Nokkrum klukkustundum síðar reið annar öflugur skjálfti, 5,2 að stærð, yfir nærri borginni Mostar í Bosníu og Hersegóvínu. Engar fréttir hafa þó borist þaðan af manntjóni.
Skjálfti næturinnar í Albaníu er sá stærsti til að ríða yfir á Balkanskaga í áratugi.
Erlendir fjölmiðlar segja að í hópi hinna látnu sé maður á sextugsaldri sem hafi stokkið út úr byggingu í miðjum skjálftanum. Þá hafi nokkrir látið lífið þegar byggingar hrundu í strandbænum Durres og í bænum Thuman.
Björgunarlið er enn að störfum víða í landinu þar sem verið er að leita einhverra sem er saknað.
Herinn hefur sömuleiðis verið kallaður út til að aðstoða við að koma upp neyðarskýlum á hamfarasvæðunum.
Skjálftinn er öflugasti í landinu frá 1979 þegar skjálfti að stoð 6,9 reið yfir. Þá létu 136 lífið og á annað þúsund slösuðust.
Fréttin hefur verið uppfærð.