Vanhæfi hjá lögreglu tefur fyrir nálgunarbanni Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. nóvember 2019 07:00 Saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sótti mál þar sem krafist var nálgunarbanns vegna þess að kollega hans hjá lögreglunni telur sér ógnað. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur ómerkt nálgunarbann yfir þrítugum karlmanni þar sem draga mátti í efa óhlutdrægni saksóknara í málinu. Karlmaðurinn þrítugi fékk nýlega upptekið tæplega tveggja áratuga gamalt kynferðisbrotamál sem legið hefur þungt á honum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til kollega sinna á Vestfjörðum vegna vanhæfis til að fjalla um málið. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist óttast manninn og nálgunarbannskrafan var vegna ótta aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem hafði málið til rannsóknar.Ásökun um nauðgun til rannsóknar Þrítugi karlmaðurinn sagði sögu sína undir nafnleynd við Vísi vorið 2018. Hann sakar sálfræðing á sextugsaldri um að hafa nauðgað sér þegar hann var í áttunda bekk. Kærandinn er einhverfur og var lagður í einelti í grunnskóla og var látinn hitta skólasálfræðing vegna hegðunarvanda. Þar hafi sálfræðingurinn nauðgað honum og svo gefið honum kók og prins póló í lok tíma. Það var svo mörgum árum síðar, eða árið 2014, sem karlmaðurinn ákvað að kæra brotið til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Engin vitni hefðu orðið að meintu broti og engin önnur gögn styddu meint kynferðisbrot. Einnig að sálfræðingurinn neitaði eindregið sök og væri málið því talið ólíklegt til sakfellis þar sem ónógum sönnunargögnum væri til að dreifa. Í aðdraganda þess að maðurinn lagði fram kæruna liggur fyrir að hann hringdi fjölmörg símtöl á heimili sálfræðingsins. Sálfræðingurinn tilkynnti símtölin til lögreglu en hann hefur alltaf neitað sök.Dæmdur fyrir nauðgun Segja má að svipmyndin hafi breyst í sumar þegar sálfræðingurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Í framhaldinu féllst ríkissaksóknari á að taka á ný upp kæru mannsins og munu einhverjar nýjar upplýsingar eða framburður hafa orðið til þess. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði sig frá rannsókninni vegna vanhæfis en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í bréfi til ríkissaksóknara ástæðuna vera ótta í garð þrítuga mannsins. Saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kom að rannsókn málsins áður en það var sent til lögreglunnar á Vestfjörðum, segist sömuleiðis hafa orðið fyrir það miklu ónæði af manninum að nauðsynlegt væri að fá nálgunarbann.Of mikil tengsl saksóknara við brotaþola Fór svo að lögreglan á Vestfjörðum sótti málið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða og gerði kröfu um nálgunarbann. Á það var fallist jafnvel þótt kollegi saksóknarans á höfuðborgarsvæðinu hefði sótt málið fyrir hönd lögreglustjórans á Vestfjörðum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður kærði niðurstöðuna til Landsréttar og gerði athugasemd við málsmeðferðina. Vegna tengsla saksóknara við brotaþola í málinu, hinn saksóknarann hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, væri saksóknarinn vanhæfur til að sækja málið. Landsréttur féllst á það og sagði að með réttu mætti draga í efa óhlutdrægni saksóknarans þar sem hann færði rök fyrir kröfu um nálgunarbann í ljósi þess að hann líkt og brotaþoli starfaði sem aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var málinu því vísað aftur til Héraðsdóms Vestfjarða. Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45 Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Landsréttur hefur ómerkt nálgunarbann yfir þrítugum karlmanni þar sem draga mátti í efa óhlutdrægni saksóknara í málinu. Karlmaðurinn þrítugi fékk nýlega upptekið tæplega tveggja áratuga gamalt kynferðisbrotamál sem legið hefur þungt á honum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til kollega sinna á Vestfjörðum vegna vanhæfis til að fjalla um málið. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist óttast manninn og nálgunarbannskrafan var vegna ótta aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem hafði málið til rannsóknar.Ásökun um nauðgun til rannsóknar Þrítugi karlmaðurinn sagði sögu sína undir nafnleynd við Vísi vorið 2018. Hann sakar sálfræðing á sextugsaldri um að hafa nauðgað sér þegar hann var í áttunda bekk. Kærandinn er einhverfur og var lagður í einelti í grunnskóla og var látinn hitta skólasálfræðing vegna hegðunarvanda. Þar hafi sálfræðingurinn nauðgað honum og svo gefið honum kók og prins póló í lok tíma. Það var svo mörgum árum síðar, eða árið 2014, sem karlmaðurinn ákvað að kæra brotið til lögreglu. Lögregla rannsakaði málið en það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Engin vitni hefðu orðið að meintu broti og engin önnur gögn styddu meint kynferðisbrot. Einnig að sálfræðingurinn neitaði eindregið sök og væri málið því talið ólíklegt til sakfellis þar sem ónógum sönnunargögnum væri til að dreifa. Í aðdraganda þess að maðurinn lagði fram kæruna liggur fyrir að hann hringdi fjölmörg símtöl á heimili sálfræðingsins. Sálfræðingurinn tilkynnti símtölin til lögreglu en hann hefur alltaf neitað sök.Dæmdur fyrir nauðgun Segja má að svipmyndin hafi breyst í sumar þegar sálfræðingurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Í framhaldinu féllst ríkissaksóknari á að taka á ný upp kæru mannsins og munu einhverjar nýjar upplýsingar eða framburður hafa orðið til þess. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði sig frá rannsókninni vegna vanhæfis en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í bréfi til ríkissaksóknara ástæðuna vera ótta í garð þrítuga mannsins. Saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem kom að rannsókn málsins áður en það var sent til lögreglunnar á Vestfjörðum, segist sömuleiðis hafa orðið fyrir það miklu ónæði af manninum að nauðsynlegt væri að fá nálgunarbann.Of mikil tengsl saksóknara við brotaþola Fór svo að lögreglan á Vestfjörðum sótti málið fyrir Héraðsdómi Vestfjarða og gerði kröfu um nálgunarbann. Á það var fallist jafnvel þótt kollegi saksóknarans á höfuðborgarsvæðinu hefði sótt málið fyrir hönd lögreglustjórans á Vestfjörðum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður kærði niðurstöðuna til Landsréttar og gerði athugasemd við málsmeðferðina. Vegna tengsla saksóknara við brotaþola í málinu, hinn saksóknarann hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, væri saksóknarinn vanhæfur til að sækja málið. Landsréttur féllst á það og sagði að með réttu mætti draga í efa óhlutdrægni saksóknarans þar sem hann færði rök fyrir kröfu um nálgunarbann í ljósi þess að hann líkt og brotaþoli starfaði sem aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var málinu því vísað aftur til Héraðsdóms Vestfjarða.
Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45 Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Upplýsti ekki um kæru fyrir nauðgun við ráðningu á velferðarsvið Kærandinn segir sálfræðinginn hafa hrósað sér og gefið sér kók og prins póló eftir að hann nauðgaði honum. 16. mars 2018 11:45
Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00
Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. 27. júní 2019 12:15