Tíu pör taka þátt og stendur eitt par eftir sem sigurvegari í lok janúar á næsta ári. Næstu fimm daga verða öll pörin í Allir geta dansað kynnt til leiks og er komið að því að kynna dansparið sem Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir mynd.
Eyjólfur Kristjánsson hefur í nokkra áratugi verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og á hann til að mynda eitt vinsælasta íslenska Eurovisionlag sögunnar, Drauminn um Nínu. Eyfi, eins og hann er alltaf kallaður, er byrjaður á fullu að æfa.
Telma tók þátt í Allir geta dansað í fyrstu seríunni og var hún þá í liði með Óskari Jónassyni. Því miður gekk ekki sem skildi og féllu þau snemma úr leik. Spurning hvort Telma nái Eyfa í gang á föstudaginn.
Dómarar í ár verða þeir sömu og í fyrstu seríunni:
• Selma Björnsdóttir
• Karen Reeve
• Jóhann Gunnar Arnarson
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá Eyfa og Telmu í vikunni.

