Telur hættu á að ekki sé horft til heildarinnar Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Capacent metur hlutabréf Kviku banka á 12,4 krónur á hlut. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningar á næstu þremur árum vegna kaupauka starfsmanna er verðmatsgengið 11,3 krónur á hlut. Við lokun markaðar í gær var gengið 10,55 og því er verðmatið 17,5 prósent yfir markaðsgengi. „Sjálfstæði hverrar rekstrareiningar [Kviku] er mikið og kröfur um arðbærni rekstrar er mikill,“ segir í greiningu Capacent sem Markaðurinn hefur undir höndum. „Tekjur starfsmanna eru tengdar afkomu sviða og því hætta á að ekki sé horft nægilega til framtíðar og til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á heildarhagsmuni bankans. Hagmunir einstakra sviða geta því þvælst fyrir heildarhagsmunum bankans. Innanhússpólitík getur skapað vandamál í fyrirtækjum sem eru samsett úr mörgum smærri einingum,“ segir Capacent. Kvika byggir á samruna MP-banka, Straumi, Virðingar, Öldu-sjóðum og Gamma. Kvika er ekki alhliða banki heldur býður þjónustu þar sem ábatinn er mestur og nýtir með þeim hætti veikleika stóru viðskiptabankanna, segir í verðmatinu. „Ýmis þjónusta hefur verið frí hjá bönkunum eða undirverðlögð á meðan verð annarrar þjónustu er hátt.“ Greinendur Capacent segja að stóru bankarnir eigi erfitt um vik að keppa við Auði, innlánsreikninga Kviku. „Bankarnir geta ekki hækkað innlánsvexti án þess að vaxtamunur þeirra lækki sem dregur úr arðsemi þar sem vaxtamunur bankanna er notaður til að greiða niður annan fastan kostnað,“ og benda á að vaxtamunurinn sé hins vegar hrein viðbót við hagnað Kviku þar sem vaxtamunurinn stendur ekki undir öðrum kostnaði. – hvj Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Capacent metur hlutabréf Kviku banka á 12,4 krónur á hlut. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningar á næstu þremur árum vegna kaupauka starfsmanna er verðmatsgengið 11,3 krónur á hlut. Við lokun markaðar í gær var gengið 10,55 og því er verðmatið 17,5 prósent yfir markaðsgengi. „Sjálfstæði hverrar rekstrareiningar [Kviku] er mikið og kröfur um arðbærni rekstrar er mikill,“ segir í greiningu Capacent sem Markaðurinn hefur undir höndum. „Tekjur starfsmanna eru tengdar afkomu sviða og því hætta á að ekki sé horft nægilega til framtíðar og til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á heildarhagsmuni bankans. Hagmunir einstakra sviða geta því þvælst fyrir heildarhagsmunum bankans. Innanhússpólitík getur skapað vandamál í fyrirtækjum sem eru samsett úr mörgum smærri einingum,“ segir Capacent. Kvika byggir á samruna MP-banka, Straumi, Virðingar, Öldu-sjóðum og Gamma. Kvika er ekki alhliða banki heldur býður þjónustu þar sem ábatinn er mestur og nýtir með þeim hætti veikleika stóru viðskiptabankanna, segir í verðmatinu. „Ýmis þjónusta hefur verið frí hjá bönkunum eða undirverðlögð á meðan verð annarrar þjónustu er hátt.“ Greinendur Capacent segja að stóru bankarnir eigi erfitt um vik að keppa við Auði, innlánsreikninga Kviku. „Bankarnir geta ekki hækkað innlánsvexti án þess að vaxtamunur þeirra lækki sem dregur úr arðsemi þar sem vaxtamunur bankanna er notaður til að greiða niður annan fastan kostnað,“ og benda á að vaxtamunurinn sé hins vegar hrein viðbót við hagnað Kviku þar sem vaxtamunurinn stendur ekki undir öðrum kostnaði. – hvj
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira