Trúum á allt sem gott er Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 13:00 "Við erum ekkert að farast úr stressi yfir jólaundirbúning á mínu heimili, alls ekki. En hlökkum alltaf til samverunnar,“ segir Aðalheiður. Auðunn Níelsson Bláa spýtujólatréð hennar Aðalheiðar Eysteinsdóttur myndlistarmanns er einstakt listaverk sem stendur í stofunni í Freyjulundi í Eyjafirði innan um tréfólk í raunstærð. Um jólin fyllist stofan líka af lífi og kærleika. Við höldum í okkar jólahefðir og allt sem gefur góðan anda er í heiðri haft,“ segir listamaðurinn Aðalheiður Eysteinsdóttir. Þótt hún sé komin með starfsemi sína að mestu í Alþýðuhúsið á Siglufirði mun hún halda jólin í Freyjulundi með fjölskyldu sinni. Þar er stór stofa enda er Freyjulundur gamalt samkomuhús sem stendur miðja vegu milli Akureyrar og Dalvíkur. "Ég smíða í stofunni minni og prjóna og eins og aðrir horfi ég á sjónvarpið." Jólatréð stendur innan um timburdót og skúlptúra. "Þetta er jólatré sem ég smíðaði sjálf, skreytt með fundnum hlutum og heimagerðu skrauti, allskonar munum sem sem við í fjölskyldunni höfum gert, barnabörn, ömmur, afar, systkini og frændfólk. En ég hef líka ljósaseríu á því og einstaka glitrandi kúlu, smá glimmer." Hún segir tréð í raun það eina sem hún skreyti fyrir jólin en auk þess geri hún lítil jólatré og hafi úti í glugga. Spurð afhverju tréð sé blátt, svarar hún: "Ég hugsa það sem blágreni."Stofan í Freyjulundi er jafnframt vinnustofa og þar eru listaverk á hverju strái eftir heimilisfólkið. Kisurnar eiga eftir að verða meira áberandi þegar nær dregur jólum. fréttablaðið/AuðunnTalsvert ber á kattafígúrum á trénu og kringum það þegar það er fullskreytt, að sögn Aðalheiðar og hún útskýrir hvernig sú hefð er tilkomin. „Við eigum læðu sem eignaðist kettlinga um tveimur mánuðum fyrir jólin 2006, þeir voru heldur betur orðnir sprækir á aðfangadag og klifruðu stöðugt í trénu. Svo mér fannst kjörið að búa til spýtukettlinga. Þessir sem voru lifandi hafa e?aust haldið að ég hafi búið jólatréð til handa þeim.“Jólakettirnir eru hver með sínu móti en auðvitað allir svartir.Opið hús um helgarKattafígúrur eru listmunir sem Aðalheiður er orðin þekkt fyrir og hún segir þær alltaf að þróast. „Engir tveir kettir eru eins. Yfir allt árið set ég kubba í sérstakan kassa sem merktur er jólakettir. Svo þegar fer að líða að jólum fer ég að tína þá upp og vinna úr þeim. Við opnum heimili okkar og vinnustofu fyrstu og síðustu aðventuhelgina og á Þorláksmessu. Þá er gestum boðið að skoða verkin okkar sem hugsanlega gætu ratað í jólapakka,“ útskýrir hún. Þegar líður að jólum fjölgar á heimilinu í Freyjulundi. „Börnin mín eru orðin fullorðið fólk og fjölskyldan er svolítið á tvist og bast, sonur minn býr í Danmörku og yngsta dóttir mín er í Listaháskólanum í Reykjavík en er skiptinemi úti í Aþenu. Elstu dæturnar tvær búa á Akureyri með fjölskyldur sínar. Þau koma samt heim um jólin svo það verður ástvinafundur.“Jólatréð er ekki fullskreytt ennþá en það er greinilega blágreni.Litfagurt grænmetisfæðiHvað borðað er á aðfangadagskvöld segir Aðalheiður alltaf að breytast og engar hefðir séu í því matarvali nú orðið. „Við gerum alltaf einhverjar tilraunir og erum aðallega með litfagurt grænmetisfæði á aðfangadegi jóla. Á jóladag hefur hangikjötsveislan verið á undanhaldi og mun nú víkja fyrir alls konar girnilegum og framandi réttum. Laufabrauðið fær þó að vera með, við leggjum mikið upp úr laufabrauðsskurði á heimilinu.“ Annan jólabakstur segir Aðalheiður hafa breyst mikið. „Það eru ekki margar sortir af smákökum, heldur er allt sem bakað er sykur- og hveitilaust. En við erum með konfekt og gotterí sem við gerum saman, oft bara á meðan á annarri matargerð stendur. Það gerist allt á stund og stað. Við erum ekkert að farast úr stressi y?r jólaundirbúningi á mínu heimili, alls ekki. En við hlökkum alltaf til samverunnar. Fólk í fríum kemur heim og oft erum við líka með aukagesti hjá okkur, vini og vandamenn. Þetta er alltaf dásamlegur tími, jól og áramót, fjölskyldusamvera með ástvinum. Við erum ekki mjög bókstafstrúuð fjölskylda en trúum á allt sem gott er.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Búlgarskt morgunbrauð Jól Boðskapur Lúkasar Jól Adam átti syni sjö Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Kertin á aðventukransinum Jól Amerískar smákökur Jól
Bláa spýtujólatréð hennar Aðalheiðar Eysteinsdóttur myndlistarmanns er einstakt listaverk sem stendur í stofunni í Freyjulundi í Eyjafirði innan um tréfólk í raunstærð. Um jólin fyllist stofan líka af lífi og kærleika. Við höldum í okkar jólahefðir og allt sem gefur góðan anda er í heiðri haft,“ segir listamaðurinn Aðalheiður Eysteinsdóttir. Þótt hún sé komin með starfsemi sína að mestu í Alþýðuhúsið á Siglufirði mun hún halda jólin í Freyjulundi með fjölskyldu sinni. Þar er stór stofa enda er Freyjulundur gamalt samkomuhús sem stendur miðja vegu milli Akureyrar og Dalvíkur. "Ég smíða í stofunni minni og prjóna og eins og aðrir horfi ég á sjónvarpið." Jólatréð stendur innan um timburdót og skúlptúra. "Þetta er jólatré sem ég smíðaði sjálf, skreytt með fundnum hlutum og heimagerðu skrauti, allskonar munum sem sem við í fjölskyldunni höfum gert, barnabörn, ömmur, afar, systkini og frændfólk. En ég hef líka ljósaseríu á því og einstaka glitrandi kúlu, smá glimmer." Hún segir tréð í raun það eina sem hún skreyti fyrir jólin en auk þess geri hún lítil jólatré og hafi úti í glugga. Spurð afhverju tréð sé blátt, svarar hún: "Ég hugsa það sem blágreni."Stofan í Freyjulundi er jafnframt vinnustofa og þar eru listaverk á hverju strái eftir heimilisfólkið. Kisurnar eiga eftir að verða meira áberandi þegar nær dregur jólum. fréttablaðið/AuðunnTalsvert ber á kattafígúrum á trénu og kringum það þegar það er fullskreytt, að sögn Aðalheiðar og hún útskýrir hvernig sú hefð er tilkomin. „Við eigum læðu sem eignaðist kettlinga um tveimur mánuðum fyrir jólin 2006, þeir voru heldur betur orðnir sprækir á aðfangadag og klifruðu stöðugt í trénu. Svo mér fannst kjörið að búa til spýtukettlinga. Þessir sem voru lifandi hafa e?aust haldið að ég hafi búið jólatréð til handa þeim.“Jólakettirnir eru hver með sínu móti en auðvitað allir svartir.Opið hús um helgarKattafígúrur eru listmunir sem Aðalheiður er orðin þekkt fyrir og hún segir þær alltaf að þróast. „Engir tveir kettir eru eins. Yfir allt árið set ég kubba í sérstakan kassa sem merktur er jólakettir. Svo þegar fer að líða að jólum fer ég að tína þá upp og vinna úr þeim. Við opnum heimili okkar og vinnustofu fyrstu og síðustu aðventuhelgina og á Þorláksmessu. Þá er gestum boðið að skoða verkin okkar sem hugsanlega gætu ratað í jólapakka,“ útskýrir hún. Þegar líður að jólum fjölgar á heimilinu í Freyjulundi. „Börnin mín eru orðin fullorðið fólk og fjölskyldan er svolítið á tvist og bast, sonur minn býr í Danmörku og yngsta dóttir mín er í Listaháskólanum í Reykjavík en er skiptinemi úti í Aþenu. Elstu dæturnar tvær búa á Akureyri með fjölskyldur sínar. Þau koma samt heim um jólin svo það verður ástvinafundur.“Jólatréð er ekki fullskreytt ennþá en það er greinilega blágreni.Litfagurt grænmetisfæðiHvað borðað er á aðfangadagskvöld segir Aðalheiður alltaf að breytast og engar hefðir séu í því matarvali nú orðið. „Við gerum alltaf einhverjar tilraunir og erum aðallega með litfagurt grænmetisfæði á aðfangadegi jóla. Á jóladag hefur hangikjötsveislan verið á undanhaldi og mun nú víkja fyrir alls konar girnilegum og framandi réttum. Laufabrauðið fær þó að vera með, við leggjum mikið upp úr laufabrauðsskurði á heimilinu.“ Annan jólabakstur segir Aðalheiður hafa breyst mikið. „Það eru ekki margar sortir af smákökum, heldur er allt sem bakað er sykur- og hveitilaust. En við erum með konfekt og gotterí sem við gerum saman, oft bara á meðan á annarri matargerð stendur. Það gerist allt á stund og stað. Við erum ekkert að farast úr stressi y?r jólaundirbúningi á mínu heimili, alls ekki. En við hlökkum alltaf til samverunnar. Fólk í fríum kemur heim og oft erum við líka með aukagesti hjá okkur, vini og vandamenn. Þetta er alltaf dásamlegur tími, jól og áramót, fjölskyldusamvera með ástvinum. Við erum ekki mjög bókstafstrúuð fjölskylda en trúum á allt sem gott er.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Búlgarskt morgunbrauð Jól Boðskapur Lúkasar Jól Adam átti syni sjö Jól Lögreglufylgd fyrir jólasveininn Jól Kertin á aðventukransinum Jól Amerískar smákökur Jól