Bíl ekið inn í fiskbúð í þriðja sinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. nóvember 2019 20:00 Mildi þykir að ekki fór verr þegar bíl var ekið inn í fiskbúð í Reykjavík í dag. Þetta er í þriðja sinn sem bíl er ekið inn í búðina. Viðskiptavinum og starfsfólki fiskbúðarinnar Hafberg var verulega brugðið þegar bíl var ekið í gengum glugga búðarinnar á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndbandi úr öryggismyndavél búðarinnar, sem horfa má á efst í fréttinni, brotnuðu meðal annars rúður. „Það eru mikil læti sem fylgja þessu þegar það fer svona rúða og veggur úr húsinu,“ segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi Fiskbúðarinnar Hafberg. Hann segir engum hafa orðið meint af. Setið hafi þó verið á borðum rétt hjá glugganum sem ekið var inn um. „Þetta hefði getað farið verr,“ segir Geir.Fólk sat skammt frá þar sem bílnum var ekið inn í búðina.Vísir/SigurjónÞetta er í þriðja sinn sem ekið er inn í búðina hans Geirs. „Ég hef lent í þessu tvívegis áður og það er skemmtilegt að segja það að í fyrra skiptið þá kom eldri maður og keyrði í gegn. Það var reyndar bara hinn glugginn þá. Hann keyrði alveg að kæliborðinu, opnaði hurðina, labbar að afgreiðsluborðinu og segir svo ég ætla að fá þrjár kinnar og hálft kíló af gellum. Hann var ekkert að átta sig á að hann hafi keyrt inn í verslunina. Hann hélt að hann væri bara í stæðinu,“ segir Geir. Aðspurður hvort hann sé ótrúlega óheppinn segir Geir að hann voni að þetta hafi verið í síðasta sinn sem bíl sé ekið inn í búðina. „Allt er þegar þrennt er. Þetta er bara búið,“ segir Geir. Samgönguslys Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Mildi þykir að ekki fór verr þegar bíl var ekið inn í fiskbúð í Reykjavík í dag. Þetta er í þriðja sinn sem bíl er ekið inn í búðina. Viðskiptavinum og starfsfólki fiskbúðarinnar Hafberg var verulega brugðið þegar bíl var ekið í gengum glugga búðarinnar á öðrum tímanum í dag. Líkt og sjá má á myndbandi úr öryggismyndavél búðarinnar, sem horfa má á efst í fréttinni, brotnuðu meðal annars rúður. „Það eru mikil læti sem fylgja þessu þegar það fer svona rúða og veggur úr húsinu,“ segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi Fiskbúðarinnar Hafberg. Hann segir engum hafa orðið meint af. Setið hafi þó verið á borðum rétt hjá glugganum sem ekið var inn um. „Þetta hefði getað farið verr,“ segir Geir.Fólk sat skammt frá þar sem bílnum var ekið inn í búðina.Vísir/SigurjónÞetta er í þriðja sinn sem ekið er inn í búðina hans Geirs. „Ég hef lent í þessu tvívegis áður og það er skemmtilegt að segja það að í fyrra skiptið þá kom eldri maður og keyrði í gegn. Það var reyndar bara hinn glugginn þá. Hann keyrði alveg að kæliborðinu, opnaði hurðina, labbar að afgreiðsluborðinu og segir svo ég ætla að fá þrjár kinnar og hálft kíló af gellum. Hann var ekkert að átta sig á að hann hafi keyrt inn í verslunina. Hann hélt að hann væri bara í stæðinu,“ segir Geir. Aðspurður hvort hann sé ótrúlega óheppinn segir Geir að hann voni að þetta hafi verið í síðasta sinn sem bíl sé ekið inn í búðina. „Allt er þegar þrennt er. Þetta er bara búið,“ segir Geir.
Samgönguslys Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira