Berst fyrir þá sem þurfa hjálp Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Justin Wren stofnaði samtökin Fight for the Forgotten árið 2011 til að bæta lífsgæði kúgaðra pygmýja í Afríku. MYND/FIGHTFORtheFORGOTTEN.org Justin Wren er alvöru hvunndagshetja. Hann átti erfitt á yngri árum og sökk djúpt í þunglyndi og fíkn en hefur tekist að snúa lífinu alveg við. Nú er hann atvinnumaður í blönduðum bardagalistum og hefur helgað líf sitt góðgerðarstarfsemi. Wren stofnaði góðgerðarsamtökin Fight for the Forgotten árið 2011, sem hafa grafið brunna fyrir þúsundir pygmýja í Kongó til að tryggja þeim aðgang að fersku drykkjarvatni, ásamt því að sjá þeim fyrir landsvæði og öðru sem þeir þurfa til að lifa mannsæmandi lífi. Pygmýjar búa við mikla kúgun og eru hnepptir í þrældóm og jafnvel étnir af öðrum ættbálkum í Kongó. Nýlega hófu samtökin að gera það sama fyrir pygmýja í Úganda. Samtökin hafa nú safnað yfir milljón dollurum, fjármagnað 62 brunna og keypt yfir 3.000 ekrur af landsvæði fyrir heimilislausa pygmýja. Árið 2014 hóf Wren að berjast fyrir Bellator-bardagasamtökin og notaði tækifærið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Hann notar stóran hluta af tekjunum úr bardögunum þar til að styrkja starf samtakanna. En vinna hans hafa tekið sinn toll. Wren hefur ítrekað veikst alvarlega í frumskógum Kongó og veikindin hafa dregið dilk á eftir sér. Árið 2016 var hann svo greindur með áfallastreituröskun vegna upplifunar sinnar í frumskóginum og hann fær enn martraðir um vannærðu ungbörnin sem létust í fanginu á honum.Vissi hvernig honum leið En Wren berst ekki bara fyrir undirmálsfólk í Afríku, hann er líka farinn að beita sér gegn einelti í eigin heimalandi. Nýlega sagði hann frá hinum 12 ára gamla Rayden Overbay sem er á einhverfurófi og heyrnarlaus á öðru eyra. Rayden hefur verið lagður í mikið og grimmilegt einelti síðustu ár og þegar myndbönd af heiftarlegu ofbeldinu sem hann varð fyrir fóru á netið ákveð Wren að gera eitthvað í málinu. Wren vissi alveg hvernig Rayden leið, því hann upplifði það sama þegar hann var á þessum aldri. Fyrir utan líkamlegu sárin skildi það eftir djúp sár á sálinni og fékk hann til að efast um hvort lífið væri þess virði að lifa. „Ég man að fólk hló að mér,“ sagði Wren í samtali við The Guardian. „Enginn sagði neitt eða gerði neitt. Ég man að sá sem réðst á mig labbaði bara í burtu. Það kom ekkert fyrir hann. Alveg eins og hjá Rayden.“ Wren ákvað verða sá sem hann vildi óska að hann hefði átt að þegar hann var barn. Örfáum dögum síðar bauð hann fjölskyldu Raydens í kvöldmat á skrifstofu sinni. Rayden hefur verið lagður í einelti af bekkjarfélögum sínum síðan hann var níu ára, en síðasta ár hefur verið sérstaklega erfitt fyrir hann þar sem hann þyngdist um tæp 50 kíló vegna sykursýkislyfja og byrjaði að ganga með heyrnartæki. Þegar skólayfirvöld fundu hann eftir heiftarlegu árásina sem var tekin upp og sett á netið hafði hann skrifaði „ÉG VIL DREPA MIG“ á handlegginn á sér með tússpenna. Wren hafði verið á sama stað. Hann glímdi við sjálfsvígshugleiðingar þegar hann var unglingur, áður en hann skipti um skóla, byrjaði í glímu og varð Bandaríkjameistari. Hann sagði Rayden að það væri í lagi að líða illa en að það þyrfti ekki að vera svoleiðis áfram. „Ef þú vilt leyfa mér það, vil ég vera vinur þinn,“ sagði Wren við hann.Bætt heimssýn fyrir niðurbrotinn dreng Fljótlega byrjaði myllumerkið #StandWith Rayden (#StöndumMeðRayden) að fá mikla dreifingu á samfélagsmiðlum og Wren hvatti fylgjendur sína til að senda Rayden skilaboð svo að hann fengi að vita að hann stæði ekki einn. MMA-samfélagið tók þátt af miklum krafti, sem og glímukappar úr WWE-heiminum. Stjörnur eins og Terry Crews og Sarah Silverman fylgdu svo í kjölfarið. Fljótlega ákvað sjónvarpsleikarinn A.J. Buckley að bjóða Rayden, foreldrum hans og níu ára gömlum bróður hans til Los Angeles. Daginn eftir fékk Rayden að sjá Kyrrahafið í fyrsta sinn af ströndinni í Malibu, en þangað var hann kominn í einkatíma hjá brimbrettagoðsögnunum Laird Hamilton og Kelly Slater. Rayden féll strax fyrir hafinu, en var hræddur við að fara út í. „Við erum vinir þínir,“ sögðu leiðbeinendurnir honum. „Við viljum deila með þér hvað sjórinn getur verið heilandi.“ Klukkutíma síðar var ekki hægt að fá Rayden til að koma upp úr. Á síðasta degi þeirra í borginni var fjölskyldunni boðið í Disneyland, þar sem Rayden sagði við Wren í gríni „ég fann tvíburabróður þinn“ þegar hann sat fyrir á mynd með Chewbacca. Loks hafði Rayden öðlast nægt sjálfstraust til tjá sig á opinn og afslappaðan hátt. Fólk hefur styrkt fjölskyldu Raydens í gegnum GoFundMe til að fjármagna lækniskostnað og sálfræðimeðferð fyrir strákinn. Ýmis fyrirtæki hafa líka gefið fjölskyldunni föt, skó, mat og dýnur, en þau eru bláfátæk og búa í hjólhýsahverfi í Oklahoma. Rayden fær enn myndbandsskilaboð daglega hvaðanæva úr heiminum og hann hefur meira að segja fengið aðdáendabréf. „Rayden er ekki sami strákur og hann var fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Wren við The Guardian. „Að sjá hann koma út úr skelinni með íþróttamönnum og svo leikurum í Los Angeles var eins og að sjá fiðrildi breiða úr vængjum sínum. Allir þeir sem hafa lagt hönd á plóg hafa hjálpað niðurbrotnum dreng að sjá heiminn í nýju ljósi. Það er virkilega sérstakt.“ Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Wren og Rayden geta gert það á Instagram-síðu Wren, @thebigpygmy. Það er auk þess ein jákvæðasta Instagram-síða sem hægt er að finna. Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Justin Wren er alvöru hvunndagshetja. Hann átti erfitt á yngri árum og sökk djúpt í þunglyndi og fíkn en hefur tekist að snúa lífinu alveg við. Nú er hann atvinnumaður í blönduðum bardagalistum og hefur helgað líf sitt góðgerðarstarfsemi. Wren stofnaði góðgerðarsamtökin Fight for the Forgotten árið 2011, sem hafa grafið brunna fyrir þúsundir pygmýja í Kongó til að tryggja þeim aðgang að fersku drykkjarvatni, ásamt því að sjá þeim fyrir landsvæði og öðru sem þeir þurfa til að lifa mannsæmandi lífi. Pygmýjar búa við mikla kúgun og eru hnepptir í þrældóm og jafnvel étnir af öðrum ættbálkum í Kongó. Nýlega hófu samtökin að gera það sama fyrir pygmýja í Úganda. Samtökin hafa nú safnað yfir milljón dollurum, fjármagnað 62 brunna og keypt yfir 3.000 ekrur af landsvæði fyrir heimilislausa pygmýja. Árið 2014 hóf Wren að berjast fyrir Bellator-bardagasamtökin og notaði tækifærið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Hann notar stóran hluta af tekjunum úr bardögunum þar til að styrkja starf samtakanna. En vinna hans hafa tekið sinn toll. Wren hefur ítrekað veikst alvarlega í frumskógum Kongó og veikindin hafa dregið dilk á eftir sér. Árið 2016 var hann svo greindur með áfallastreituröskun vegna upplifunar sinnar í frumskóginum og hann fær enn martraðir um vannærðu ungbörnin sem létust í fanginu á honum.Vissi hvernig honum leið En Wren berst ekki bara fyrir undirmálsfólk í Afríku, hann er líka farinn að beita sér gegn einelti í eigin heimalandi. Nýlega sagði hann frá hinum 12 ára gamla Rayden Overbay sem er á einhverfurófi og heyrnarlaus á öðru eyra. Rayden hefur verið lagður í mikið og grimmilegt einelti síðustu ár og þegar myndbönd af heiftarlegu ofbeldinu sem hann varð fyrir fóru á netið ákveð Wren að gera eitthvað í málinu. Wren vissi alveg hvernig Rayden leið, því hann upplifði það sama þegar hann var á þessum aldri. Fyrir utan líkamlegu sárin skildi það eftir djúp sár á sálinni og fékk hann til að efast um hvort lífið væri þess virði að lifa. „Ég man að fólk hló að mér,“ sagði Wren í samtali við The Guardian. „Enginn sagði neitt eða gerði neitt. Ég man að sá sem réðst á mig labbaði bara í burtu. Það kom ekkert fyrir hann. Alveg eins og hjá Rayden.“ Wren ákvað verða sá sem hann vildi óska að hann hefði átt að þegar hann var barn. Örfáum dögum síðar bauð hann fjölskyldu Raydens í kvöldmat á skrifstofu sinni. Rayden hefur verið lagður í einelti af bekkjarfélögum sínum síðan hann var níu ára, en síðasta ár hefur verið sérstaklega erfitt fyrir hann þar sem hann þyngdist um tæp 50 kíló vegna sykursýkislyfja og byrjaði að ganga með heyrnartæki. Þegar skólayfirvöld fundu hann eftir heiftarlegu árásina sem var tekin upp og sett á netið hafði hann skrifaði „ÉG VIL DREPA MIG“ á handlegginn á sér með tússpenna. Wren hafði verið á sama stað. Hann glímdi við sjálfsvígshugleiðingar þegar hann var unglingur, áður en hann skipti um skóla, byrjaði í glímu og varð Bandaríkjameistari. Hann sagði Rayden að það væri í lagi að líða illa en að það þyrfti ekki að vera svoleiðis áfram. „Ef þú vilt leyfa mér það, vil ég vera vinur þinn,“ sagði Wren við hann.Bætt heimssýn fyrir niðurbrotinn dreng Fljótlega byrjaði myllumerkið #StandWith Rayden (#StöndumMeðRayden) að fá mikla dreifingu á samfélagsmiðlum og Wren hvatti fylgjendur sína til að senda Rayden skilaboð svo að hann fengi að vita að hann stæði ekki einn. MMA-samfélagið tók þátt af miklum krafti, sem og glímukappar úr WWE-heiminum. Stjörnur eins og Terry Crews og Sarah Silverman fylgdu svo í kjölfarið. Fljótlega ákvað sjónvarpsleikarinn A.J. Buckley að bjóða Rayden, foreldrum hans og níu ára gömlum bróður hans til Los Angeles. Daginn eftir fékk Rayden að sjá Kyrrahafið í fyrsta sinn af ströndinni í Malibu, en þangað var hann kominn í einkatíma hjá brimbrettagoðsögnunum Laird Hamilton og Kelly Slater. Rayden féll strax fyrir hafinu, en var hræddur við að fara út í. „Við erum vinir þínir,“ sögðu leiðbeinendurnir honum. „Við viljum deila með þér hvað sjórinn getur verið heilandi.“ Klukkutíma síðar var ekki hægt að fá Rayden til að koma upp úr. Á síðasta degi þeirra í borginni var fjölskyldunni boðið í Disneyland, þar sem Rayden sagði við Wren í gríni „ég fann tvíburabróður þinn“ þegar hann sat fyrir á mynd með Chewbacca. Loks hafði Rayden öðlast nægt sjálfstraust til tjá sig á opinn og afslappaðan hátt. Fólk hefur styrkt fjölskyldu Raydens í gegnum GoFundMe til að fjármagna lækniskostnað og sálfræðimeðferð fyrir strákinn. Ýmis fyrirtæki hafa líka gefið fjölskyldunni föt, skó, mat og dýnur, en þau eru bláfátæk og búa í hjólhýsahverfi í Oklahoma. Rayden fær enn myndbandsskilaboð daglega hvaðanæva úr heiminum og hann hefur meira að segja fengið aðdáendabréf. „Rayden er ekki sami strákur og hann var fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Wren við The Guardian. „Að sjá hann koma út úr skelinni með íþróttamönnum og svo leikurum í Los Angeles var eins og að sjá fiðrildi breiða úr vængjum sínum. Allir þeir sem hafa lagt hönd á plóg hafa hjálpað niðurbrotnum dreng að sjá heiminn í nýju ljósi. Það er virkilega sérstakt.“ Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Wren og Rayden geta gert það á Instagram-síðu Wren, @thebigpygmy. Það er auk þess ein jákvæðasta Instagram-síða sem hægt er að finna.
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira