Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Namibian Broadcasting Corporation Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra að nafni Lurri Festison. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Namibian Broadcasting Corporation greinir frá þessu og má sjá frétt miðilsins hér að neðan. Þar kemur fram að handtökurnar komi í framhaldi af handtöku þriggja annarra skipstjóra.830 þúsund króna tryggingagjaldÍ frétt NBC sjást Arngrímur og rússneski skipstjórinn leiddir fyrir dómara hvor fyrir sig í gær. Í báðum tilfellum ákvað dómarinn að krefjast 100 þúsund namibískra dala í tryggingagjald. Upphæðin svarar til rúmlega 830 þúsund íslenskra króna. Þá þurfa þeir að afhenda vegabréf sín svo þeir geti ekki yfirgefið Namibíu á meðan málið er til rannsóknar. Þeir þurfa sömuleiðis að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti.Verjandi Arngríms er sagður ætla að krefjast þess að fá vegabréf hans afhent svo hann geti komist til Íslands og sinnt veikum fjölskyldumeðlim. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort Arngrímur hafi verið við veiðar fyrir Samherja þegar hann var handtekinn. Hann hefur meðal annars siglt Baldvini Þorsteinssyni EA10 og Kristínu EA í gegnum tíðina.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í síðustu viku.Vísir/SigurjónArngrímur vill ekkert segja Blaðamaður sló á þráðinn til Arngríms sem svaraði símtalinu. Hann vildi þó ekki ræða málið við fréttastofu. Ekki hefur náðst í Björgólf Jóhannsson, starfandi forstjóra Samherja, í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig til hliðar úr stóli forstjóra á dögunum, vildi ekki staðfesta við fréttastofu hvort Arngrímur væri skipstjóri á skipum Samherja nú um stundir. Hann vísaði á Björgólf starfandi forstjóra.Sviptingar í Namibíu Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi verið í Namibíu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar vegna Samherja. James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið hákarl í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu. Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014.WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk.Vísir/HafsteinnEr Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra að nafni Lurri Festison. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Namibian Broadcasting Corporation greinir frá þessu og má sjá frétt miðilsins hér að neðan. Þar kemur fram að handtökurnar komi í framhaldi af handtöku þriggja annarra skipstjóra.830 þúsund króna tryggingagjaldÍ frétt NBC sjást Arngrímur og rússneski skipstjórinn leiddir fyrir dómara hvor fyrir sig í gær. Í báðum tilfellum ákvað dómarinn að krefjast 100 þúsund namibískra dala í tryggingagjald. Upphæðin svarar til rúmlega 830 þúsund íslenskra króna. Þá þurfa þeir að afhenda vegabréf sín svo þeir geti ekki yfirgefið Namibíu á meðan málið er til rannsóknar. Þeir þurfa sömuleiðis að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti.Verjandi Arngríms er sagður ætla að krefjast þess að fá vegabréf hans afhent svo hann geti komist til Íslands og sinnt veikum fjölskyldumeðlim. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort Arngrímur hafi verið við veiðar fyrir Samherja þegar hann var handtekinn. Hann hefur meðal annars siglt Baldvini Þorsteinssyni EA10 og Kristínu EA í gegnum tíðina.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í síðustu viku.Vísir/SigurjónArngrímur vill ekkert segja Blaðamaður sló á þráðinn til Arngríms sem svaraði símtalinu. Hann vildi þó ekki ræða málið við fréttastofu. Ekki hefur náðst í Björgólf Jóhannsson, starfandi forstjóra Samherja, í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig til hliðar úr stóli forstjóra á dögunum, vildi ekki staðfesta við fréttastofu hvort Arngrímur væri skipstjóri á skipum Samherja nú um stundir. Hann vísaði á Björgólf starfandi forstjóra.Sviptingar í Namibíu Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi verið í Namibíu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar vegna Samherja. James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið hákarl í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu. Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014.WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk.Vísir/HafsteinnEr Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira