Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. desember 2019 13:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 1. desember sýnir hún hvernig á að gera sniðuga merkimiða. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÉg er ein af þeim sem fæ ekki nóg af jólaföndri. Ég meina, bjöllur, glimmer, allar gjafirnar sem maður getur búið til, jólakortin sem þú getur föndrað, hvað er ekki að elska? Þannig að núna í desember munið þið sjá föndur frá mér á hverjum degi til jóla. Já, þið lásuð rétt, 24 verkefni. Eigum við ekki bara að byrja? Föndur þarf ekki endilega að taka langan tíma eða vera flókið, og þetta er akkúrat dæmi um föndur sem er mjög einfalt, tekur engan tíma en er samt flott. Það sem þú þarft er trélím og Scrabble stafir, ég pantaði mína að utan. Svo þarftu að semja við lækninn þinn um nokkrar A-spýtur, þú veist þessar sem læknirinn leggur á tunguna á þér og þú kúgast, eða fara í Tiger og kaupa þær þar eða panta að utan eins og ég gerði.Þetta þarftu að eiga!Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirByrjaðu á því að bora gat í spýtuna nokkuð ofarlega fyrir miðju. Ef þú vilt þá getur þú málað spýtuna, ég gerði það, ég vildi að stafirnir sæjust meira. Svo er bara að líma stafina á spýturnar og þræða borða í gegnum gatið á spýtunni og þú ert kominn með ótrúlega flota merkimiða á pakkann og/eða skraut á jólatréð.Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól Ris a l'amande með stífþeyttum eggjahvítum Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Amma og Ajaxið komu með jólin Jól
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 1. desember sýnir hún hvernig á að gera sniðuga merkimiða. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÉg er ein af þeim sem fæ ekki nóg af jólaföndri. Ég meina, bjöllur, glimmer, allar gjafirnar sem maður getur búið til, jólakortin sem þú getur föndrað, hvað er ekki að elska? Þannig að núna í desember munið þið sjá föndur frá mér á hverjum degi til jóla. Já, þið lásuð rétt, 24 verkefni. Eigum við ekki bara að byrja? Föndur þarf ekki endilega að taka langan tíma eða vera flókið, og þetta er akkúrat dæmi um föndur sem er mjög einfalt, tekur engan tíma en er samt flott. Það sem þú þarft er trélím og Scrabble stafir, ég pantaði mína að utan. Svo þarftu að semja við lækninn þinn um nokkrar A-spýtur, þú veist þessar sem læknirinn leggur á tunguna á þér og þú kúgast, eða fara í Tiger og kaupa þær þar eða panta að utan eins og ég gerði.Þetta þarftu að eiga!Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirByrjaðu á því að bora gat í spýtuna nokkuð ofarlega fyrir miðju. Ef þú vilt þá getur þú málað spýtuna, ég gerði það, ég vildi að stafirnir sæjust meira. Svo er bara að líma stafina á spýturnar og þræða borða í gegnum gatið á spýtunni og þú ert kominn með ótrúlega flota merkimiða á pakkann og/eða skraut á jólatréð.Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Jól Litla föndurhornið Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Mömmu Hamborgarhryggur Jól Ris a l'amande með stífþeyttum eggjahvítum Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Amma og Ajaxið komu með jólin Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól