullyrti að „yfir þúsund störf“ hafi glatast hjá heimamönnum í Namibíu vegna meintra brota Samherja í landinu.Sjá einnig: Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspunaÍ tilkynningu sem Samherji birti í dag talar fyrirtækið um „ítrekuð ósannindi fréttamanns“ og sakar Helga um að hafa í svari sínu í gær „endurtekið rangar fullyrðingar sínar um glötuð störf í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“ Í svari sínu vitnaði Helgi meðal annars til fréttar í namibíska miðlinum The Namibian Sun þar sem fullyrt er að meint ólöglegt samráð Samherja og þáverandi namibískra ráðherra hafi mögulega leitt til þess að þúsundir hafi misst störf sín í namibískum sjávarútvegi. Einkum hafi sjávarútvegsfyrirtækið Namsov þurft að segja upp fólki í kjölfar breytinga á reglum um úthlutun aflaheimilda.Fullyrðir að engin störf hafi glatast Samherji segir þetta af og frá. „Fyrst skal áréttað að engin störf glötuðust í namibískum sjávarútvegi eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í hrossamakríl heldur fluttust störfin milli fyrirtækja og skipa.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að umrætt fyrirtæki hafi lengst af ekki verið í eigu Namibíumanna heldur í eigu suður-afrísku samsteypunnar Bidvest Group. „Þetta eru semsagt störfin sem heimamenn áttu að hafa glatað, störf hjá suður-afrískri alþjóðasamsteypu. Það var ekki fyrr en á árinu 2018 sem Bidvest Group seldi Namsov til namibíska fyrirtækisins Tunacor.“ Segir uppsjávarveiðar hafa verið á höndum Suður-Afríkumanna Þá fullyrðir Samherji jafnframt að fram til ársins 2012 hafi uppsjávarveiðar í landinu verið nær eingöngu í höndum umrædds Namsov og annars fyrirtækis sem hafi sömuleiðis verið lengst af undir suður-afrísku eignarhaldi. „Hlutur heimamanna í namibískum sjávarútvegi jókst fyrst eftir að breytingar urðu á reglum um úthlutun á árunum 2011-2012 þegar aflaheimildir voru teknar frá gömlu suður-afrísku fyrirtækjunum. Það var eftir að félög tengd Samherja og fleiri erlend útgerðarfyrirtæki hófu starfsemi í namibískum sjávarútvegi.“ Að lokum segir félagið að það sé „ekki boðlegur málflutningur hjá Helga Seljan að flytja ítrekað þau ósannindi að Namibíumenn hafi glatað störfum í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í landinu.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34 Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15
Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07
Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. 26. nóvember 2019 23:34
Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum. 27. nóvember 2019 06:45