Súrínam

Sextugur fimmtíu barna faðir og forseti félagsins ákvað að stilla sér upp í framlínunni
Ronnie Brunswijk spilaði 54 mínútur í 6-0 tapi Inter Moengotapoe gegn Olimpia frá Hondúras í 16-liða úrslitum CONCACAF-keppninnar. Brunswijk hefur ekki verið leikmaður liðsins í meira en áratug en lét það ekki stöðva sig. Hann er forseti félagsins og getur greinilega gert það sem honum sýnist.

Dæmdur morðingi gæti náð kjöri sem forseti
Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði.

Forseti Súrínam fundinn sekur um morð
Desi Bouterse, forseti Súrínam, hefur verið fundinn sekur um morð af dómstól þar í landi, vegna aftaka á 15 pólitískum andstæðingum sem hann fyrirskipaði árið 1982, í kjölfar valdaránstilraunar. Hann var dæmdur í 20 ára fangelsi, en líklegt er talið að hann muni áfrýja dómnum.

Gunnar Bragi annar í orði en á barborði
Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni.

Sjóræningjar myrtu 12 skipverja
David Granger, forseti Suður-Ameríkuríkisins Gvæjana, segir að um 12 þarlendir sjómenn hafi verið myrtir af sjóræningjum í liðinni viku.

Tíu í haldi grunaðir um fíkniefnasmygl
Óvenju miklar annir eru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings. Tíu aðskilin smyglmál hafa komið upp á skömmum tíma. Rannsakað er hvort þau tengist innbyrðis.

Ísland og Súrinam kalla karla til fundar um jafnréttismál
Utanríkisráðherra tilkynnti hjá Sameinuðu þjóðunum í gær að boðað yrði til rakarastofu ráðstefnu á vettvangi samtakanna á næsta ári þar sem karlar ræði ofbeldi gegn konum.

Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að Ísland og Súrinam muni leiða saman karlkynsleiðtoga til að ræða kvenréttindi.

Erlendir svikahrappar halda vöku fyrir Íslendingum
Símhringingar og sms-sendingar um miðjar nætur reyna að hafa fé út úr grandalausum.