Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2019 13:15 Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þrátt fyrir gagnkvæmar viðskiptahindranir landanna hafi viðskipti milli landanna aukist að undanförnu. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í morgun. En íslenski utanríkisráðherrann er nú staddur í Moskvu ásamt fulltrúum nítján íslenskra fyrirtækja og Íslandsstofu. „Fundurinn var mjög góður og við undirrituðum sérstaka yfirlýsingu sem tryggir að það verði samfella í starfi okkar þegar kemur að Norðurskautsráðinu. Við erum núna með formennskuna en þeir munu taka við af okkur. Þótt við séum ekki sammála um alla hluti er gott að við erum með svipaða sýn þegar kemur að þessum mikilvægu málum sem norðurskautsmálin eru,“ segir Guðlaugur.UtanríkisráðuneytiðÞeir hafi síðan rætt ýmis önnur mál eins og viðskipti landanna almennt. En Íslendingar hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins gagnvart Rússlandi frá því Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar hafa svarað þeim aðgerðum með innflutningshindrunum á íslenskan fisk og kjöt. Guðlaugur Þór segir aðgerðirnar sem Íslendingar taki þátt í hafa takmörkuð áhrif á rússneskan almenning. „En hins vegar viðskiptaþvinganirnar sem þeir settu í kjölfarið hafa komið sérstaklega illa niður á okkur. Aftur á móti hafa viðskipti milli landanna verið að aukast og nýverið var stofnað Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð. Við sjáum fram á aukna möguleika þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Rússlands,“ segir utanríkisráðherra.UtanríkisráðuneytiðÍslensk hátæknifyrirtæki eins og Marel hafi náð stórum samningum í Rússlandi að undanförnu. Enn hafi hins vegar ekki náðst niðurstaða með rússneskum matvælayfirvöldum varðandi útflutning á kjöti héðan til Rússlands. „Við vorum að ýta á eftir þeim málum og vonandi næst það fram en það hefur ekki gerst ennþá. Síðan eru önnur viðskipti eins og þú nefnir hvað snýr að hátækni. Sömuleiðis hafa Íslendingar verið að fjárfesta hér í verksmiðjum til að framleiða skyr úr íslenskri mjólk. Það er mjög margt sem er á döfinni en það eru litlar líkur á að viðskiptaþvinganir sem þeir setja á okkur og önnur vestræn ríki breytist eitthvað á næstunni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Rússland Utanríkismál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þrátt fyrir gagnkvæmar viðskiptahindranir landanna hafi viðskipti milli landanna aukist að undanförnu. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í morgun. En íslenski utanríkisráðherrann er nú staddur í Moskvu ásamt fulltrúum nítján íslenskra fyrirtækja og Íslandsstofu. „Fundurinn var mjög góður og við undirrituðum sérstaka yfirlýsingu sem tryggir að það verði samfella í starfi okkar þegar kemur að Norðurskautsráðinu. Við erum núna með formennskuna en þeir munu taka við af okkur. Þótt við séum ekki sammála um alla hluti er gott að við erum með svipaða sýn þegar kemur að þessum mikilvægu málum sem norðurskautsmálin eru,“ segir Guðlaugur.UtanríkisráðuneytiðÞeir hafi síðan rætt ýmis önnur mál eins og viðskipti landanna almennt. En Íslendingar hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins gagnvart Rússlandi frá því Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar hafa svarað þeim aðgerðum með innflutningshindrunum á íslenskan fisk og kjöt. Guðlaugur Þór segir aðgerðirnar sem Íslendingar taki þátt í hafa takmörkuð áhrif á rússneskan almenning. „En hins vegar viðskiptaþvinganirnar sem þeir settu í kjölfarið hafa komið sérstaklega illa niður á okkur. Aftur á móti hafa viðskipti milli landanna verið að aukast og nýverið var stofnað Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð. Við sjáum fram á aukna möguleika þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Rússlands,“ segir utanríkisráðherra.UtanríkisráðuneytiðÍslensk hátæknifyrirtæki eins og Marel hafi náð stórum samningum í Rússlandi að undanförnu. Enn hafi hins vegar ekki náðst niðurstaða með rússneskum matvælayfirvöldum varðandi útflutning á kjöti héðan til Rússlands. „Við vorum að ýta á eftir þeim málum og vonandi næst það fram en það hefur ekki gerst ennþá. Síðan eru önnur viðskipti eins og þú nefnir hvað snýr að hátækni. Sömuleiðis hafa Íslendingar verið að fjárfesta hér í verksmiðjum til að framleiða skyr úr íslenskri mjólk. Það er mjög margt sem er á döfinni en það eru litlar líkur á að viðskiptaþvinganir sem þeir setja á okkur og önnur vestræn ríki breytist eitthvað á næstunni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Rússland Utanríkismál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira