Erlent

Hríðskotabyssa fannst á heimili þrettán ára drengs sem hótaði skotárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skotvopnið sem fannst á heimili drengsins sést hér á myndinni.
Skotvopnið sem fannst á heimili drengsins sést hér á myndinni. AP/Brian Melley.
Lögregla í Suður-Kaliforníu handtók á fimmtudaginn 13 ára grunnskólanemenda sem grunaður var um að hafa hótað því að fremja skotárás í grunnskólanum sínum. Lögregla fann óskráða hríðskotabyssu og byssukúlur á heimili hans.

Rannsókn málsins hófst fyrr í vikunni eftir að fjölmargir nemendur skólans sögðu kennurum sínum að þeir höfðu heyrt að því að nemandi hafi haft í hyggju að fremja skotárás á síðasta degi skólavikunnar, í gær. Skólayfirvöld höfðu samband við lögreglu sem rannsakaði málið.

Við nánari skoðun beindust sjónir lögreglu að 13 ára nemenda skólans. Lögregla handtók og við húsleit á heimili hans fannst áðurnefnt vopn. Þar fannst einnig kort af skólanum og listi með nöfnum nemenda og kennara við skólann.

Drengurinn hefur verið ákærður fyrir að hafa hótað glæpsamlegu athæfi auk þess sem að fullorðinn einstaklingur var einnig ákærður fyrir sömu hótun.

Byssan sem fannst er óskráð og miðar rannsókn lögreglu meðal annars að því hvernig drengurinn hafi komist yfir skotvopnið.

Skotárásir á skóla í Bandaríkjunum eru tíðar. Samkvæmt lista New York Times hafa minnst ellefu slíkar árásir verið gerðar á þessu ári. Sex hafa látist í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×