Slæst við draug skömmu fyrir opnun Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2019 11:31 Hópurinn sem er að gera upp nýjan skemmtistað við Hverfisgötu óttast nú að draugur sem fylgir húsinu kunni að gera óskunda. fbl/ernir „Ég er orðinn skíthræddur og auglýsi hér með eftir Hilmari Erni allsherjargoða. Hann verður að koma og kveða þennan draug niður,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður. Jón og félagar hans eru að fara að opna skemmtistaðinn Röntgen að Hverfisgötu 12. Það verður á fimmtudaginn komandi. Nema, nú óttast hann að illa fari því staðnum fylgir draugur. Þetta staðhæfa allir þeir sem hann hefur talað við og hafa starfað í húsinu.Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug „Jón Óskar myndlistarmaður, vinur minn, sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju með staðinn. En lét það fylgja sögunni að þetta legðist ekki vel í sig því þarna væri draugur,“ segir Jón Mýrdal en honum er brugðið. Hann segist hafa farið til að heimsækja nafna sinn Óskar og Huldu Hákon eiginkonu hans sem sagði honum svo meira af þessum ósköpum. En, þau hjón ráku árum saman morgunverðarstaðinn Gráa köttinn sem er við Hverfisgötu 16 og bjuggu þar í húsinu.Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar eru nánast búin að hræða líftóruna úr Jóni Mýrdal með sögum um draugagang í húsinu hvar til stendur að opna nýjan skemmtistað.fbl/ernir„Hulda sagði mér að Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hafi rekið fyrir löngu samlokustað í húsinu þar sem til stendur að opna Röntgen. Í húsinu var jafnframt einhver kommúna og par sem var ómögulegt og þurfti að losna við. Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug til að losna við þetta par sem ég veit ekkert meira um,“ segir Jón. Og eftir að þetta kom upp hefur allt gengið á afturfótunum í þessu húsi.Enginn til svara hjá Ásatrúarmönnum Jón Mýrdal segist hafa gengið í það að hafa samband við Ásatrúarfélagið en þar hefur enginn svarað sér nema það komu einhver skilaboð þess efnis að Hilmar Örn væri lasinn. „Ég ræddi þetta við menn í morgunkaffinu uppi á Skólavörðustíg og Egill Ólafsson söngvari stakk uppá því að ég fengi bara Agnesi biskup til að koma til særinga. Ef ég næ ekki í Hilmar Örn þá kannski reyni ég það,“ segir Jón sem segist logandi hræddur við þetta. Ekki gangi að draugurinn spilli fyrir rekstrinum. Sjálfur hefur hann ekki orðið var við drauginn við undirbúning en segir að það megi ef til vill skrifa á það að heyrnin er farin að gefa sig en draugurinn lætur helst af sér vita með að það marrar í þar sem hann fer um. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Ég er orðinn skíthræddur og auglýsi hér með eftir Hilmari Erni allsherjargoða. Hann verður að koma og kveða þennan draug niður,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður. Jón og félagar hans eru að fara að opna skemmtistaðinn Röntgen að Hverfisgötu 12. Það verður á fimmtudaginn komandi. Nema, nú óttast hann að illa fari því staðnum fylgir draugur. Þetta staðhæfa allir þeir sem hann hefur talað við og hafa starfað í húsinu.Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug „Jón Óskar myndlistarmaður, vinur minn, sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju með staðinn. En lét það fylgja sögunni að þetta legðist ekki vel í sig því þarna væri draugur,“ segir Jón Mýrdal en honum er brugðið. Hann segist hafa farið til að heimsækja nafna sinn Óskar og Huldu Hákon eiginkonu hans sem sagði honum svo meira af þessum ósköpum. En, þau hjón ráku árum saman morgunverðarstaðinn Gráa köttinn sem er við Hverfisgötu 16 og bjuggu þar í húsinu.Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar eru nánast búin að hræða líftóruna úr Jóni Mýrdal með sögum um draugagang í húsinu hvar til stendur að opna nýjan skemmtistað.fbl/ernir„Hulda sagði mér að Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hafi rekið fyrir löngu samlokustað í húsinu þar sem til stendur að opna Röntgen. Í húsinu var jafnframt einhver kommúna og par sem var ómögulegt og þurfti að losna við. Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug til að losna við þetta par sem ég veit ekkert meira um,“ segir Jón. Og eftir að þetta kom upp hefur allt gengið á afturfótunum í þessu húsi.Enginn til svara hjá Ásatrúarmönnum Jón Mýrdal segist hafa gengið í það að hafa samband við Ásatrúarfélagið en þar hefur enginn svarað sér nema það komu einhver skilaboð þess efnis að Hilmar Örn væri lasinn. „Ég ræddi þetta við menn í morgunkaffinu uppi á Skólavörðustíg og Egill Ólafsson söngvari stakk uppá því að ég fengi bara Agnesi biskup til að koma til særinga. Ef ég næ ekki í Hilmar Örn þá kannski reyni ég það,“ segir Jón sem segist logandi hræddur við þetta. Ekki gangi að draugurinn spilli fyrir rekstrinum. Sjálfur hefur hann ekki orðið var við drauginn við undirbúning en segir að það megi ef til vill skrifa á það að heyrnin er farin að gefa sig en draugurinn lætur helst af sér vita með að það marrar í þar sem hann fer um.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00