Fiskikóngurinn varar við gullgrafaraæði á humarmarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 12:45 Kristján Berg Ásgeirsson. Kristján Berg Ásgeirsson, best þekktur sem Fiskikóngurinn, varar við því sem hann kallar gullgrafaraæði á humarmarkaði vegna skorts á íslenskum humri. Hann hvetur íslenska neytendur til þess að hafa augun opin enda lítur hann svo á að verið sé að selja svikna vöru þar sem íshúðun á innfluttum humri geti verið yfir 10 prósent. Líkt og fréttastofa greindi frá um helgina er skortur á íslenskum humri og getur kílóið því kostað allt að 20 þúsund krónur út úr búð. Vegna þessa er verið að flytja inn humar, og það í töluverðu magni að sögn Fiskikóngsins, meðal annars frá Skotlandi og Danmörku. Sjá einnig: Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónurÍ færslu á Facebook-síðu Fiskikóngsins segir að honum finnist það í sjálfu sér í lagi að flytja inn humar en það sem honum finnst ekki vera í lagi er að verið sé að selja svikna vöru: „[…] það er verið að selja VATN, og stærðir eru ekki réttar á vörunni. Þegar ég tala um svik, þá er ég að meina: Íshúðun á vörunni er miklu meiri en sagt er til um á umbúðunum og humarinn stenst ekki stærð. Allar upplýsingar um % hlutfall á íshúðun á vörunni eru rangar.“Þessa mynd af humri með íshúðun birti Fiskikóngurinn á Facebook-síðu sinni.Fiskikóngurinn útskýrir síðan hvað íshúðun er og hvers vegna hún er. „Íshúðun á vöruna er til þess gerð,er að varna því að fiskurinn þorni í frosti. Þegar við erum að tala um íshúðun, þá er fínt að ræða um 5% en það dugir til þess að verja vöruna til geymslu í frystigeymslu í allt að eitt ár. Þegar 10% íshúðun er sett á vöruna þá getur það verið erfitt. Vegna þess að það er mjög erfitt að framkvæma svo mikla íshúðun, nema með mikilli þekkingu á hvernig þetta er framkvæmt og er það til þess gert að þyngja vöruna,“ segir Fiskikóngurinn og segir svo frá því að hann hafi kannað málið hjá einu fyrirtæki sem selur humar. Hann hafi keypt af þeim humar og gert athugun á íshúðuninni. „Mér blöskraði vinnubrögðin. 10 kg kassi. Í kassanum voru 320 stk. sem gera meðalþyngd humarins uppá 31 gramm. Hins vegar er íshúðun á þessum humri 37%!!!! Ég skil bara ekki hvernig hægt er að ná svona mikilli íshúðun. Til þess að framkvæma slíka þyngingu, þá þarf að nota aukaefni. Sprauta humarinn með þyngingarefnum, eða láta humarinn liggja í aukaefnum sem þyngja hann. Þetta kalla ég GULLGRAFARAÆÐI. Að setja íshúðun á vöru sem er meira en 10% er bara til þess gerð, til þess að reyna að selja viðskiptavininum VATN, og ræna hann. Það er alger óþarfi að setja svona mikið vatn/glasseringu/íshúðun á vöruna (í þessu tilviki humar). Þegar búið var að þíða humarinn upp og losa vatnið frá þessum kassa, þá voru ennþá 320stk í kassanum, en þyngdin orðin 6,3 kg af humri. (Restin 3,7 kg var vatn.) Og þá er meðalþyngdin dottin niður í 19,6 grömm pr hali sem er undir þeirri stærð sem ég keypti. Humar kostar mikið. Nokkur þúsund kr.kg. Hver vill greiða nokkur þúsund krónur fyrir líterinn af vatni...........ég bara spyr. Ég vill benda fólki á að í nokkrum vel völdum íslenskum fiskverslunum, þá er ennþá til og seldur íslenskur humar, sem er lítið glasseraður 5-10%. Skoðið humarinn vel áður en þið verslið humarinn,“ segir Fiskikóngurinn. Hann beinir því til neytenda að kaupa ekki humar ef þeir sjá mikið vatn á honum en færslu Fiskikóngsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Neytendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson, best þekktur sem Fiskikóngurinn, varar við því sem hann kallar gullgrafaraæði á humarmarkaði vegna skorts á íslenskum humri. Hann hvetur íslenska neytendur til þess að hafa augun opin enda lítur hann svo á að verið sé að selja svikna vöru þar sem íshúðun á innfluttum humri geti verið yfir 10 prósent. Líkt og fréttastofa greindi frá um helgina er skortur á íslenskum humri og getur kílóið því kostað allt að 20 þúsund krónur út úr búð. Vegna þessa er verið að flytja inn humar, og það í töluverðu magni að sögn Fiskikóngsins, meðal annars frá Skotlandi og Danmörku. Sjá einnig: Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónurÍ færslu á Facebook-síðu Fiskikóngsins segir að honum finnist það í sjálfu sér í lagi að flytja inn humar en það sem honum finnst ekki vera í lagi er að verið sé að selja svikna vöru: „[…] það er verið að selja VATN, og stærðir eru ekki réttar á vörunni. Þegar ég tala um svik, þá er ég að meina: Íshúðun á vörunni er miklu meiri en sagt er til um á umbúðunum og humarinn stenst ekki stærð. Allar upplýsingar um % hlutfall á íshúðun á vörunni eru rangar.“Þessa mynd af humri með íshúðun birti Fiskikóngurinn á Facebook-síðu sinni.Fiskikóngurinn útskýrir síðan hvað íshúðun er og hvers vegna hún er. „Íshúðun á vöruna er til þess gerð,er að varna því að fiskurinn þorni í frosti. Þegar við erum að tala um íshúðun, þá er fínt að ræða um 5% en það dugir til þess að verja vöruna til geymslu í frystigeymslu í allt að eitt ár. Þegar 10% íshúðun er sett á vöruna þá getur það verið erfitt. Vegna þess að það er mjög erfitt að framkvæma svo mikla íshúðun, nema með mikilli þekkingu á hvernig þetta er framkvæmt og er það til þess gert að þyngja vöruna,“ segir Fiskikóngurinn og segir svo frá því að hann hafi kannað málið hjá einu fyrirtæki sem selur humar. Hann hafi keypt af þeim humar og gert athugun á íshúðuninni. „Mér blöskraði vinnubrögðin. 10 kg kassi. Í kassanum voru 320 stk. sem gera meðalþyngd humarins uppá 31 gramm. Hins vegar er íshúðun á þessum humri 37%!!!! Ég skil bara ekki hvernig hægt er að ná svona mikilli íshúðun. Til þess að framkvæma slíka þyngingu, þá þarf að nota aukaefni. Sprauta humarinn með þyngingarefnum, eða láta humarinn liggja í aukaefnum sem þyngja hann. Þetta kalla ég GULLGRAFARAÆÐI. Að setja íshúðun á vöru sem er meira en 10% er bara til þess gerð, til þess að reyna að selja viðskiptavininum VATN, og ræna hann. Það er alger óþarfi að setja svona mikið vatn/glasseringu/íshúðun á vöruna (í þessu tilviki humar). Þegar búið var að þíða humarinn upp og losa vatnið frá þessum kassa, þá voru ennþá 320stk í kassanum, en þyngdin orðin 6,3 kg af humri. (Restin 3,7 kg var vatn.) Og þá er meðalþyngdin dottin niður í 19,6 grömm pr hali sem er undir þeirri stærð sem ég keypti. Humar kostar mikið. Nokkur þúsund kr.kg. Hver vill greiða nokkur þúsund krónur fyrir líterinn af vatni...........ég bara spyr. Ég vill benda fólki á að í nokkrum vel völdum íslenskum fiskverslunum, þá er ennþá til og seldur íslenskur humar, sem er lítið glasseraður 5-10%. Skoðið humarinn vel áður en þið verslið humarinn,“ segir Fiskikóngurinn. Hann beinir því til neytenda að kaupa ekki humar ef þeir sjá mikið vatn á honum en færslu Fiskikóngsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Neytendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15