Segir ekki tilefni til að umbylta kerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 13:16 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. fréttablaðið/stefán Það er ekkert sem bendir til þess að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi með einhverjum hætti klikkað í aðdraganda Samherjamálsins. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sé aftur á móti óboðlegt ef fyrirtæki innan vébanda samtakanna brjóti lög og aldrei sé hægt að réttlæta mútugreiðslur. Heiðrún Lind var gestur á Sprengisandi þar sem Samherjamálið var í brennidepli. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið við umfjöllunina. Ásakanirnar séu alvarlegar og að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi geri ávallt þá kröfu til aðildarfyrirtækja að þau fari að lögum. „Auðvitað núna það sem fyrir liggur er auðvitað bara að fyrirtækið verður að vinna að því að málið upplýsist, hið rétta komi fram og svo kannski það sem er að mér finnst svona hið jákvæða í annars mjög ömurlegu máli öllu saman, er að hér eru þó innviðirnir að virka sem skildi,“ segir Heiðrún. Vísar hún þar til að mynda til rannsóknar héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. „Við gerum kröfu um að menn starfi í samræmi við lög,“ segir Heiðrún. „Kannski eigum við að stíga fastar niður í því að segja að við gerum þá kröfu að menn stundi hér vandaða og góða stjórnar- og viðskiptahætti.“ Þegar sé lögð áhersla á þetta en ef til vill þurfi að gera enn betur. Hún hafi orðið vör við umræðu á þá leið að það sé alvanalegt og mútur tíðkist í hinum og þessum löndum. „Það er engin afsökun og við munum aldrei taka þátt í slíkri réttlætingum,“ segir Heiðrún. Hún segir mikilvægt að líta málið alvarlegum augum en hún líti ekki svo á að það gefi tilefni til að umbylta kerfinu. „Það má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig, eitt tiltekið fyrirtæki og í þessu tilviki í starfsemi ekki einu sinni hér á landi heldur í Afríku, að þá eigi að umbylta kerfinu þannig að það bitni á öllum ef einn misstígur sig,“ segir Heiðrún. „Ég hef ekki fengið svarið jákvætt við þeirri spurningu um að íslensk lög eða íslensk lög tengd fiskveiðistjórnuninni hafi að einhverju leyti klikkað.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Það er ekkert sem bendir til þess að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi með einhverjum hætti klikkað í aðdraganda Samherjamálsins. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sé aftur á móti óboðlegt ef fyrirtæki innan vébanda samtakanna brjóti lög og aldrei sé hægt að réttlæta mútugreiðslur. Heiðrún Lind var gestur á Sprengisandi þar sem Samherjamálið var í brennidepli. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið við umfjöllunina. Ásakanirnar séu alvarlegar og að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi geri ávallt þá kröfu til aðildarfyrirtækja að þau fari að lögum. „Auðvitað núna það sem fyrir liggur er auðvitað bara að fyrirtækið verður að vinna að því að málið upplýsist, hið rétta komi fram og svo kannski það sem er að mér finnst svona hið jákvæða í annars mjög ömurlegu máli öllu saman, er að hér eru þó innviðirnir að virka sem skildi,“ segir Heiðrún. Vísar hún þar til að mynda til rannsóknar héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. „Við gerum kröfu um að menn starfi í samræmi við lög,“ segir Heiðrún. „Kannski eigum við að stíga fastar niður í því að segja að við gerum þá kröfu að menn stundi hér vandaða og góða stjórnar- og viðskiptahætti.“ Þegar sé lögð áhersla á þetta en ef til vill þurfi að gera enn betur. Hún hafi orðið vör við umræðu á þá leið að það sé alvanalegt og mútur tíðkist í hinum og þessum löndum. „Það er engin afsökun og við munum aldrei taka þátt í slíkri réttlætingum,“ segir Heiðrún. Hún segir mikilvægt að líta málið alvarlegum augum en hún líti ekki svo á að það gefi tilefni til að umbylta kerfinu. „Það má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig, eitt tiltekið fyrirtæki og í þessu tilviki í starfsemi ekki einu sinni hér á landi heldur í Afríku, að þá eigi að umbylta kerfinu þannig að það bitni á öllum ef einn misstígur sig,“ segir Heiðrún. „Ég hef ekki fengið svarið jákvætt við þeirri spurningu um að íslensk lög eða íslensk lög tengd fiskveiðistjórnuninni hafi að einhverju leyti klikkað.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira