Í janúar á síðasta ári skrifaði Guðmundur Helgi svo undir nýjan samning við Fram en stjórnarmenn Fram ákváðu að breyta til í brúnni í vikunni.
Morgunblaðið greinir frá því að kornið sem hafi fyllt mælinn hafi verið tapið gegn nýliðum Fjölnis í Coca-Cola bikarnum en leiknum lauk með 27-25 sigri Fjölnis.
.@framhandbolti komið með nýjan þjálfara.https://t.co/XZgDMCOPzM
— Sportið á Vísi (@VisirSport) November 26, 2019
Fram er í 9. sæti deildarinnar með sjö stig en Fjölnir er í fallsæti, tveimur stigum á eftir Fram.
Halldór Jóhann Sigfússon er tekinn við Fram en hann þjálfaði FH með góðum árangri undanfarin ár áður en hann lét af störfum síðasta sumar.