Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 11:30 Málfundurinn fer fram í stofu 101 á Háskólatorgi. Vísir/Hanna Það skortir töluvert á rannsóknir á áhrifum sameininga sveitarfélaga segir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vert sé að horfa til reynslu annarra landa í aðdraganda þeirra sameininga sem eru í farvatninu hér á landi. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem meðal annars kveður á um fækkun sveitarfélaga og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags miðist við þúsund íbúa árið 2026. Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu.Beint streymi af fundinum er aðgengilegt hér. Á málfundinum fjallar Róbert Ragnarson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf um hugmyndafræðina á bak við heimastjórnir í sameinuðum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ræðir kosti og galla valddreifingar innan einstakra sveitarfélaga. „Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt í fyrri sameiningum hér á Íslandi og víðar svo sem er að þegar búið er að sameina að þá í rauninni flytjist öll stjórnsýsla og allt svona bæði raunverulegt og jafnvel táknrænt vald líka yfir í einhverja miðju eða kjarna og sé síðan þar. Þá í rauninni þeir sem eru þá fjær kjarnanum þeir upplifa sig í rauninni áhrifalausa,“ segir Eva Marín. Skoða þurfi hvernig tryggja megi ákveðið sjálfræði svæðisbundinna eininga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það skortir töluvert á rannsóknir á þessu og þess vegna er mjög spennandi að við séum að fara inn í þetta vegna þess að við getum þá svolítið fylgt eftir hvernig þróunin verður og mögulega þá kannski líka lært af reynslu þeirra sem hafa áður gert þetta vegna þess að þetta gengur ekki alltaf fullkomlega. Og það er kannski svolítið mikilvægt að við horfum líka á reynslu annarra þjóða og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af þeim,“ Eva Marín. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Það skortir töluvert á rannsóknir á áhrifum sameininga sveitarfélaga segir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vert sé að horfa til reynslu annarra landa í aðdraganda þeirra sameininga sem eru í farvatninu hér á landi. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem meðal annars kveður á um fækkun sveitarfélaga og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags miðist við þúsund íbúa árið 2026. Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu.Beint streymi af fundinum er aðgengilegt hér. Á málfundinum fjallar Róbert Ragnarson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf um hugmyndafræðina á bak við heimastjórnir í sameinuðum sveitarfélögum og Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, ræðir kosti og galla valddreifingar innan einstakra sveitarfélaga. „Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt í fyrri sameiningum hér á Íslandi og víðar svo sem er að þegar búið er að sameina að þá í rauninni flytjist öll stjórnsýsla og allt svona bæði raunverulegt og jafnvel táknrænt vald líka yfir í einhverja miðju eða kjarna og sé síðan þar. Þá í rauninni þeir sem eru þá fjær kjarnanum þeir upplifa sig í rauninni áhrifalausa,“ segir Eva Marín. Skoða þurfi hvernig tryggja megi ákveðið sjálfræði svæðisbundinna eininga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það skortir töluvert á rannsóknir á þessu og þess vegna er mjög spennandi að við séum að fara inn í þetta vegna þess að við getum þá svolítið fylgt eftir hvernig þróunin verður og mögulega þá kannski líka lært af reynslu þeirra sem hafa áður gert þetta vegna þess að þetta gengur ekki alltaf fullkomlega. Og það er kannski svolítið mikilvægt að við horfum líka á reynslu annarra þjóða og veltum fyrir okkur hvað við getum lært af þeim,“ Eva Marín.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira