Minnka umfjöllun sína um frambjóðendur Demókrata Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 20:53 John Mickletwaith er ritstjóri Bloomberg News. Getty/Picture Alliance Í ljósi forsetaframboðs Michael Bloomberg, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins, verða gerðar breytingar á samnefndum fjölmiðli hans, Bloomberg. Ekki verður lagst í rannsóknarvinnu á frambjóðendum Demókrataflokksins á meðan að á kosningabaráttunni stendur, hvorki á Bloomberg né öðrum. AP greinir frá. Frá þessum breytingum greindi ritstjóri Bloomberg, John Micklethwait á blaðamannafundi í New York í dag, skömmu eftir að tilkynnt var um framboð Michael Bloomberg. Bloomberg sem er einn ríkasti maður heims stofnaði fjölmiðilinn Bloomberg árið 1990 með það að markmiði að fjalla um viðskipti Bloomberg samsteypunnar. Miðillinn hefur síðan stækkað og starfa nú yfir 2,300 manns hjá Bloomberg sem rekur skrifstofur víðs vegar um heiminn. „Það er engin ástæða til þess að reyna að halda því fram að það verði auðvelt fyrir okkur að fjalla um forsetakosningarnar án þess að fjalla um okkur sjálf, sagði Micklethwait sem sagði Bloomberg fréttaveituna vera þekkta fyrir sjálfstæði sitt.Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News.Getty/Jim SpellmanMicklethwait sagði að Bloomberg muni áfram fjalla um skoðanakannanir, skoðanir og gengi kosningabaráttu Bloomberg rétt eins og fréttastofan gerir um alla frambjóðendur. Bloomberg og aðrir frambjóðendur Demókrata verða hins vegar ekki rannsakaðir af blaðamönnum Bloomberg. Enn verða störf ríkisstjórnar Donald Trump rannsakaðar í þaula af blaðamönnum. Birtist greinargóðar umfjallanir um frambjóðendur Demókrata í virtum miðlum mun Bloomberg birta þær í heild sinni eða birt útdrátt úr umfjölluninni. „Við munum ekki fela þær,“ sagði Micklethwait. Auk þess mun Bloomberg hætta birtingu nafnlausra skoðanagreina. Staða sem þessi virtist vera að koma upp fyrir þingkosningarnar 2016 þegar talið var líklegt að Bloomberg hygðist bjóða sig fram til forsetakosninga sem óháður frambjóðandi. Yfirmaður Washington-deildar Bloomberg, Kathy Kiely, sagði þá upp og kvaðst ekki geta unnið sem blaðamaður án þess að fjalla um Bloomberg af krafti. „Góð blaðamennska er auðveld, þú verður að vera tilbúin til þess að bíta í hönd þess sem fæðir þig,“ skrifaði Kiely í skoðanagrein sem birtist í Washington Post í kjölfar umræðunnar. Bloomberg bauð sig þó að endingu ekki fram. Bloomberg sem er eins og áður segir einn ríkasti maður heims er fyrrverandi borgarstjóri New York. Gefið hefur verið út að Bloomberg muni eingöngu nota eigið fé til þess að fjármagna kosningabaráttu sína sem hófst fyrr í dag. Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00 Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Í ljósi forsetaframboðs Michael Bloomberg, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins, verða gerðar breytingar á samnefndum fjölmiðli hans, Bloomberg. Ekki verður lagst í rannsóknarvinnu á frambjóðendum Demókrataflokksins á meðan að á kosningabaráttunni stendur, hvorki á Bloomberg né öðrum. AP greinir frá. Frá þessum breytingum greindi ritstjóri Bloomberg, John Micklethwait á blaðamannafundi í New York í dag, skömmu eftir að tilkynnt var um framboð Michael Bloomberg. Bloomberg sem er einn ríkasti maður heims stofnaði fjölmiðilinn Bloomberg árið 1990 með það að markmiði að fjalla um viðskipti Bloomberg samsteypunnar. Miðillinn hefur síðan stækkað og starfa nú yfir 2,300 manns hjá Bloomberg sem rekur skrifstofur víðs vegar um heiminn. „Það er engin ástæða til þess að reyna að halda því fram að það verði auðvelt fyrir okkur að fjalla um forsetakosningarnar án þess að fjalla um okkur sjálf, sagði Micklethwait sem sagði Bloomberg fréttaveituna vera þekkta fyrir sjálfstæði sitt.Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News.Getty/Jim SpellmanMicklethwait sagði að Bloomberg muni áfram fjalla um skoðanakannanir, skoðanir og gengi kosningabaráttu Bloomberg rétt eins og fréttastofan gerir um alla frambjóðendur. Bloomberg og aðrir frambjóðendur Demókrata verða hins vegar ekki rannsakaðir af blaðamönnum Bloomberg. Enn verða störf ríkisstjórnar Donald Trump rannsakaðar í þaula af blaðamönnum. Birtist greinargóðar umfjallanir um frambjóðendur Demókrata í virtum miðlum mun Bloomberg birta þær í heild sinni eða birt útdrátt úr umfjölluninni. „Við munum ekki fela þær,“ sagði Micklethwait. Auk þess mun Bloomberg hætta birtingu nafnlausra skoðanagreina. Staða sem þessi virtist vera að koma upp fyrir þingkosningarnar 2016 þegar talið var líklegt að Bloomberg hygðist bjóða sig fram til forsetakosninga sem óháður frambjóðandi. Yfirmaður Washington-deildar Bloomberg, Kathy Kiely, sagði þá upp og kvaðst ekki geta unnið sem blaðamaður án þess að fjalla um Bloomberg af krafti. „Góð blaðamennska er auðveld, þú verður að vera tilbúin til þess að bíta í hönd þess sem fæðir þig,“ skrifaði Kiely í skoðanagrein sem birtist í Washington Post í kjölfar umræðunnar. Bloomberg bauð sig þó að endingu ekki fram. Bloomberg sem er eins og áður segir einn ríkasti maður heims er fyrrverandi borgarstjóri New York. Gefið hefur verið út að Bloomberg muni eingöngu nota eigið fé til þess að fjármagna kosningabaráttu sína sem hófst fyrr í dag.
Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00 Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00
Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30