Raunverulegar leiðir að eldsneytissparnaði Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. nóvember 2019 14:00 Eldsneytissparnaður kemur sér vel fyrir veskið og umhverfið. Vísir/Getty Margar greinar eru til um hvernig spara skuli eldsneyti, flestar þeirra leggja til að fólk kaupi sparneytnari bíl eða létti sinn bíl. Slíkar uppástungur eru oft ekkert sérstaklega hjálplegar. Jason Fenske, hjá Engineering Explained hefur sett saman myndband sem lýsir raunverulegum og raunhæfum leiðum til eldsneytissparnaðar, sama hvaða bíl um ræðir. Aðferðirnar sem Fenske mælir fyrir snúa meira að aksturslagi en bíltegund. Hann leggur mikla áherslu á að nýta þá vélahemlun sem kemur þegar bíll er látinn hægja á sér í gír. Slíkt notar ekki neitt eldsneyti og sparar bremsubúnað í ofanálag. Fyrsta ráðið er að hægja rólega á bílnum þegar ökumaður nálgast umferðaljós. Næsta ráð snýr að því að aka örlítið hægar að jafnaði vegna þess að aflið og orkan sem þarf til að aka ögn hraðar eykst ekki línulega heldur á veldisvísi. Þriðja ráðið snýr að vélhemlun. Fjórða ráðið fjallar um hvernig eigi að tækla akstur í hæðóttu landslagi. Fimmta ráðið fjallar um gírskiptingar. Bensín og olía Bílar Umhverfismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent
Margar greinar eru til um hvernig spara skuli eldsneyti, flestar þeirra leggja til að fólk kaupi sparneytnari bíl eða létti sinn bíl. Slíkar uppástungur eru oft ekkert sérstaklega hjálplegar. Jason Fenske, hjá Engineering Explained hefur sett saman myndband sem lýsir raunverulegum og raunhæfum leiðum til eldsneytissparnaðar, sama hvaða bíl um ræðir. Aðferðirnar sem Fenske mælir fyrir snúa meira að aksturslagi en bíltegund. Hann leggur mikla áherslu á að nýta þá vélahemlun sem kemur þegar bíll er látinn hægja á sér í gír. Slíkt notar ekki neitt eldsneyti og sparar bremsubúnað í ofanálag. Fyrsta ráðið er að hægja rólega á bílnum þegar ökumaður nálgast umferðaljós. Næsta ráð snýr að því að aka örlítið hægar að jafnaði vegna þess að aflið og orkan sem þarf til að aka ögn hraðar eykst ekki línulega heldur á veldisvísi. Þriðja ráðið snýr að vélhemlun. Fjórða ráðið fjallar um hvernig eigi að tækla akstur í hæðóttu landslagi. Fimmta ráðið fjallar um gírskiptingar.
Bensín og olía Bílar Umhverfismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent