Íslenski boltinn

KR heldur áfram að safna liði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín í leik með Stjörnunni þar sem hún lék síðasta sumar.
Katrín í leik með Stjörnunni þar sem hún lék síðasta sumar. vísir/vilhelm
KR hefur samið við Katrínu Ásbjörnsdóttur um að leika með liðinu á næstu leiktíð en þetta var tilkynnt á vef félagsins í kvöld.

Katrín snýr því aftur í KR þar sem hún er uppalin en hún braust í gegnum meistaraflokk félagsins árið 2008, sextán ára gömul.

Þá lék hún sinn fyrsta leik í meistaraflokki er hún lék í Meistaraleik KSÍ og árið á eftir lék hún í Pepsi-deild kvenna sína fyrstu leiki.







Síðan þá hefur hún spilað 166 leiki í meistaraflokki og skorað 70 mörk á Íslandi en einnig hefur hún leikið í Noregi. Á síðustu leiktíð lék hún með Stjörnunni.

KR-ingar ætla að vera samkeppnishæfir næsta sumar en Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Lára Kristín Pedersen eru á meðal þeirra sem hafa skrifað undir samninga við félagið.

Þá er Aníta Lísa Svansdóttir komin inn í þjálfarateymið, svo eitthvað sé nefnt, en greinilegt að boginn er spenntur hátt í Vesturbænum næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×