Situr uppi með rándýrt læknisvottorð og 600 þúsund króna reikning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 13:25 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins. Heildarkostnaður vegna vottorðsins var 140 þúsund krónur. Sjóvá hafnaði að greiða reikninginn meðal annars á þeim grundvelli að um ónauðsynlegt vottorð væri að ræða. Fyrirtækið kvaðst reiðubúið að greiða 50 þúsund krónur sem fyrirtækið og gerði í febrúar 2017. Eftir stóðu 90 þúsund krónur sem tekist var á um fyrir dómstólum. Fyrir dómi kom fram í máli lögmanns Sjóvá að 140 þúsund krónur væru óhóflegt gjald fyrir læknisvottorð. Konan hefði sótt það af sjálfsdáðum en það hefði verið ónauðsynlegt. Bótauppgjör vegna slyss konunnar fór fram í júlí 2017 og var tjónskvittun gefin út í ágúst sama ár. Krafa konunnar um greiðslu á eftirstöðvum læknisvottorðsins var ekki á meðal þeirra krafna sem greiddar voru við bótauppgjörið.Í niðurstöðu dómsins segir að konan hefði þurft að láta slíkt í ljós í fyrirvara lögmanns hennar við bótauppgjörið. Það hafi ekki verið gert og sé sérlega nærtækt enda hafði Sjóvá áður hafnað kröfu um greiðslu fyrir vottorðið. Hafnaði dómstóllinn kröfu konunnar um greiðslu vegna læknisvottorðsins. Samkvæmt lögum um einkamál ber konunni að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sameiginlega 600 þúsund krónur. Hún situr því uppi með þá greiðslu til viðbótar við 90 þúsund krónurnar sem konan vildi fá úr vasa fyrirtækisins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Sjá meira
Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins. Heildarkostnaður vegna vottorðsins var 140 þúsund krónur. Sjóvá hafnaði að greiða reikninginn meðal annars á þeim grundvelli að um ónauðsynlegt vottorð væri að ræða. Fyrirtækið kvaðst reiðubúið að greiða 50 þúsund krónur sem fyrirtækið og gerði í febrúar 2017. Eftir stóðu 90 þúsund krónur sem tekist var á um fyrir dómstólum. Fyrir dómi kom fram í máli lögmanns Sjóvá að 140 þúsund krónur væru óhóflegt gjald fyrir læknisvottorð. Konan hefði sótt það af sjálfsdáðum en það hefði verið ónauðsynlegt. Bótauppgjör vegna slyss konunnar fór fram í júlí 2017 og var tjónskvittun gefin út í ágúst sama ár. Krafa konunnar um greiðslu á eftirstöðvum læknisvottorðsins var ekki á meðal þeirra krafna sem greiddar voru við bótauppgjörið.Í niðurstöðu dómsins segir að konan hefði þurft að láta slíkt í ljós í fyrirvara lögmanns hennar við bótauppgjörið. Það hafi ekki verið gert og sé sérlega nærtækt enda hafði Sjóvá áður hafnað kröfu um greiðslu fyrir vottorðið. Hafnaði dómstóllinn kröfu konunnar um greiðslu vegna læknisvottorðsins. Samkvæmt lögum um einkamál ber konunni að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sameiginlega 600 þúsund krónur. Hún situr því uppi með þá greiðslu til viðbótar við 90 þúsund krónurnar sem konan vildi fá úr vasa fyrirtækisins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Sjá meira