Hegðun Þorbergs í vélinni hafi réttlætt nauðlendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 10:16 Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri Hringbrautar, tjáði sig um mál Þorbergs Aðalsteinssonar í Bítinu í morgun. Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar segist hafa fundið sig knúinn til að segja frá upplifun sinni af flugi Wizz Air, sem nauðlent var í Noregi vegna hegðunar Þorbergs Aðalsteinssonar, eftir ummæli Þorbergs um miðilinn í kjölfar umfjöllunar hans um málið. Kristjón ræddi atburðarásina frá sínu sjónarhorni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði til að mynda að Þorbergur hefði reynt að greiða fyrir mat með íslenskum peningum. Þá kvað Kristjón ákvörðun áhafnarinnar um að nauðlenda vélinni í Noregi réttlætanlega miðað við hegðun Þorbergs um borð. Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi um miðjan ágúst. Í fyrstu fréttum af málinu í norskum fjölmiðlum var því haldið fram að flugmenn vélarinnar hafi tilkynnt um tilraun til flugráns og að hinn meinti flugræningi væri Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn var handtekinn við komuna til Stafangurs og færður á lögreglustöð. Að endingu var hann ekki ákærður og var laus ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Umræddur Íslendingur reyndist vera Þorbergur, sem segir að málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum. Hann rakti sína hlið á uppákomunni í ítarlegu viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku.„Pirringur hlaupið í flugfreyjuna“ Þorbergur lýsti atburðarásinni þannig í Bítinu að hann hafi tekið svefnlyf til þess að geta hvílst í vélinni. Þegar þangað var komið hafi hann pantað sér mat en segist hafa lent í vandræðum með að borga því hann hafi aðeins verið með evrur, en flugfreyjan hafi einungis geta tekið við greiðslukorti. Þorbergur segir að „pirringur hafi hlaupið“ í flugfreyjuna sem að endingu hafi tekið matinn af sér. Þorbergur sagðist síðar hafa fundið greiðslukort til að borga fyrir matinn, staðið upp og gengið í átt að flugfreyjunni. Hann hafi setið fremst í vélinni og því um stuttan spöl að ræða. Þar útilokaði hann ekki að flugfreyjunni hefði orðið bylt við. Síðan hafi hann farið á salernið, svo aftur í sæti sitt og sofnað. Hann hafi svo rankað við sér um 45 mínútum síðar þegar flugþjónn potaði í hann og bað hann um að framvísa vegabréfi, sem Þorbergur sagðist fyrst ekki vilja afhenda. Það hafi svo komið flatt upp á hann þegar tilkynnt var að flugvélinni yrði lent í Stafangri í Noregi. Þorbergur þvertók fyrir að komið hafi til handalögmála eða stympinga, auk þess sem hann sagði alrangt að hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann.Viðtalið við Þorberg frá því í síðustu viku má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hafi reynt að borga með íslenskum peningum Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar var farþegi í umræddri flugvél og lýsti upplifun sinni af atburðarásinni í Bítinu í morgun. Kristjón kvaðst hafa setið um tveimur til þremur sætaröðum fyrir aftan Þorberg í vélinni. Hann hafi séð hvað þar fór fram og þá hafi hann einnig gefið sig á tal við Þorberg, sem hafi ekki verið „í góðu standi“. „Hann vaknar, það er rétt hjá honum, og hann vaknar svangur og það kemur þarna flugfreyja sem býður honum mat og hann ætlaði að panta sér þarna súpu meðal annars, og eitthvað meira með, og síðan þegar kemur að því að borga þá mundi hann ekki PIN-númerið sitt. Þetta er farið að taka allt tíu, fimmtán mínútur,“ sagði Kristjón. Kristjón tók fram að honum fyndist leiðinlegt að þurfa að lýsa ástandi Þorbergs um borð í vélinni. Hann hafi þó ekki séð annað í stöðunni miðað við það sem Þorbergur hafi sagt um Hringbraut í tengslum við málið. Þorbergur hefur gagnrýnt umfjöllun fjölmiðla um málið, einkum skrif Hringbrautar sem var fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Þorbergur lýsti umfjöllun miðilsins sem „algjörum skáldskap og níð á mér“. Kristjón sagði í Bítinu að hegðun Þorbergs hefði strax byrjað að vekja athygli. „Af því að ástand hans var það slæmt. Hann virkaði eins og drukkinn maður. Þarna tók tíu, fimmtán mínútur að afgreiða hann. Næsti maður sem sat við hliðina á honum fremst í vélinni, hann var flúinn og farinn að hrópa á hann,“ sagði Kristjón. „Og hann skildi ekki hvað flugfreyjan var að segja. Næst, þá tók hann upp, hann sagðist hafa verið með evrur á sér og þeir taka náttúrulega evrur, en hann var að reyna að borga með íslenskum peningum.“Háalvarlegt mál Kristjón sagðist jafnframt hafa farið sjálfur fremst í vélina og átt þar orðaskipti við Þorberg. Hann kvað jafnframt að líklegt væri að svefnlyf, sem Þorbergur sagðist hafa tekið fyrir flugið, hefði haft áhrif á hegðun hans. „Síðan fer ég á klósettið og nokkrum sekúndum seinna heyri ég nokkur- þar sem er barið fast, þá er hann að sparka í dyrnar á flugstjórnarklefanum,“ sagði Kristjón, sem sagði Þorberg þá hafa verið að leita að viðkomandi flugfreyju.Hér má sjá flugleið vélarinnar að morgni 15. ágúst.FLIGHTRADAR24.COMÞá sagði Kristjón að hegðun Þorbergs fram að því að hann sofnaði hefði réttlætt viðbrögð áhafnarinnar, sem ákvað að lenda flugvélinni í Noregi. „Það er enginn að fara að lenda flugvél í Noregi út af því að einhver flugfreyja sé með frekju. Þetta er háalvarlegt mál, þarna eru flugmenn sem bera ábyrgð á tvö, þrjú hundruð manns,“ sagði Kristjón. „En flugmenn geta ekki tekið séns með það að einhver maður sé búinn að hegða sér með dólgslegum hætti. Hvað gerir þessi maður næst? Hann var búinn að labba að dyrunum, að hinum og þessum, og það var alltaf verið að reka hann í sætið.“ Eins og áður segir var Hringbraut fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Kristjón var inntur eftir því hvort komið hefði til greina að nafngreina hann ekki í umfjölluninni. „Á þessum tímapunkti? Það kom alveg til greina. Meira að segja þegar ég kom heim, þetta leit ekki það risastórt út fyrir mér þegar ég kom.“Viðtalið við Kristjón má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Bítið Fjölmiðlar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorbergur leitar réttar síns: „Það hleypur einhver pirringur í flugfreyjuna“ Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki skilja hvers vegna hann hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. 19. nóvember 2019 09:45 Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar segist hafa fundið sig knúinn til að segja frá upplifun sinni af flugi Wizz Air, sem nauðlent var í Noregi vegna hegðunar Þorbergs Aðalsteinssonar, eftir ummæli Þorbergs um miðilinn í kjölfar umfjöllunar hans um málið. Kristjón ræddi atburðarásina frá sínu sjónarhorni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði til að mynda að Þorbergur hefði reynt að greiða fyrir mat með íslenskum peningum. Þá kvað Kristjón ákvörðun áhafnarinnar um að nauðlenda vélinni í Noregi réttlætanlega miðað við hegðun Þorbergs um borð. Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola-flugvelli í Noregi um miðjan ágúst. Í fyrstu fréttum af málinu í norskum fjölmiðlum var því haldið fram að flugmenn vélarinnar hafi tilkynnt um tilraun til flugráns og að hinn meinti flugræningi væri Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn var handtekinn við komuna til Stafangurs og færður á lögreglustöð. Að endingu var hann ekki ákærður og var laus ferða sinna að lokinni skýrslutöku. Umræddur Íslendingur reyndist vera Þorbergur, sem segir að málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum. Hann rakti sína hlið á uppákomunni í ítarlegu viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku.„Pirringur hlaupið í flugfreyjuna“ Þorbergur lýsti atburðarásinni þannig í Bítinu að hann hafi tekið svefnlyf til þess að geta hvílst í vélinni. Þegar þangað var komið hafi hann pantað sér mat en segist hafa lent í vandræðum með að borga því hann hafi aðeins verið með evrur, en flugfreyjan hafi einungis geta tekið við greiðslukorti. Þorbergur segir að „pirringur hafi hlaupið“ í flugfreyjuna sem að endingu hafi tekið matinn af sér. Þorbergur sagðist síðar hafa fundið greiðslukort til að borga fyrir matinn, staðið upp og gengið í átt að flugfreyjunni. Hann hafi setið fremst í vélinni og því um stuttan spöl að ræða. Þar útilokaði hann ekki að flugfreyjunni hefði orðið bylt við. Síðan hafi hann farið á salernið, svo aftur í sæti sitt og sofnað. Hann hafi svo rankað við sér um 45 mínútum síðar þegar flugþjónn potaði í hann og bað hann um að framvísa vegabréfi, sem Þorbergur sagðist fyrst ekki vilja afhenda. Það hafi svo komið flatt upp á hann þegar tilkynnt var að flugvélinni yrði lent í Stafangri í Noregi. Þorbergur þvertók fyrir að komið hafi til handalögmála eða stympinga, auk þess sem hann sagði alrangt að hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefann.Viðtalið við Þorberg frá því í síðustu viku má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hafi reynt að borga með íslenskum peningum Kristjón Kormákur Guðjónsson ritstjóri Hringbrautar var farþegi í umræddri flugvél og lýsti upplifun sinni af atburðarásinni í Bítinu í morgun. Kristjón kvaðst hafa setið um tveimur til þremur sætaröðum fyrir aftan Þorberg í vélinni. Hann hafi séð hvað þar fór fram og þá hafi hann einnig gefið sig á tal við Þorberg, sem hafi ekki verið „í góðu standi“. „Hann vaknar, það er rétt hjá honum, og hann vaknar svangur og það kemur þarna flugfreyja sem býður honum mat og hann ætlaði að panta sér þarna súpu meðal annars, og eitthvað meira með, og síðan þegar kemur að því að borga þá mundi hann ekki PIN-númerið sitt. Þetta er farið að taka allt tíu, fimmtán mínútur,“ sagði Kristjón. Kristjón tók fram að honum fyndist leiðinlegt að þurfa að lýsa ástandi Þorbergs um borð í vélinni. Hann hafi þó ekki séð annað í stöðunni miðað við það sem Þorbergur hafi sagt um Hringbraut í tengslum við málið. Þorbergur hefur gagnrýnt umfjöllun fjölmiðla um málið, einkum skrif Hringbrautar sem var fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Þorbergur lýsti umfjöllun miðilsins sem „algjörum skáldskap og níð á mér“. Kristjón sagði í Bítinu að hegðun Þorbergs hefði strax byrjað að vekja athygli. „Af því að ástand hans var það slæmt. Hann virkaði eins og drukkinn maður. Þarna tók tíu, fimmtán mínútur að afgreiða hann. Næsti maður sem sat við hliðina á honum fremst í vélinni, hann var flúinn og farinn að hrópa á hann,“ sagði Kristjón. „Og hann skildi ekki hvað flugfreyjan var að segja. Næst, þá tók hann upp, hann sagðist hafa verið með evrur á sér og þeir taka náttúrulega evrur, en hann var að reyna að borga með íslenskum peningum.“Háalvarlegt mál Kristjón sagðist jafnframt hafa farið sjálfur fremst í vélina og átt þar orðaskipti við Þorberg. Hann kvað jafnframt að líklegt væri að svefnlyf, sem Þorbergur sagðist hafa tekið fyrir flugið, hefði haft áhrif á hegðun hans. „Síðan fer ég á klósettið og nokkrum sekúndum seinna heyri ég nokkur- þar sem er barið fast, þá er hann að sparka í dyrnar á flugstjórnarklefanum,“ sagði Kristjón, sem sagði Þorberg þá hafa verið að leita að viðkomandi flugfreyju.Hér má sjá flugleið vélarinnar að morgni 15. ágúst.FLIGHTRADAR24.COMÞá sagði Kristjón að hegðun Þorbergs fram að því að hann sofnaði hefði réttlætt viðbrögð áhafnarinnar, sem ákvað að lenda flugvélinni í Noregi. „Það er enginn að fara að lenda flugvél í Noregi út af því að einhver flugfreyja sé með frekju. Þetta er háalvarlegt mál, þarna eru flugmenn sem bera ábyrgð á tvö, þrjú hundruð manns,“ sagði Kristjón. „En flugmenn geta ekki tekið séns með það að einhver maður sé búinn að hegða sér með dólgslegum hætti. Hvað gerir þessi maður næst? Hann var búinn að labba að dyrunum, að hinum og þessum, og það var alltaf verið að reka hann í sætið.“ Eins og áður segir var Hringbraut fyrsti miðillinn til að nafngreina Þorberg. Kristjón var inntur eftir því hvort komið hefði til greina að nafngreina hann ekki í umfjölluninni. „Á þessum tímapunkti? Það kom alveg til greina. Meira að segja þegar ég kom heim, þetta leit ekki það risastórt út fyrir mér þegar ég kom.“Viðtalið við Kristjón má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Bítið Fjölmiðlar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þorbergur leitar réttar síns: „Það hleypur einhver pirringur í flugfreyjuna“ Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki skilja hvers vegna hann hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. 19. nóvember 2019 09:45 Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Þorbergur leitar réttar síns: „Það hleypur einhver pirringur í flugfreyjuna“ Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist ekki skilja hvers vegna hann hann var handtekinn í flugvél Wizz Air í Noregi í haust. 19. nóvember 2019 09:45
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Rannsókn á hendur fyrrum landsliðsþjálfara Íslands felld niður Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki hafa snert áfengi frá árinu 2012. 30. september 2019 09:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent