Sagður hafa lýst áætlunum um að drepa saksóknara og hengja lögreglustjóra Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2019 10:14 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti sig vanhæfa í máli mannsins. Vísir/GVA Saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir karlmann um þrítugt hafa hringt í sig dag sem nótt og sömuleiðis eiginmann sinn. Engu máli skipti þótt saksóknarinn væri hættur rannsókn máls mannsins sem er brotaþoli í málinu sem er til rannsóknar.Vísir greindi frá því í morgun að vanhæfi hefði komið í veg fyrir að Landsréttur staðfesti nálgunarbann sem saksóknarinn fór fram vegna áreitis mannsins og ótta við hann. Var kröfunni vísað aftur í héraðsdóm til meðferðar. Í greinagerð lögreglu sem fylgdi nálgunarbannskröfunni kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi haft afskipti af karlmanninum helgina 5. til 7. október því hann hafði þá margítrekað hringt í lögreglu og haft í hótunum við tvo nafngreinda fyrrum verjendur hans. Sagðist hann jafnframt ætla „að drepa saksóknarann í málinu hans“. Þá hefði karlmaðurinn lýst yfir áhuga á að hengja lögreglustjóra.92 símtöl á hálfu ári Sömu helgi reyndi karlmaðurinn að hringja 25 sinnum í saksóknarann. Sagði hún háttsemina valda henni miklum óþægindum auk þess sem hún óttaðist karlmanninn. Munu símtölin frá apríl til október 2019 hafa verið 92 úr símanúmerum sem lögregla telur að séu mannsins. Karlmaðurinn kaus ýmist að tjá sig ekki eða bar fyrir sig minnisleysi við skýrslutöku hjá lögreglu 23. október. Hann sagði þó að saksóknarinn væri að leggja sig í einelti en hún væri að „hringja í lögmannsstofur úti í bæ og skipta sér af málum tengdum mér.“Lögreglan á Vestfjörðum tók við máli þrítuga mannsins sem sakar sálfræðing um að hafa brotið á sér þegar hann var við fermingaraldur.Vísir/VilhelmÍ kjölfar skýrslutökunnar var honum kynnt ákvörðun lögreglustjóra um nálgunarbann sem hann sagðist samþykkja. Í greinagerð lögreglu segir saksóknari að maðurinn hafi ekki haft samband við hana síðan. Að kvöldi 23. október sendi karlmaðurinn lögreglustjóra bréf og sagðist hafa kært nálgunarbannið og óskaði eftir því að honum yrði skipaður nýr verjandi. Daginn eftir hefði hann fylgt bréfinu eftir með öðru bréfi þar sem stóð: „Bíðum aðeins með þessa kæru.“ Í framhaldinu barst bréf frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni mannsins, þar sem óskað var að nálgunarbannið yrði borið undir dómara.Þriggja mánaða nálgunarbann Í úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða, sem tók við málinu sökum vanhæfis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kemur fram að gögn málsins beri með sér að karlmaðurinn hafi í heimildarleysi, með margítrekuðum og óvelkomnum símhringingum, raskað friði saksóknara í skilningi laga um nálgunarbann. Án nálgunarbanns sé hann líklegur til að halda áfram háttsemi sinni. Skilyrði þóttu uppfyllt og úrskurðaði Héraðsdómur Vestfjarða nálgunarbann til þriggja mánaða en krafan hafði þó verið um lengra nálgunarbann.Landsréttur sendi nálgunarbannskröfuna aftur heim í hérað.Sú niðurstaða var kærð til Landsréttar sem ólíkt Héraðsdómi Vestfjarða tók til greina athugasemdir verjanda mannsins þess efnis að saksóknari í málinu væri vanhæfur til að bera fram kröfuna um nálgunarbann. Hann væri samstarfsmaður hins saksóknarans en báðir starfa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst var að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu væri vanhæf í málinu og því tilefni til að efast um hæfi saksóknara. Var málinu því vísað aftur til meðferðar í héraðsdómi.Upptekið tveggja áratuga kynferðisbrotamál Auk saksóknarans sem krafðist nálgunarbanns kemur fram í greinagerð lögreglu að fyrrum verjandi þrítuga mannsins hefði tilkynnt lögreglu að hafa ítrekað fengið hringingar frá manninum úr leyninúmerum og hann haft í hótunum. Þá hefði hann sagt lögregluna hafa eyðilagt líf sitt. Karlmaðurinn þrítugi ber fyrir sig að hafa verið í maníu þegar hann hringdi. Hann fékk nýlega upptekið tæplega tveggja áratuga gamalt kynferðisbrotamál sem legið hefur þungt á honum.Hann sagði sögu sína undir nafnleynd við Vísi vorið 2018. Hann sakar sálfræðing á sextugsaldri um að hafa nauðgað sér þegar hann var í áttunda bekk. Kærandinn er einhverfur og var lagður í einelti í grunnskóla og var látinn hitta skólasálfræðing vegna hegðunarvanda. Þar hafi sálfræðingurinn nauðgað honum og svo gefið honum kók og prins póló í lok tíma. Það var svo mörgum árum síðar, eða árið 2014, sem karlmaðurinn ákvað að kæra brotið til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Engin vitni hefðu orðið að meintu broti og engin önnur gögn styddu meint kynferðisbrot. Einnig að sálfræðingurinn neitaði eindregið sök og væri málið því talið ólíklegt til sakfellis þar sem ónógum sönnunargögnum væri til að dreifa.Sálfræðingurinn dæmdur fyrir nauðgun Í aðdraganda þess að maðurinn lagði fram kæruna liggur fyrir að hann hringdi fjölmörg símtöl á heimili sálfræðingsins. Sálfræðingurinn tilkynnti símtölin til lögreglu en hann hefur alltaf neitað sök. Segja má að svipmyndin hafi breyst í sumar þegar sálfræðingurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Í framhaldinu féllst ríkissaksóknari á að taka á ný upp kæru mannsins og munu einhverjar nýjar upplýsingar eða framburður hafa orðið til þess. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði sig frá rannsókninni vegna vanhæfis og fór það á borð lögreglunnar á Vestfjörðum. Mun það nú vera komið á borð héraðssaksóknara þar sem ákvörðun verður tekin um hvort ákært verður í því. Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45 Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir karlmann um þrítugt hafa hringt í sig dag sem nótt og sömuleiðis eiginmann sinn. Engu máli skipti þótt saksóknarinn væri hættur rannsókn máls mannsins sem er brotaþoli í málinu sem er til rannsóknar.Vísir greindi frá því í morgun að vanhæfi hefði komið í veg fyrir að Landsréttur staðfesti nálgunarbann sem saksóknarinn fór fram vegna áreitis mannsins og ótta við hann. Var kröfunni vísað aftur í héraðsdóm til meðferðar. Í greinagerð lögreglu sem fylgdi nálgunarbannskröfunni kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi haft afskipti af karlmanninum helgina 5. til 7. október því hann hafði þá margítrekað hringt í lögreglu og haft í hótunum við tvo nafngreinda fyrrum verjendur hans. Sagðist hann jafnframt ætla „að drepa saksóknarann í málinu hans“. Þá hefði karlmaðurinn lýst yfir áhuga á að hengja lögreglustjóra.92 símtöl á hálfu ári Sömu helgi reyndi karlmaðurinn að hringja 25 sinnum í saksóknarann. Sagði hún háttsemina valda henni miklum óþægindum auk þess sem hún óttaðist karlmanninn. Munu símtölin frá apríl til október 2019 hafa verið 92 úr símanúmerum sem lögregla telur að séu mannsins. Karlmaðurinn kaus ýmist að tjá sig ekki eða bar fyrir sig minnisleysi við skýrslutöku hjá lögreglu 23. október. Hann sagði þó að saksóknarinn væri að leggja sig í einelti en hún væri að „hringja í lögmannsstofur úti í bæ og skipta sér af málum tengdum mér.“Lögreglan á Vestfjörðum tók við máli þrítuga mannsins sem sakar sálfræðing um að hafa brotið á sér þegar hann var við fermingaraldur.Vísir/VilhelmÍ kjölfar skýrslutökunnar var honum kynnt ákvörðun lögreglustjóra um nálgunarbann sem hann sagðist samþykkja. Í greinagerð lögreglu segir saksóknari að maðurinn hafi ekki haft samband við hana síðan. Að kvöldi 23. október sendi karlmaðurinn lögreglustjóra bréf og sagðist hafa kært nálgunarbannið og óskaði eftir því að honum yrði skipaður nýr verjandi. Daginn eftir hefði hann fylgt bréfinu eftir með öðru bréfi þar sem stóð: „Bíðum aðeins með þessa kæru.“ Í framhaldinu barst bréf frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni mannsins, þar sem óskað var að nálgunarbannið yrði borið undir dómara.Þriggja mánaða nálgunarbann Í úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða, sem tók við málinu sökum vanhæfis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kemur fram að gögn málsins beri með sér að karlmaðurinn hafi í heimildarleysi, með margítrekuðum og óvelkomnum símhringingum, raskað friði saksóknara í skilningi laga um nálgunarbann. Án nálgunarbanns sé hann líklegur til að halda áfram háttsemi sinni. Skilyrði þóttu uppfyllt og úrskurðaði Héraðsdómur Vestfjarða nálgunarbann til þriggja mánaða en krafan hafði þó verið um lengra nálgunarbann.Landsréttur sendi nálgunarbannskröfuna aftur heim í hérað.Sú niðurstaða var kærð til Landsréttar sem ólíkt Héraðsdómi Vestfjarða tók til greina athugasemdir verjanda mannsins þess efnis að saksóknari í málinu væri vanhæfur til að bera fram kröfuna um nálgunarbann. Hann væri samstarfsmaður hins saksóknarans en báðir starfa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst var að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu væri vanhæf í málinu og því tilefni til að efast um hæfi saksóknara. Var málinu því vísað aftur til meðferðar í héraðsdómi.Upptekið tveggja áratuga kynferðisbrotamál Auk saksóknarans sem krafðist nálgunarbanns kemur fram í greinagerð lögreglu að fyrrum verjandi þrítuga mannsins hefði tilkynnt lögreglu að hafa ítrekað fengið hringingar frá manninum úr leyninúmerum og hann haft í hótunum. Þá hefði hann sagt lögregluna hafa eyðilagt líf sitt. Karlmaðurinn þrítugi ber fyrir sig að hafa verið í maníu þegar hann hringdi. Hann fékk nýlega upptekið tæplega tveggja áratuga gamalt kynferðisbrotamál sem legið hefur þungt á honum.Hann sagði sögu sína undir nafnleynd við Vísi vorið 2018. Hann sakar sálfræðing á sextugsaldri um að hafa nauðgað sér þegar hann var í áttunda bekk. Kærandinn er einhverfur og var lagður í einelti í grunnskóla og var látinn hitta skólasálfræðing vegna hegðunarvanda. Þar hafi sálfræðingurinn nauðgað honum og svo gefið honum kók og prins póló í lok tíma. Það var svo mörgum árum síðar, eða árið 2014, sem karlmaðurinn ákvað að kæra brotið til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Engin vitni hefðu orðið að meintu broti og engin önnur gögn styddu meint kynferðisbrot. Einnig að sálfræðingurinn neitaði eindregið sök og væri málið því talið ólíklegt til sakfellis þar sem ónógum sönnunargögnum væri til að dreifa.Sálfræðingurinn dæmdur fyrir nauðgun Í aðdraganda þess að maðurinn lagði fram kæruna liggur fyrir að hann hringdi fjölmörg símtöl á heimili sálfræðingsins. Sálfræðingurinn tilkynnti símtölin til lögreglu en hann hefur alltaf neitað sök. Segja má að svipmyndin hafi breyst í sumar þegar sálfræðingurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Í framhaldinu féllst ríkissaksóknari á að taka á ný upp kæru mannsins og munu einhverjar nýjar upplýsingar eða framburður hafa orðið til þess. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði sig frá rannsókninni vegna vanhæfis og fór það á borð lögreglunnar á Vestfjörðum. Mun það nú vera komið á borð héraðssaksóknara þar sem ákvörðun verður tekin um hvort ákært verður í því.
Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45 Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45
Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00
Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15