Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 12:15 Togarinn Heinaste var á sínum tíma að stórum hluta í eigu Samherja. Nú á Samherji hlut í félaginu sem á togaranum. Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar.Greint var frá því í morgun að Arngrímur hefði verið handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða innan 200 sjómílna landhelgi í Namibíu. Dómari krafðist tryggingagjalds upp á 830 þúsund krónur vegna Arngríms sem mun vera einn fimm skipstjóra sem hafa verið handteknir undanfarnar vikur í aðgerðum yfirvalda í Namibíu.Klippa: Íslenskur skipstjóri Heineste handtekinn í Namibíu - Viðtal við Björgólf Jóhannsson „Þetta er reyndar ekki mál sem er í sjálfu sér á vegum Samherja. Þetta er namibískt félag sem Arngrímur er að starfa hjá,“ segir Björgólfur. Það sé þó þannig að hann sé skipstjóri á skipinu Heinaste sem er í eigu félags sem Samherji er stór hluthafi í. „Það voru ásakanir um að hann hefði farið inn fyrir línu. Ég veit ekki annað en að hann mótmæli því. Arngrímur mun örugglega svara fyrir þetta. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann mun svara fyrir þetta þegar hann verður og kemst til landsins,“ segir Björgólfur. Dómari lagði hald á vegabréf Arngríms og krafðist þess að hann gæfi sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti. Fram kom í namibískum miðlum í morgun að lögmaður Arngríms hefði krafist afhendingar vegabréfsins svo hann gæti farið til Íslands og sinnt veikindum í fjölskyldu sinni.Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, og Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja.Björgólfur segir að vel sé haldið utan um Arngrím í Namibíu, hann sé laus úr varðhaldi og muni svara fyrir sig. Fréttastofa náði tali af Arngrími í morgun en hann vildi ekkert ræða málið. Nokkuð er síðan hið meinta brot hafi átt sér stað, að sögn Björgólfs. Hann þekki málið þó ekki í þaula. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar.Greint var frá því í morgun að Arngrímur hefði verið handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða innan 200 sjómílna landhelgi í Namibíu. Dómari krafðist tryggingagjalds upp á 830 þúsund krónur vegna Arngríms sem mun vera einn fimm skipstjóra sem hafa verið handteknir undanfarnar vikur í aðgerðum yfirvalda í Namibíu.Klippa: Íslenskur skipstjóri Heineste handtekinn í Namibíu - Viðtal við Björgólf Jóhannsson „Þetta er reyndar ekki mál sem er í sjálfu sér á vegum Samherja. Þetta er namibískt félag sem Arngrímur er að starfa hjá,“ segir Björgólfur. Það sé þó þannig að hann sé skipstjóri á skipinu Heinaste sem er í eigu félags sem Samherji er stór hluthafi í. „Það voru ásakanir um að hann hefði farið inn fyrir línu. Ég veit ekki annað en að hann mótmæli því. Arngrímur mun örugglega svara fyrir þetta. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann mun svara fyrir þetta þegar hann verður og kemst til landsins,“ segir Björgólfur. Dómari lagði hald á vegabréf Arngríms og krafðist þess að hann gæfi sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti. Fram kom í namibískum miðlum í morgun að lögmaður Arngríms hefði krafist afhendingar vegabréfsins svo hann gæti farið til Íslands og sinnt veikindum í fjölskyldu sinni.Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, og Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja.Björgólfur segir að vel sé haldið utan um Arngrím í Namibíu, hann sé laus úr varðhaldi og muni svara fyrir sig. Fréttastofa náði tali af Arngrími í morgun en hann vildi ekkert ræða málið. Nokkuð er síðan hið meinta brot hafi átt sér stað, að sögn Björgólfs. Hann þekki málið þó ekki í þaula.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37