Guðmundur Helgi Pálsson hefur verið látinn fara frá Fram.
Þetta staðfesti Bjarki K. Eysteinsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, í samtali við Vísi í kvöld.
Bjarki þakkaði Guðmundi Helga kærlega fyrir góð störf, en hann hefur þjálfað karlalið Fram í handbolta síðan árið 2016.
Brotthvarf Guðmundar kemur í kjölfar tíu marka taps Fram fyrir FH í Olísdeildinni í gær.
Framarar búast við því að tilkynna um ráðningu nýs þjálfara á morgun.
Fram situr í 9. sæti Olísdeildarinnar með sjö stig eftir 11 leiki.
Guðmundur Helgi rekinn frá Fram
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn