„Það snerist allt um að vera eins grönn og létt og ég gat verið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 07:00 Malín Agla Kristjánsdóttir segist hafa upplifað fordóma hér á landi vegna uppruna og útlits. Vísir/Vilhelm Sextán ára dansferli Malínar Öglu Kristjánsdóttur lauk með skíðaslysi í Noregi árið 2016 en hún segir að dansinn hafi haft mikil áhrif á hennar sjálfsmynd. Malín Agla dansar nú við bardagakappann Jón Viðar Arnþórsson í þáttunum Allir geta dansað sem hefjast á Stöð 2 í næstu viku. Hún á von á sínu fyrsta barni í apríl og segir að meðgangan hafi engin áhrif á keppnina. „Ég er úr Reykjavík en er einnig ættuð frá Tælandi. Faðir minn er íslenskur og móðir mín er tælensk sem gerir mig hálf íslenska og hálf tælenska.“ Malín Agla er 24 ára gömul og stundar nám við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur stundað íþróttir allt sitt líf, mest listskauta og samkvæmisdans. Malín Agla segist hafa upplifað fordóma hér á landi vegna uppruna og útlits. „Ég var lögð í þónokkuð mikið einelti í grunnskóla, og það sem mér fannst alltaf leiðinlegast var hvað fjölskyldan mín var dregin mikið inn í það. Ég taldi mig takast á við eineltið nokkuð vel en það tók að sjálfsögðu sinn toll og var ég dugleg að standa upp fyrir sjálfri mér. Á eldri árum hef ég oft lent í því að vera spurð á ensku: „Do you speak Icelandic?“ og þá svara ég með breiðu brosi „Já, hvað get ég gert fyrir þig?“ og fólki verður alltaf jafn brugðið.“ Aðspurð hvernig hún myndi lýsa sjálfri sér svarar hún „ólétt, þrjósk, metnaðarfull, glaðlynd, sterk, dugleg, kjánaleg, ofhugsari og kærleiksrík.“ Hún stefnir á að verða einkaþjálfari með það markmið í huga að hjálpa dönsurum að þjálfa líkamann sinn fyrir utan dansæfingar og styrkja sig í kjölfarið og verða bestu útgáfurnar af sjálfri sér, á dansgólfinu og utan þess. Aðsend mynd Alltaf verið íþróttakona Íþróttir hafa alltaf spilað stórt hlutverk í hennar lífi og það sama má segja um fleiri fjölskyldumeðlimi sem hafa meðal annars náð langt í karate og handbolta. Kristján Örn Kristjánsson bróðir Malínar Öglu er landsliðsmaður og stórskytta handboltaliðs ÍBV og samdi í haust við franskt úrvalsdeildarfélag, AIX Pauc. Malín Agla viðurkennir að það sé því óhætt að segja að það sé keppnisskap í systkinahópnum. „Við höfum öll verið og erum nokkur enn þá í íþróttum og getum við þakkað föður okkar fyrir það. Á yngri árum var hann mjög duglegur að leyfa okkur að prófa hinar og þessar íþróttirnar þangað til að við fundum það sem okkur líkaði best við. Svo voru foreldrar okkar alltaf jafn dugleg að keyra okkur til og frá æfingum, fara með okkur í keppnisferðir og studdu og styðja enn alltaf við bakið á okkur, sama hvað.“ Helstu áhugamál Malínar Öglu eru líkamsrækt og hreyfing og aðstoðar hún líka aðra við hreyfingu og mataræði í gegnum fjarþjálfun. „Ég hef verið íþróttakona allt mitt líf og eftir að ég hætti í keppnisdansi þá hef ég fundið mig í ræktinni. Ég byrjaði í dansi þegar ég var fjögurra ára. Þá hafði ég verið að dansa fyrir framan sjónvarpið við kvikmyndina Grease frá því að ég gat staðið í fæturna og pabbi gjörsamlega kominn með nóg og ákvað að skrá mig á dansnámskeið.“ View this post on Instagram It’s wedding season baby #naggaband19 A post shared by Malín Agla Kristjánsdóttir (@malinagla) on Jul 7, 2019 at 9:03am PDT Sér ekki eftir neinu Hún segist hafa vitað að hún ætlaði langt í dansíþróttinni í kringum 10 til 12 ára aldurinn. Nokkrum árum seinna var hún flutt ein til annars lands vegna dansins, ákvörðun sem velta má fyrir sér hvort margir jafnaldrar hefðu þorað að taka á þeim aldri.„Þá var ég byrjuð að fara í keppnisferðir til Bretlands og Írlands og ég gjörsamlega elskaði það. Að sjá hve stór dansheimurinn var úti í heimi heillaði mig rosalega mikið og vissi ég að til þess að ná enn lengra þá yrði ég að flytja út í heim. Þegar ég var 16 ára bauðst mér svo tækifæri að dansa við strák í Danmörku og ég var sko ekki lengi að segja já við því. Mamma var ekki alveg á sama máli og fannst ég vera of ung til að flytja út strax en hún fékk sko engu um það ráðið. Viku eftir að mér barst þetta boð eða þann 1. janúar 2012 hoppaði ég í flug til Danmerkur í svokallaða dansprufu. Þann 12. janúar hoppaði ég svo í flug, átti aðeins miða aðra leið, og var flutt til Danmerkur að hefja nýtt dansævintýri.“ Danmerkurævintýri Malínar Öglu var æðislegt að hennar sögn. „Ég var í Borgarholtsskóla í hálft ár áður en ég flutti út, og svo stundaði ég nám við Falkonergårdens Gymnasium í tvö ár á meðan ég bjó úti. Ég mæli einstaklega mikið með því að fólk prófi að flytja út fyrir landsteinana. Það opnar svo rosalega margar dyr og gefur manni allt aðra sýn á heiminn í kringum sig. Ég bjó í Danmörku í tvö og hálft ár, í Frakklandi í eitt ár og svo í Noregi í hálft ár. Ég öðlaðist mikla lífsreynslu öll þessi ár mín í útlöndum og myndi ég ekki breyta því eða skipta því út fyrir neitt. Hvað varðar dansinn þá tel ég að ég hefði aldrei náð jafn langt í dansinum ef ég hefði ekki flutt erlendis. Ég kynntist svo mikið af frábæru fólki, þjálfurum og leiðbeinendum, sem kenndu mér og gáfu mér svo margt sem nýtist mér enn þann dag í dag. Í daglegu lífi þá get ég náttúrlega sagt að ég lærði að opna mig fyrir nýjum og spennandi hlutum, ég lærði þrjú tungumál til viðbótar og tala því sex tungumál í dag.“ Einnig eignaðist hún góða vini og fjölskyldur sem hún heimsækir reglulega og fær í heimsóknir til sín. Hún segir að þetta sé vinátta sem hún muni eiga áfram út ævina. „Ég sé ekki eftir neinu og ef ég gæti gert þetta aftur, þá myndi ég hiklaust gera það.“ Malín Agla hefur verið í íþróttum frá fjögurra ára aldri.Aðsend mynd Öguð og erfið íþrótt Malín Agla segir að leyndarmálið á bak við sinn árangur hafi verið gott bakland. „Pabbi var rosalega duglegur að kenna mér aga og virðingu frá unga aldri og að til þess að ganga vel þá þyrfti maður að vera duglegur. Svo var mamma mín helsta stuðningsmanneskja. Hún keyrði mig til og frá æfingum, saumaði danskjóla á mig, greiddi mér og málaði mig fyrir keppnir og ég veit ekki hvað hún gerði ekki fyrir mig. Samkvæmisdansinn er mjög agað sport og byrjaði ég mjög ung að fara í einkatíma hjá heimsmeisturunum Adam og Karen Reeve, og þar lærði ég hvernig maður á að æfa og af hverju maður æfir þannig og tók ég mikið af því með mér þegar ég flutti út til Danmerkur.“ Hún er líka dugleg að hvetja sig áfram með því að hugsa fallega til sín og um sig. „Það er ekki alltaf jafn auðvelt en oft verð ég að minna sjálfa mig á hvað ég er búin að áorka í lífinu og hvaða erfiðleika ég er búin að komast yfir. Svo finnst mér líka hjálpa rosalega mikið að vera skipulögð og vera í rútínu. Borða hollt og hreyfa mig reglulega, hlusta á góða tónlist og svo er oft gott að tala við vini og vandamenn ef manni vantar auka hvatningu.“ Fjarveran frá fjölskyldunni erfið Hún viðurkennir að dansinn hafi marga kosti en vissulega galla líka. Það besta við dansinn sé þetta frelsi til að hreyfa sig. „Ég mun aldrei hætta að dansa þó svo að ég sé hætt í keppnisdansi. Það er ekkert skemmtilegra en að geta stigið eitt eða tvö spor heima í stofu. Ég elska líka að hlusta á mismunandi tónlist og geta túlkað hana. Það er eitthvað sem ekki allir kunna, að virkilega hlusta á tónlist, og finnst mér það mjög skemmtileg kunnátta að búa yfir. Svo er dansinn bara ótrúlega skemmtileg íþrótt, hvort sem þú stundir hana sem keppni eða bara til gamans. Það erfiðasta var fjarveran frá fjölskyldunni minni. Eins og ég sagði hér áður þá kem ég úr stórri íþróttafjölskyldu og fannst mér alltaf jafn leiðinlegt að missa af afrekum bræðra minna, þegar ég bjó úti. Ég er mikil fjölskylduvera og elska að vera í kringum fjölskylduna mína og vini og var það klárlega eitt það erfiðasta, að fara frá þeim.“ Eins og nokkrir afreksmenn í íþróttum hafa tjáð sig um síðustu vikur getur verið erfitt að stunda sína íþrótt, þegar launin eru lítil sem engin og erfitt að fá styrki fyrir keppnisferðum eða fatnaði og öðrum búnaði. Malín Agla segir að það sé því klárlega erfitt að fjármagna þessa íþrótt. „Hún er ekki jafn viðurkennd og til dæmis fótbolti eða handbolti og því erfitt að fá styrktaraðila, og sérstaklega á Íslandi. Einkatímar, dansskór, danskjólar, keppnisferðir erlendis, snyrtidót, hárdót og svo margt fleira getur numið nokkrum milljónum ár hvert í atvinnumannadansheiminum.“ Lærði að elska sjálfa sig í Ungfrú Ísland Margir dansarar hafa átt í erfiðleikum með að halda jákvæðri sjálfsmynd og líkamsmynd í keppnisheiminum þar sem mikil áhersla er lögð á útlit og samanburð. „Dansinn hefur haft misgóð áhrif á sjálfsmyndina mína, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Á unglingsárunum þá barðist ég mikið við sjálfsmyndina mína. Það snerist allt um að vera eins grönn og létt og ég gat verið. Þegar ég flutti til Danmerkur þá bættist sjálfsmyndin verulega. Mamma dansherra míns var mjög dugleg að hjálpa mér að koma mataræðinu á réttan veg og svo kom ég mér í einkaþjálfun til þess að byggja upp réttan styrk í líkamanum. Ég lærði hvað rétt mataræði og hreyfing gat haft jákvæð áhrif á dansinn og þá var ekki aftur snúið.“ Malín Agla náði mjög góðum árangri á sínum keppnisferli og náði meðal annars að verða Íslandsmeistari. Hún segir að skemmtilegasta augnablik ferilsins hafi þó verið að lenda í 9. sætiá heimsmeistaramótinu í 10 dönsum í flokki ungmenna undir 21 árs aldri. Mótið var haldið í Vancouver í Kanada árið 2015 og sama ár keppti Malín Agla í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland. „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í Ungfrú Ísland. Það var í raun og veru bara bónus að vinna titilinn Hæfileikastúlkan og á ég samkvæmisdönsunum að þakka fyrir það. Ég ákvað að taka þátt langaði að prófa eitthvað nýtt og taka nokkur skref út fyrir þægindarammann minn. Ég var nýkomin úr erfiðu sambandi og var mjög brotin og langaði að skora svolítið á sjálfa mig. Ég skráði mig í keppnina án þess að láta neinn vita, því ég var fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar, mig langaði í raun og veru bara að læra að elska sjálfa mig aftur og get ég með fullri vissu sagt að Ungfrú Ísland keppnin hjálpaði mér svo sannarlega með það. Þetta var mjög uppbyggjandi og ég er þakklát fyrir þær vinkonur sem ég eignaðist í kjölfarið.“ Malín Agla segir að dansinn hafi fært sér ótal tækifæri og haldi áfram að gera það, eins og til dæmis með þáttunum Allir geta dansað. „Ég hef fengið að ferðast um allan heim til þess að taka þátt í danskeppnum og kynnst fólki alls staðar frá. Ég hef fengið að taka þátt í Evrópu- og heimsmeistaramótum og svo hef ég tekið þátt í allskonar verkefnum og sjónvarpsþáttum. Ég tók til dæmis þátt í Dans, dans, dans sem var á RÚV á sínum tíma.“ Dansinn var stór hluti af lífi Malínar Öglu í 16 ár. Hún dregur nú fram dansskóna eftir tæplega fjögurra ára hlé.Aðsend mynd Gat ekki gengið í tvo mánuði eftir slysið Malín Agla lagði keppnisskóna á hilluna fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hún varð fyrir alvarlegum meiðslum. Aðeins fimm mánuðum áður hafði hún sagt í viðtali við Lífið á Vísi að markmið sitt væri að verða heimsmeistari einn daginn en þá var hún númer níu á heimslistanum. Örlögin tóku þó í taumana. „Ég lenti í því að skíða á tré í febrúar árið 2016 og varð það eiginlega til þess að ég hætti í samkvæmisdansi. Ég fór á móti öllum reglum sem íþróttafólk á borð við mig hefur, sem notar fæturna rosalega mikið. Ég skellti mér á skíði þegar ég bjó og var að dansa í Noregi og endaði á að sprengja á mér sköflunginn við það að skíða inn í tré. Ég labbaði ekki í tvo mánuði eftir slysið og endaði það með því að ég flutti heim og naut þess svo mikið að vera komin heim eftir fjögurra ára fjarveru að ég ákvað að leggja dansskóna á hilluna eftir 16 ára dansferil. Svo hef ég bara ekki rifið þá af hillunni síðan, ekki fyrr en núna í raun fyrir Allir geta dansað.“ Meiðslin voru ekki aðeins erfið líkamlega heldur tók þetta mikinn toll af henni andlega. „Mér leið alls ekki vel. Það tók mjög mikið á að vera meidd, og hvað þá á fæti. Ég hafði aldrei verið meidd áður né lent í slysi sem þessu og hafði aldrei þurft að ganga í gegnum svona áður. Þetta slys hitti líka akkúrat á tíma þar sem að ástríðan mín fyrir dansinum var hægt og rólega að fjara út og mér fannst ég vera að gera þetta fyrir alla nema sjálfa mig. Á meðan ég var að ná mér eftir slysið fékk mikinn tíma til þess að hugsa mig um og komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hollt né skemmtilegt að halda áfram að dansa ef ég væri ekki að gera það fyrir sjálfa mig og ef ég væri ekki að njóta þess til fulls, svo það var þá sem að ég ákvað að flytja heim og vera með fjölskyldunni minni aftur.“ Það var því ekki erfið ákvörðun fyrir hana að hætta í dansinum, hún var tilbúin. „Ég var náttúrlega búin að eyða 16 árum af lífi mínu í dansinn og get ég sagt að ég hafi helgað líf mitt dansinum. Þegar ég ákvað að hætta þá fannst mér kominn tími til að lifa „venjulegu“ lífi, hvað sem það þýddi. Ég til dæmis byrjaði ekki að vinna, drekka eða djamma fyrr en ég var tvítug, ekki að það skipti neinu máli, en dansinn var líf mitt þangað til ég hætti. Ég hef alltaf sagst vera í danspásu frekar en að vera hætt og held ég að það sé líka bara til þess að hugga mitt litla hjarta. En þetta er þó alveg eins og að hjóla, þú gleymir þessu aldrei.“ Dansparið er nú á fullu að undirbúa sig fyrir fyrsta þáttinn.Stöð 2/Allir geta dansað Ætla að gera þjóðina orðlausa Í ágúst hafði Adam Reeve fyrrum dansþjálfari Malínar Öglu samband við hana og bauð henni að vera með í þessari þáttaröð af Allir geta dansað. Þrátt fyrir að hafa verið í pásu frá dansinum þá hikaði hún ekki við að stökkva á þetta verkefni. „Ég þurfti sko ekki að hugsa mig tvisvar um, mér fannst þetta of spennandi tækifæri og skemmtileg upplifun sem ég mætti ekki missa af og svo er ég náttúrlega bara að vinna með skemmtilegasta fólkinu.“ Dansherra hennar í þáttunum er bardagakappinn Jón Viðar Arnþórsson, sem er einn af stofnendum Mjölnis og stofnandi ISR á Íslandi. Hann starfar í dag við það að þjálfa fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í neyðarvörn og öryggistökum auk þess sem hann sér um slagsmálaatriði og áhættuatriði í íslenskum kvikmyndum og þáttum. Malín Agla segir að þau nái mjög vel saman á dansgólfinu og utan þess. „Jón Viðar er algjör draumur í dós þegar kemur að nemanda. Hann er einstaklega duglegur að æfa sig heima og þannig auðveldar hann mér vinnuna og ég held að ég geti sagt með fullri vissu að við höfum ekki ennþá átt eina leiðinlega dansæfingu, þó svo að ég sé ekki alltaf næs, sérstaklega þegar hann réttir ekki nógu vel úr hnjánum eða höndunum. Við erum orðnir mjög góðir vinir og held ég að við munum alltaf verða vinir eftir þessa reynslu saman. Hann er mjög þægileg og opinská manneskja og við náum vel saman og getum spjallað um allt milli himins og jarðar, sem mér finnst rosalega skemmtilegt og ég held að það bæti þessa reynslu fyrir okkur þúsundfalt.“ Parið dró Sömbuna sem sinn fyrsta dans í þáttaröðinni, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 föstudaginn 29. nóvember. „Hún verður sko geggjuð. Við erum nýbúin að negla rútínuna okkar og nú æfum við stíft svo að við getum gert ykkur öll orðlaus eftir fyrsta þáttinn,“ segir Malín Agla full sjálfstrausts. Nánast rúmliggjandi í mánuð Malín Agla hefur verið í sambandi með Svari Ingvarssyni einkaþjálfara síðan árið 2017 og eru þau mjög spennt fyrir því að eignast sitt fyrsta barn saman á næsta ári. „Við kynntumst bara á B5 á Bankastræti 5 aðfaranótt laugardags 11. mars. Hann sagði „Hæ“ við mig og nú er hann búinn að barna mig.“ Hún er nú á 20. viku meðgöngunnar og í næstu viku fá þau að vita kyn barnsins. „Meðgangan hefur verið nokkuð góð. Hún var frekar erfið fyrstu þrjá mánuðina en ég var með stanslausa ógleði allan daginn. Sem betur fer voru lítil sem engin uppköst. Þreytan lét líka til sín segja og var ég eiginlega rúmliggjandi frá áttundu viku alveg fram að tólftu viku. Ég stundaði líkamsrækt sex til sjö sinnum í viku áður en ég varð ólétt en eftir að ég varð ólétt þá hef ég minnkað það niður í þrisvar til fimm sinnum í viku. Dagarnir eru misgóðir en finnst mér þó mikilvægt halda hreyfingunni við á meðgöngu, fyrir sjálfa mig sem og barnið.“ View this post on Instagram Í apríl ætlum við að verða þrjú A post shared by Malín Agla Kristjánsdóttir (@malinagla) on Oct 12, 2019 at 1:42pm PDT Ætlar að dansa „eins lengi og líkaminn leyfir“ Malín Agla segir að undirbúningurinn fyrir Allir geta dansað sé alls ekki það erfiðasta sem hún hefur þurft að gera á meðgöngunni.„Það er frekar þægileg hreyfing og kýs ég dansinn fram yfir ræktina til dæmis. Hann liðkar mann og maður er einhvern vegin alltaf á stanslausri hreyfingu sem mér þykir mjög þægilegt. Ég mæli með því að allar konur, sem geta, dansi á sinni meðgöngu.“ Hún segir að meðgangan muni hafa mjög lítil áhrif á þátttöku hennar í keppninni. „Jú maginn á mér á eftir að stækka með hverri vikunni, en það er sko ekki að fara að stoppa mig. Annars finnst mér hún ekkert hafa gert vart við sig, fyrir utan togverki hér og þar, en það er ekkert sem ég get kvartað yfir svo sem.“ Malín Agla segir að hún hafi ekki vitað að hún væri ófrísk, þegar henni var boðið að taka þátt í dansþáttunum vinsælu. „Ég komst ekki að bumbubúanum fyrr en viku eftir að ég var búin að segja já við því að taka þátt í Allir geta dansað. Í kjölfarið þurfti ég að ræða fyrir framleiðslustjórana og þurftu þau að hafa samband við BBC (eiganda þáttanna), en við komumst að þeirri niðurstöðu að svo lengi sem ég treysti mér til þess að taka þátt að þá væri allt gott og blessað og bumbubúinn meira en velkominn að vera með.“ Hún ætlar að halda áfram að dansa á meðgöngunni og telur að dansinn hafi bara jákvæð áhrif á líðan hennar. „Ég ætla mér að dansa eins lengi og líkaminn leyfir mér. Öll hreyfing á meðgöngu er góð hreyfing og þar sem að ég hef dansað mest allt mitt líf þá er þetta einnig öruggasta hreyfingin fyrir mig að stunda, og svo er líka bara fínt að undirbúa bumbubúann vel svona snemma svo að hann eða hún komi í heiminn stígandi eitt eða tvö dansspor.“ Allir geta dansað Dans Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið "Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember. 6. september 2019 11:15 Sjáðu myndirnar: Ungfrú Ísland krýnd í gær Allir voru í sínu fínasta pússi í Hörpu í gær. 6. september 2015 10:45 Malín Agla ætlar að verða heimsmeistari Það er mikið um að vera þessa dagana hjá Malínu Öglu Kristjánsdóttur. Hún vann nýlega titilinn Miss Talent Iceland 2015, eða Hæfileikastúlkan 2015 fyrir samkvæmisdansa í Ungfrú Ísland. 17. september 2015 13:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Sextán ára dansferli Malínar Öglu Kristjánsdóttur lauk með skíðaslysi í Noregi árið 2016 en hún segir að dansinn hafi haft mikil áhrif á hennar sjálfsmynd. Malín Agla dansar nú við bardagakappann Jón Viðar Arnþórsson í þáttunum Allir geta dansað sem hefjast á Stöð 2 í næstu viku. Hún á von á sínu fyrsta barni í apríl og segir að meðgangan hafi engin áhrif á keppnina. „Ég er úr Reykjavík en er einnig ættuð frá Tælandi. Faðir minn er íslenskur og móðir mín er tælensk sem gerir mig hálf íslenska og hálf tælenska.“ Malín Agla er 24 ára gömul og stundar nám við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur stundað íþróttir allt sitt líf, mest listskauta og samkvæmisdans. Malín Agla segist hafa upplifað fordóma hér á landi vegna uppruna og útlits. „Ég var lögð í þónokkuð mikið einelti í grunnskóla, og það sem mér fannst alltaf leiðinlegast var hvað fjölskyldan mín var dregin mikið inn í það. Ég taldi mig takast á við eineltið nokkuð vel en það tók að sjálfsögðu sinn toll og var ég dugleg að standa upp fyrir sjálfri mér. Á eldri árum hef ég oft lent í því að vera spurð á ensku: „Do you speak Icelandic?“ og þá svara ég með breiðu brosi „Já, hvað get ég gert fyrir þig?“ og fólki verður alltaf jafn brugðið.“ Aðspurð hvernig hún myndi lýsa sjálfri sér svarar hún „ólétt, þrjósk, metnaðarfull, glaðlynd, sterk, dugleg, kjánaleg, ofhugsari og kærleiksrík.“ Hún stefnir á að verða einkaþjálfari með það markmið í huga að hjálpa dönsurum að þjálfa líkamann sinn fyrir utan dansæfingar og styrkja sig í kjölfarið og verða bestu útgáfurnar af sjálfri sér, á dansgólfinu og utan þess. Aðsend mynd Alltaf verið íþróttakona Íþróttir hafa alltaf spilað stórt hlutverk í hennar lífi og það sama má segja um fleiri fjölskyldumeðlimi sem hafa meðal annars náð langt í karate og handbolta. Kristján Örn Kristjánsson bróðir Malínar Öglu er landsliðsmaður og stórskytta handboltaliðs ÍBV og samdi í haust við franskt úrvalsdeildarfélag, AIX Pauc. Malín Agla viðurkennir að það sé því óhætt að segja að það sé keppnisskap í systkinahópnum. „Við höfum öll verið og erum nokkur enn þá í íþróttum og getum við þakkað föður okkar fyrir það. Á yngri árum var hann mjög duglegur að leyfa okkur að prófa hinar og þessar íþróttirnar þangað til að við fundum það sem okkur líkaði best við. Svo voru foreldrar okkar alltaf jafn dugleg að keyra okkur til og frá æfingum, fara með okkur í keppnisferðir og studdu og styðja enn alltaf við bakið á okkur, sama hvað.“ Helstu áhugamál Malínar Öglu eru líkamsrækt og hreyfing og aðstoðar hún líka aðra við hreyfingu og mataræði í gegnum fjarþjálfun. „Ég hef verið íþróttakona allt mitt líf og eftir að ég hætti í keppnisdansi þá hef ég fundið mig í ræktinni. Ég byrjaði í dansi þegar ég var fjögurra ára. Þá hafði ég verið að dansa fyrir framan sjónvarpið við kvikmyndina Grease frá því að ég gat staðið í fæturna og pabbi gjörsamlega kominn með nóg og ákvað að skrá mig á dansnámskeið.“ View this post on Instagram It’s wedding season baby #naggaband19 A post shared by Malín Agla Kristjánsdóttir (@malinagla) on Jul 7, 2019 at 9:03am PDT Sér ekki eftir neinu Hún segist hafa vitað að hún ætlaði langt í dansíþróttinni í kringum 10 til 12 ára aldurinn. Nokkrum árum seinna var hún flutt ein til annars lands vegna dansins, ákvörðun sem velta má fyrir sér hvort margir jafnaldrar hefðu þorað að taka á þeim aldri.„Þá var ég byrjuð að fara í keppnisferðir til Bretlands og Írlands og ég gjörsamlega elskaði það. Að sjá hve stór dansheimurinn var úti í heimi heillaði mig rosalega mikið og vissi ég að til þess að ná enn lengra þá yrði ég að flytja út í heim. Þegar ég var 16 ára bauðst mér svo tækifæri að dansa við strák í Danmörku og ég var sko ekki lengi að segja já við því. Mamma var ekki alveg á sama máli og fannst ég vera of ung til að flytja út strax en hún fékk sko engu um það ráðið. Viku eftir að mér barst þetta boð eða þann 1. janúar 2012 hoppaði ég í flug til Danmerkur í svokallaða dansprufu. Þann 12. janúar hoppaði ég svo í flug, átti aðeins miða aðra leið, og var flutt til Danmerkur að hefja nýtt dansævintýri.“ Danmerkurævintýri Malínar Öglu var æðislegt að hennar sögn. „Ég var í Borgarholtsskóla í hálft ár áður en ég flutti út, og svo stundaði ég nám við Falkonergårdens Gymnasium í tvö ár á meðan ég bjó úti. Ég mæli einstaklega mikið með því að fólk prófi að flytja út fyrir landsteinana. Það opnar svo rosalega margar dyr og gefur manni allt aðra sýn á heiminn í kringum sig. Ég bjó í Danmörku í tvö og hálft ár, í Frakklandi í eitt ár og svo í Noregi í hálft ár. Ég öðlaðist mikla lífsreynslu öll þessi ár mín í útlöndum og myndi ég ekki breyta því eða skipta því út fyrir neitt. Hvað varðar dansinn þá tel ég að ég hefði aldrei náð jafn langt í dansinum ef ég hefði ekki flutt erlendis. Ég kynntist svo mikið af frábæru fólki, þjálfurum og leiðbeinendum, sem kenndu mér og gáfu mér svo margt sem nýtist mér enn þann dag í dag. Í daglegu lífi þá get ég náttúrlega sagt að ég lærði að opna mig fyrir nýjum og spennandi hlutum, ég lærði þrjú tungumál til viðbótar og tala því sex tungumál í dag.“ Einnig eignaðist hún góða vini og fjölskyldur sem hún heimsækir reglulega og fær í heimsóknir til sín. Hún segir að þetta sé vinátta sem hún muni eiga áfram út ævina. „Ég sé ekki eftir neinu og ef ég gæti gert þetta aftur, þá myndi ég hiklaust gera það.“ Malín Agla hefur verið í íþróttum frá fjögurra ára aldri.Aðsend mynd Öguð og erfið íþrótt Malín Agla segir að leyndarmálið á bak við sinn árangur hafi verið gott bakland. „Pabbi var rosalega duglegur að kenna mér aga og virðingu frá unga aldri og að til þess að ganga vel þá þyrfti maður að vera duglegur. Svo var mamma mín helsta stuðningsmanneskja. Hún keyrði mig til og frá æfingum, saumaði danskjóla á mig, greiddi mér og málaði mig fyrir keppnir og ég veit ekki hvað hún gerði ekki fyrir mig. Samkvæmisdansinn er mjög agað sport og byrjaði ég mjög ung að fara í einkatíma hjá heimsmeisturunum Adam og Karen Reeve, og þar lærði ég hvernig maður á að æfa og af hverju maður æfir þannig og tók ég mikið af því með mér þegar ég flutti út til Danmerkur.“ Hún er líka dugleg að hvetja sig áfram með því að hugsa fallega til sín og um sig. „Það er ekki alltaf jafn auðvelt en oft verð ég að minna sjálfa mig á hvað ég er búin að áorka í lífinu og hvaða erfiðleika ég er búin að komast yfir. Svo finnst mér líka hjálpa rosalega mikið að vera skipulögð og vera í rútínu. Borða hollt og hreyfa mig reglulega, hlusta á góða tónlist og svo er oft gott að tala við vini og vandamenn ef manni vantar auka hvatningu.“ Fjarveran frá fjölskyldunni erfið Hún viðurkennir að dansinn hafi marga kosti en vissulega galla líka. Það besta við dansinn sé þetta frelsi til að hreyfa sig. „Ég mun aldrei hætta að dansa þó svo að ég sé hætt í keppnisdansi. Það er ekkert skemmtilegra en að geta stigið eitt eða tvö spor heima í stofu. Ég elska líka að hlusta á mismunandi tónlist og geta túlkað hana. Það er eitthvað sem ekki allir kunna, að virkilega hlusta á tónlist, og finnst mér það mjög skemmtileg kunnátta að búa yfir. Svo er dansinn bara ótrúlega skemmtileg íþrótt, hvort sem þú stundir hana sem keppni eða bara til gamans. Það erfiðasta var fjarveran frá fjölskyldunni minni. Eins og ég sagði hér áður þá kem ég úr stórri íþróttafjölskyldu og fannst mér alltaf jafn leiðinlegt að missa af afrekum bræðra minna, þegar ég bjó úti. Ég er mikil fjölskylduvera og elska að vera í kringum fjölskylduna mína og vini og var það klárlega eitt það erfiðasta, að fara frá þeim.“ Eins og nokkrir afreksmenn í íþróttum hafa tjáð sig um síðustu vikur getur verið erfitt að stunda sína íþrótt, þegar launin eru lítil sem engin og erfitt að fá styrki fyrir keppnisferðum eða fatnaði og öðrum búnaði. Malín Agla segir að það sé því klárlega erfitt að fjármagna þessa íþrótt. „Hún er ekki jafn viðurkennd og til dæmis fótbolti eða handbolti og því erfitt að fá styrktaraðila, og sérstaklega á Íslandi. Einkatímar, dansskór, danskjólar, keppnisferðir erlendis, snyrtidót, hárdót og svo margt fleira getur numið nokkrum milljónum ár hvert í atvinnumannadansheiminum.“ Lærði að elska sjálfa sig í Ungfrú Ísland Margir dansarar hafa átt í erfiðleikum með að halda jákvæðri sjálfsmynd og líkamsmynd í keppnisheiminum þar sem mikil áhersla er lögð á útlit og samanburð. „Dansinn hefur haft misgóð áhrif á sjálfsmyndina mína, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Á unglingsárunum þá barðist ég mikið við sjálfsmyndina mína. Það snerist allt um að vera eins grönn og létt og ég gat verið. Þegar ég flutti til Danmerkur þá bættist sjálfsmyndin verulega. Mamma dansherra míns var mjög dugleg að hjálpa mér að koma mataræðinu á réttan veg og svo kom ég mér í einkaþjálfun til þess að byggja upp réttan styrk í líkamanum. Ég lærði hvað rétt mataræði og hreyfing gat haft jákvæð áhrif á dansinn og þá var ekki aftur snúið.“ Malín Agla náði mjög góðum árangri á sínum keppnisferli og náði meðal annars að verða Íslandsmeistari. Hún segir að skemmtilegasta augnablik ferilsins hafi þó verið að lenda í 9. sætiá heimsmeistaramótinu í 10 dönsum í flokki ungmenna undir 21 árs aldri. Mótið var haldið í Vancouver í Kanada árið 2015 og sama ár keppti Malín Agla í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland. „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í Ungfrú Ísland. Það var í raun og veru bara bónus að vinna titilinn Hæfileikastúlkan og á ég samkvæmisdönsunum að þakka fyrir það. Ég ákvað að taka þátt langaði að prófa eitthvað nýtt og taka nokkur skref út fyrir þægindarammann minn. Ég var nýkomin úr erfiðu sambandi og var mjög brotin og langaði að skora svolítið á sjálfa mig. Ég skráði mig í keppnina án þess að láta neinn vita, því ég var fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig. Ég fór inn í þetta með engar væntingar, mig langaði í raun og veru bara að læra að elska sjálfa mig aftur og get ég með fullri vissu sagt að Ungfrú Ísland keppnin hjálpaði mér svo sannarlega með það. Þetta var mjög uppbyggjandi og ég er þakklát fyrir þær vinkonur sem ég eignaðist í kjölfarið.“ Malín Agla segir að dansinn hafi fært sér ótal tækifæri og haldi áfram að gera það, eins og til dæmis með þáttunum Allir geta dansað. „Ég hef fengið að ferðast um allan heim til þess að taka þátt í danskeppnum og kynnst fólki alls staðar frá. Ég hef fengið að taka þátt í Evrópu- og heimsmeistaramótum og svo hef ég tekið þátt í allskonar verkefnum og sjónvarpsþáttum. Ég tók til dæmis þátt í Dans, dans, dans sem var á RÚV á sínum tíma.“ Dansinn var stór hluti af lífi Malínar Öglu í 16 ár. Hún dregur nú fram dansskóna eftir tæplega fjögurra ára hlé.Aðsend mynd Gat ekki gengið í tvo mánuði eftir slysið Malín Agla lagði keppnisskóna á hilluna fyrir tæpum fjórum árum síðan eftir að hún varð fyrir alvarlegum meiðslum. Aðeins fimm mánuðum áður hafði hún sagt í viðtali við Lífið á Vísi að markmið sitt væri að verða heimsmeistari einn daginn en þá var hún númer níu á heimslistanum. Örlögin tóku þó í taumana. „Ég lenti í því að skíða á tré í febrúar árið 2016 og varð það eiginlega til þess að ég hætti í samkvæmisdansi. Ég fór á móti öllum reglum sem íþróttafólk á borð við mig hefur, sem notar fæturna rosalega mikið. Ég skellti mér á skíði þegar ég bjó og var að dansa í Noregi og endaði á að sprengja á mér sköflunginn við það að skíða inn í tré. Ég labbaði ekki í tvo mánuði eftir slysið og endaði það með því að ég flutti heim og naut þess svo mikið að vera komin heim eftir fjögurra ára fjarveru að ég ákvað að leggja dansskóna á hilluna eftir 16 ára dansferil. Svo hef ég bara ekki rifið þá af hillunni síðan, ekki fyrr en núna í raun fyrir Allir geta dansað.“ Meiðslin voru ekki aðeins erfið líkamlega heldur tók þetta mikinn toll af henni andlega. „Mér leið alls ekki vel. Það tók mjög mikið á að vera meidd, og hvað þá á fæti. Ég hafði aldrei verið meidd áður né lent í slysi sem þessu og hafði aldrei þurft að ganga í gegnum svona áður. Þetta slys hitti líka akkúrat á tíma þar sem að ástríðan mín fyrir dansinum var hægt og rólega að fjara út og mér fannst ég vera að gera þetta fyrir alla nema sjálfa mig. Á meðan ég var að ná mér eftir slysið fékk mikinn tíma til þess að hugsa mig um og komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hollt né skemmtilegt að halda áfram að dansa ef ég væri ekki að gera það fyrir sjálfa mig og ef ég væri ekki að njóta þess til fulls, svo það var þá sem að ég ákvað að flytja heim og vera með fjölskyldunni minni aftur.“ Það var því ekki erfið ákvörðun fyrir hana að hætta í dansinum, hún var tilbúin. „Ég var náttúrlega búin að eyða 16 árum af lífi mínu í dansinn og get ég sagt að ég hafi helgað líf mitt dansinum. Þegar ég ákvað að hætta þá fannst mér kominn tími til að lifa „venjulegu“ lífi, hvað sem það þýddi. Ég til dæmis byrjaði ekki að vinna, drekka eða djamma fyrr en ég var tvítug, ekki að það skipti neinu máli, en dansinn var líf mitt þangað til ég hætti. Ég hef alltaf sagst vera í danspásu frekar en að vera hætt og held ég að það sé líka bara til þess að hugga mitt litla hjarta. En þetta er þó alveg eins og að hjóla, þú gleymir þessu aldrei.“ Dansparið er nú á fullu að undirbúa sig fyrir fyrsta þáttinn.Stöð 2/Allir geta dansað Ætla að gera þjóðina orðlausa Í ágúst hafði Adam Reeve fyrrum dansþjálfari Malínar Öglu samband við hana og bauð henni að vera með í þessari þáttaröð af Allir geta dansað. Þrátt fyrir að hafa verið í pásu frá dansinum þá hikaði hún ekki við að stökkva á þetta verkefni. „Ég þurfti sko ekki að hugsa mig tvisvar um, mér fannst þetta of spennandi tækifæri og skemmtileg upplifun sem ég mætti ekki missa af og svo er ég náttúrlega bara að vinna með skemmtilegasta fólkinu.“ Dansherra hennar í þáttunum er bardagakappinn Jón Viðar Arnþórsson, sem er einn af stofnendum Mjölnis og stofnandi ISR á Íslandi. Hann starfar í dag við það að þjálfa fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í neyðarvörn og öryggistökum auk þess sem hann sér um slagsmálaatriði og áhættuatriði í íslenskum kvikmyndum og þáttum. Malín Agla segir að þau nái mjög vel saman á dansgólfinu og utan þess. „Jón Viðar er algjör draumur í dós þegar kemur að nemanda. Hann er einstaklega duglegur að æfa sig heima og þannig auðveldar hann mér vinnuna og ég held að ég geti sagt með fullri vissu að við höfum ekki ennþá átt eina leiðinlega dansæfingu, þó svo að ég sé ekki alltaf næs, sérstaklega þegar hann réttir ekki nógu vel úr hnjánum eða höndunum. Við erum orðnir mjög góðir vinir og held ég að við munum alltaf verða vinir eftir þessa reynslu saman. Hann er mjög þægileg og opinská manneskja og við náum vel saman og getum spjallað um allt milli himins og jarðar, sem mér finnst rosalega skemmtilegt og ég held að það bæti þessa reynslu fyrir okkur þúsundfalt.“ Parið dró Sömbuna sem sinn fyrsta dans í þáttaröðinni, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 föstudaginn 29. nóvember. „Hún verður sko geggjuð. Við erum nýbúin að negla rútínuna okkar og nú æfum við stíft svo að við getum gert ykkur öll orðlaus eftir fyrsta þáttinn,“ segir Malín Agla full sjálfstrausts. Nánast rúmliggjandi í mánuð Malín Agla hefur verið í sambandi með Svari Ingvarssyni einkaþjálfara síðan árið 2017 og eru þau mjög spennt fyrir því að eignast sitt fyrsta barn saman á næsta ári. „Við kynntumst bara á B5 á Bankastræti 5 aðfaranótt laugardags 11. mars. Hann sagði „Hæ“ við mig og nú er hann búinn að barna mig.“ Hún er nú á 20. viku meðgöngunnar og í næstu viku fá þau að vita kyn barnsins. „Meðgangan hefur verið nokkuð góð. Hún var frekar erfið fyrstu þrjá mánuðina en ég var með stanslausa ógleði allan daginn. Sem betur fer voru lítil sem engin uppköst. Þreytan lét líka til sín segja og var ég eiginlega rúmliggjandi frá áttundu viku alveg fram að tólftu viku. Ég stundaði líkamsrækt sex til sjö sinnum í viku áður en ég varð ólétt en eftir að ég varð ólétt þá hef ég minnkað það niður í þrisvar til fimm sinnum í viku. Dagarnir eru misgóðir en finnst mér þó mikilvægt halda hreyfingunni við á meðgöngu, fyrir sjálfa mig sem og barnið.“ View this post on Instagram Í apríl ætlum við að verða þrjú A post shared by Malín Agla Kristjánsdóttir (@malinagla) on Oct 12, 2019 at 1:42pm PDT Ætlar að dansa „eins lengi og líkaminn leyfir“ Malín Agla segir að undirbúningurinn fyrir Allir geta dansað sé alls ekki það erfiðasta sem hún hefur þurft að gera á meðgöngunni.„Það er frekar þægileg hreyfing og kýs ég dansinn fram yfir ræktina til dæmis. Hann liðkar mann og maður er einhvern vegin alltaf á stanslausri hreyfingu sem mér þykir mjög þægilegt. Ég mæli með því að allar konur, sem geta, dansi á sinni meðgöngu.“ Hún segir að meðgangan muni hafa mjög lítil áhrif á þátttöku hennar í keppninni. „Jú maginn á mér á eftir að stækka með hverri vikunni, en það er sko ekki að fara að stoppa mig. Annars finnst mér hún ekkert hafa gert vart við sig, fyrir utan togverki hér og þar, en það er ekkert sem ég get kvartað yfir svo sem.“ Malín Agla segir að hún hafi ekki vitað að hún væri ófrísk, þegar henni var boðið að taka þátt í dansþáttunum vinsælu. „Ég komst ekki að bumbubúanum fyrr en viku eftir að ég var búin að segja já við því að taka þátt í Allir geta dansað. Í kjölfarið þurfti ég að ræða fyrir framleiðslustjórana og þurftu þau að hafa samband við BBC (eiganda þáttanna), en við komumst að þeirri niðurstöðu að svo lengi sem ég treysti mér til þess að taka þátt að þá væri allt gott og blessað og bumbubúinn meira en velkominn að vera með.“ Hún ætlar að halda áfram að dansa á meðgöngunni og telur að dansinn hafi bara jákvæð áhrif á líðan hennar. „Ég ætla mér að dansa eins lengi og líkaminn leyfir mér. Öll hreyfing á meðgöngu er góð hreyfing og þar sem að ég hef dansað mest allt mitt líf þá er þetta einnig öruggasta hreyfingin fyrir mig að stunda, og svo er líka bara fínt að undirbúa bumbubúann vel svona snemma svo að hann eða hún komi í heiminn stígandi eitt eða tvö dansspor.“
Allir geta dansað Dans Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið "Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember. 6. september 2019 11:15 Sjáðu myndirnar: Ungfrú Ísland krýnd í gær Allir voru í sínu fínasta pússi í Hörpu í gær. 6. september 2015 10:45 Malín Agla ætlar að verða heimsmeistari Það er mikið um að vera þessa dagana hjá Malínu Öglu Kristjánsdóttur. Hún vann nýlega titilinn Miss Talent Iceland 2015, eða Hæfileikastúlkan 2015 fyrir samkvæmisdansa í Ungfrú Ísland. 17. september 2015 13:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið "Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember. 6. september 2019 11:15
Sjáðu myndirnar: Ungfrú Ísland krýnd í gær Allir voru í sínu fínasta pússi í Hörpu í gær. 6. september 2015 10:45
Malín Agla ætlar að verða heimsmeistari Það er mikið um að vera þessa dagana hjá Malínu Öglu Kristjánsdóttur. Hún vann nýlega titilinn Miss Talent Iceland 2015, eða Hæfileikastúlkan 2015 fyrir samkvæmisdansa í Ungfrú Ísland. 17. september 2015 13:00