Nýr sprettharður prestur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 11:00 Bryndís í hlaupagallanum en brátt skiptir hún honum út fyrir hempu. Hafnfirðingurinn Bryndís Svavarsdóttir verður sextíu og þriggja ára eftir nokkra daga en lætur það hvorki hindra sig í að sinna prestþjónustu í fyrsta sinn né hlaupa maraþon. Hún er stödd í Singapúr þegar ég næ sambandi við hana, fram undan er 252. maraþonhlaup hennar. Ég sendi Bryndísi spurningar í tölvupósti og spyr fyrst hvort hún hafi lengi látið sig dreyma um að verða prestur. „Það má segja að ég hafi fyrst fengið áhuga á guðfræði í kringum 1995. Þá fór ég að sækja „frjálsu“ kirkjurnar, það er að segja kirkjur utan þjóðkirkjunnar. Um aldamótin 2000 fór mig að langa til að læra guðfræði og fyrst hafði ég í huga skóla í Bandaríkjunum en af því að ég var enn með börn heima, ákvað ég að byrja í Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég í júní 2012 og hef síðan verið í barna- og æskulýðsstarfi í ýmsum kirkjum.“ Bryndís gerir ekki mikið úr guðrækni í æsku, þó hafi þeim systkinum verið kenndar bænir og skólinn verið með Biblíufræðslu. Engin tengsl kveðst hún hafa við Patreksfjörð, þangað hafi hún ekki komið enn en prestakallið nái yfir átta sóknir, Bíldudals-, Breiðuvíkur-, Brjánslækjar-, Haga-, Patreksfjarðar-, Sauðlauksdals- og Saurbæjarsókn. „Ég verð ekki eini presturinn þar, Kristján Arason er starfandi þar núna og við munum sinna prestakallinu saman,“ segir hún og kveðst hlakka til að takast á við starfið. „Það verður spennandi og góð reynsla en ráðningin er tímabundin og gildir til 31. maí 2020.“ Þá vil ég vita hvað hún sé að gera í Singapúr. „Ég flaug frá Singapúr í morgun til Penang og í alvöru hélt ég að ég væri í sama landinu, enda sama eyjan, en Penang fylgir Malasíu. Ég mun hlaupa maraþon hérna aðfaranótt sunnudags og eftir viku mun ég hlaupa annað í Singapúr … svo er það bara Patró …“ Hún kveðst ekki hafa verið á þessum slóðum áður en samt vera búin að hlaupa í nokkrum Asíulöndum. „Næsta hlaup verður númer 252 hjá mér!“ Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Vesturbyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Hafnfirðingurinn Bryndís Svavarsdóttir verður sextíu og þriggja ára eftir nokkra daga en lætur það hvorki hindra sig í að sinna prestþjónustu í fyrsta sinn né hlaupa maraþon. Hún er stödd í Singapúr þegar ég næ sambandi við hana, fram undan er 252. maraþonhlaup hennar. Ég sendi Bryndísi spurningar í tölvupósti og spyr fyrst hvort hún hafi lengi látið sig dreyma um að verða prestur. „Það má segja að ég hafi fyrst fengið áhuga á guðfræði í kringum 1995. Þá fór ég að sækja „frjálsu“ kirkjurnar, það er að segja kirkjur utan þjóðkirkjunnar. Um aldamótin 2000 fór mig að langa til að læra guðfræði og fyrst hafði ég í huga skóla í Bandaríkjunum en af því að ég var enn með börn heima, ákvað ég að byrja í Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég í júní 2012 og hef síðan verið í barna- og æskulýðsstarfi í ýmsum kirkjum.“ Bryndís gerir ekki mikið úr guðrækni í æsku, þó hafi þeim systkinum verið kenndar bænir og skólinn verið með Biblíufræðslu. Engin tengsl kveðst hún hafa við Patreksfjörð, þangað hafi hún ekki komið enn en prestakallið nái yfir átta sóknir, Bíldudals-, Breiðuvíkur-, Brjánslækjar-, Haga-, Patreksfjarðar-, Sauðlauksdals- og Saurbæjarsókn. „Ég verð ekki eini presturinn þar, Kristján Arason er starfandi þar núna og við munum sinna prestakallinu saman,“ segir hún og kveðst hlakka til að takast á við starfið. „Það verður spennandi og góð reynsla en ráðningin er tímabundin og gildir til 31. maí 2020.“ Þá vil ég vita hvað hún sé að gera í Singapúr. „Ég flaug frá Singapúr í morgun til Penang og í alvöru hélt ég að ég væri í sama landinu, enda sama eyjan, en Penang fylgir Malasíu. Ég mun hlaupa maraþon hérna aðfaranótt sunnudags og eftir viku mun ég hlaupa annað í Singapúr … svo er það bara Patró …“ Hún kveðst ekki hafa verið á þessum slóðum áður en samt vera búin að hlaupa í nokkrum Asíulöndum. „Næsta hlaup verður númer 252 hjá mér!“
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Vesturbyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira