Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2019 22:31 Lengstu vegi Grænlands til þessa lagði Bandaríkjaher út frá Kangerlussuaq-flugvelli. Volkswagen lengdi síðan vegina fyrir um tuttugu árum til að komast með bíla á Grænlandsjökul til reynsluaksturs. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. Fyrsti þjóðvegur Grænlands verður 170 kílómetra langur og lagður milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.Kangerlussuaq, eða Syðri Straumfjörður, var bandarísk herstöð til ársins 1992. Brúin er yfir jökulfljót sem þar rennur til sjávar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarvegirnir sem núna liggja út frá flugvellinum í Kangerlussuaq eru um fimmtíu kílómetra langir og þeir langlengstu á Grænlandi og þar geta menn búist við að sjá sauðnaut í vegkantinum. Aðrir vegir Grænlands ná aðeins fáeina kílómetra út frá stærstu byggðum landsins og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi.Sauðnaut við Kangerlussuaq. Hreindýr eru einnig algeng á svæðinu, sem státar af fjölskrúðugasta dýralífi Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En núna hefur grænlenska þingið með fjárlögum næsta árs samþykkt fjárveitingu sem nemur 900 milljónum íslenskra króna til að hefjast handa við gerð fyrsta þjóðvegar landsins, milli hafnarbæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var þekktur sem Syðri Straumfjörður. Fjármunirnir fara til að skipuleggja og hanna veginn en heildarkostnaður við verkið er talinn verða milli sjö og níu milljarðar króna.Vegurinn verður um 170 kílómetra langur.Grafík/Stöð 2.Sisimiut er tæplega sexþúsund manna bær og ráðamenn þar telja að vegurinn opni á fiskflutninga með flugi en leiði einnig til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Þannig skýrði grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq nýlega frá áhuga íslenska fyrirtækisins Arctic Adventures á því að koma að fjögurra milljarða króna fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu að því tilskyldu að vegurinn verði lagður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Samgöngur Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. Fyrsti þjóðvegur Grænlands verður 170 kílómetra langur og lagður milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.Kangerlussuaq, eða Syðri Straumfjörður, var bandarísk herstöð til ársins 1992. Brúin er yfir jökulfljót sem þar rennur til sjávar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarvegirnir sem núna liggja út frá flugvellinum í Kangerlussuaq eru um fimmtíu kílómetra langir og þeir langlengstu á Grænlandi og þar geta menn búist við að sjá sauðnaut í vegkantinum. Aðrir vegir Grænlands ná aðeins fáeina kílómetra út frá stærstu byggðum landsins og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi.Sauðnaut við Kangerlussuaq. Hreindýr eru einnig algeng á svæðinu, sem státar af fjölskrúðugasta dýralífi Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En núna hefur grænlenska þingið með fjárlögum næsta árs samþykkt fjárveitingu sem nemur 900 milljónum íslenskra króna til að hefjast handa við gerð fyrsta þjóðvegar landsins, milli hafnarbæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var þekktur sem Syðri Straumfjörður. Fjármunirnir fara til að skipuleggja og hanna veginn en heildarkostnaður við verkið er talinn verða milli sjö og níu milljarðar króna.Vegurinn verður um 170 kílómetra langur.Grafík/Stöð 2.Sisimiut er tæplega sexþúsund manna bær og ráðamenn þar telja að vegurinn opni á fiskflutninga með flugi en leiði einnig til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Þannig skýrði grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq nýlega frá áhuga íslenska fyrirtækisins Arctic Adventures á því að koma að fjögurra milljarða króna fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu að því tilskyldu að vegurinn verði lagður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Samgöngur Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15
Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13
Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00