Pípuhattur Hitlers boðinn upp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Rabbíninn Menachem Margolin segir uppboð nasistamuna löglegt en siðlaust. fréttablaðið/EPA Pípuhattur Adolfs Hitler, með upphafsstöfunum A.H., var á meðal þeirra muna sem boðnir voru upp hjá uppboðsfyrirtækinu Hermann Historica í München á miðvikudag. Var hatturinn sleginn á 50 þúsund evrur, eða tæpar 7 milljónir króna. Leigusamningur Hitlers, frá þeim tíma þegar hann bjó í München, var einnig boðinn upp. Dýrasti hluturinn var hins vegar silfurslegin útgáfa af Mein Kampf, bókinni sem Hitler gaf út árið 1925, með merki arnarins og hakakrossinum á. Bókin, sem eitt sinn var í eigu Hermanns Göring yfirmanns þýska flughersins, seldist á 130 þúsund evrur, eða tæpar 18 milljónir króna. Margir fleiri hlutir úr eigu hátt settra nasista voru boðnir upp, svo sem Heinrichs Himmler, leiðtoga SS-sveitanna, og Rudolfs Hess varakanslara. Einn af þeim munum sem vöktu hvað mesta eftirtekt var kvöldverðarkjóll Evu Braun, sambýliskonu Hitlers, sem bandarískir hermenn fundu árið 1945 í Salzburg. Ekki voru aðeins boðnir upp munir frá þriðja ríkinu heldur mörgum mismunandi tímabilum í mannkynssögunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hermann Historica býður upp muni úr eigu nasistaforingja. Fyrir þremur árum voru buxur af Hitler boðnar þar upp.Adolf Hitler með pípuhatt á höfði. Með honum er forveri hans sem kanslari Þýskalands, Franz von Papen.Getty/HultonBernhard Pacher, framkvæmdastjóri Hermann Historica, sagði að uppboðsfyrirtækið hefði fengið ótal tölvupósta vegna uppboðsins og að langflestir hefðu gagnrýnt það harðlega. „Við fengum samt einn vinalegan póst frá manneskju sem sagðist styðja uppboðið. Þetta væru sögulegir munir,“ sagði Pacher. „99 prósent af tölvupóstunum voru neikvæð og innihéldu miklar svívirðingar. Til dæmis að við værum aðeins gráðugir nýnasistar.“ Menachem Margolin, rabbíni og leiðtogi Samtaka evrópskra gyðinga, er einn af þeim sem hafa harðlega gagnrýnt uppboðið og hvatti hann Hermann Historica til að hætta við það. Óvíst væri í hvaða höndum munirnir myndu enda og hætt við því að þeir yrðu notaðir til þess að upphefja nasismann. „Það sem þið eruð að gera er ekki ólöglegt, en það er rangt,“ sagði Margolin. „Ég biðla ekki til ykkar af lagalegum ástæðum heldur siðferðilegum.“ Samkvæmt Pacher eru flestir munir á slíkum uppboðum seldir til safna. Í Bandaríkjunum og Asíu hafa mörg söfn úr miklum fjármunum að spila. Aðeins 20 prósent væru seld til einkasafnara. Hann gat þó ekki gefið upp hverjir hefðu keypt munina því það væri andstætt þýskum lögum. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Pípuhattur Adolfs Hitler, með upphafsstöfunum A.H., var á meðal þeirra muna sem boðnir voru upp hjá uppboðsfyrirtækinu Hermann Historica í München á miðvikudag. Var hatturinn sleginn á 50 þúsund evrur, eða tæpar 7 milljónir króna. Leigusamningur Hitlers, frá þeim tíma þegar hann bjó í München, var einnig boðinn upp. Dýrasti hluturinn var hins vegar silfurslegin útgáfa af Mein Kampf, bókinni sem Hitler gaf út árið 1925, með merki arnarins og hakakrossinum á. Bókin, sem eitt sinn var í eigu Hermanns Göring yfirmanns þýska flughersins, seldist á 130 þúsund evrur, eða tæpar 18 milljónir króna. Margir fleiri hlutir úr eigu hátt settra nasista voru boðnir upp, svo sem Heinrichs Himmler, leiðtoga SS-sveitanna, og Rudolfs Hess varakanslara. Einn af þeim munum sem vöktu hvað mesta eftirtekt var kvöldverðarkjóll Evu Braun, sambýliskonu Hitlers, sem bandarískir hermenn fundu árið 1945 í Salzburg. Ekki voru aðeins boðnir upp munir frá þriðja ríkinu heldur mörgum mismunandi tímabilum í mannkynssögunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hermann Historica býður upp muni úr eigu nasistaforingja. Fyrir þremur árum voru buxur af Hitler boðnar þar upp.Adolf Hitler með pípuhatt á höfði. Með honum er forveri hans sem kanslari Þýskalands, Franz von Papen.Getty/HultonBernhard Pacher, framkvæmdastjóri Hermann Historica, sagði að uppboðsfyrirtækið hefði fengið ótal tölvupósta vegna uppboðsins og að langflestir hefðu gagnrýnt það harðlega. „Við fengum samt einn vinalegan póst frá manneskju sem sagðist styðja uppboðið. Þetta væru sögulegir munir,“ sagði Pacher. „99 prósent af tölvupóstunum voru neikvæð og innihéldu miklar svívirðingar. Til dæmis að við værum aðeins gráðugir nýnasistar.“ Menachem Margolin, rabbíni og leiðtogi Samtaka evrópskra gyðinga, er einn af þeim sem hafa harðlega gagnrýnt uppboðið og hvatti hann Hermann Historica til að hætta við það. Óvíst væri í hvaða höndum munirnir myndu enda og hætt við því að þeir yrðu notaðir til þess að upphefja nasismann. „Það sem þið eruð að gera er ekki ólöglegt, en það er rangt,“ sagði Margolin. „Ég biðla ekki til ykkar af lagalegum ástæðum heldur siðferðilegum.“ Samkvæmt Pacher eru flestir munir á slíkum uppboðum seldir til safna. Í Bandaríkjunum og Asíu hafa mörg söfn úr miklum fjármunum að spila. Aðeins 20 prósent væru seld til einkasafnara. Hann gat þó ekki gefið upp hverjir hefðu keypt munina því það væri andstætt þýskum lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira