Erlent

Forseti Súrínam fundinn sekur um morð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bouterse (t.v.) er hér með Xi Jinping, leiðtoga Kína.
Bouterse (t.v.) er hér með Xi Jinping, leiðtoga Kína. Vísir/Getty
Desi Bouterse, forseti Súrínam, hefur verið fundinn sekur um morð af dómstól þar í landi, vegna aftaka á 15 pólitískum andstæðingum sem hann fyrirskipaði árið 1982, í kjölfar valdaránstilraunar. Hann var dæmdur í 20 ára fangelsi.

Bouterse hefur verið forseti Súrínam frá árinu 2010, en á árunum 1980 til 1987 var hann einvaldur í Suður-Ameríkuríkinu.

Pólitískir andstæðingar Bouterse hafa kallað eftir afsögn forsetans, sem var staddur í opinberri heimsókn í Kína þegar dómurinn var kveðinn upp.

Niðurstaða réttarins var sú að Bouterse hefði verið yfir aðgerðum þar sem hermenn á vegum ríkisins námu á brott 16 þekkta andstæðinga ríkisstjórnarinnar, lögfræðing, blaðamenn og háskólakennara, og drápu 15 þeirra. Einn verkalýðsleiðtogi lifði aðgerðirnar af, en hann bar seinna vitni gegn Bouters.

Bouterse neitar ásökunum á hendur sér og líklegt er talið að hann muni áfrýja dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×