Talið er að haustið 2021 verði öll börn á Akureyri komin í leikskóla eða aðra vistun tólf mánaða. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Er gengið út frá því að áform stjórnvalda um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði verði að veruleika í janúar 2021.
Starfshópurinn leggur fram þrjár sviðsmyndir við fjölgun leikskólarýma miðað við mismunandi íbúaþróun. Lagt er til að endurgreiðslur vegna vistunar í heimahúsum verði auknar. Skoðaðir verði möguleikar á að innrita börn í leikskóla tvisvar á ári en ekki bara á haustin.
