Spekt í Kópavogi en deilur í Hafnarfirði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 07:45 Meirihlutinn í Hafnarfirði var gagnrýndur fyrir að hækka ekki útsvar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fasteignagjöld verða lækkuð í Kópavogi árið 2020, og einnig bæði fráveitugjald og sorphirðugjald. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sem Ármann Kr. Ólafsson mælti fyrir á þriðjudag á fundi bæjarstjórnar Kópavogs. Áætlunin var samþykkt af öllum 11 bæjarfulltrúum og er þetta fimmta árið í röð sem hún er unnin í samvinnu allra flokka. Fimm flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði lækka úr 0,22 prósentum í 0,215 og atvinnuhúsnæði úr 1,5 prósentum í 1,49. Þá verða tekjuviðmið afslátta einnig hækkuð. Skattar á opinbert húsnæði haldast þó óbreyttir. Fráveitugjaldið lækkar úr 0,105 prósentum í 0,09 og sorphirðugjaldið úr 36.800 krónum í 34.000. Ákveðið er að halda útsvarinu óbreyttu í 14,48 prósentum. Í Hafnarfirði urðu meiri deilur um fjárhagsáætlun og þá sérstaklega að halda útsvarsprósentunni í 14,48 prósentum. Samfylkingin lagði til að útsvar yrði hækkað í hámarkið, 14,52 prósent, og undir það tóku Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlista, á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar, bókaði að auk þess að halda útsvarinu óbreyttu sé verið að hækka gjaldskrár á tekjulága hópa, langt umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ágúst Bjarni Garðarsson, fulltrúi Framsóknarflokks, sagði að meirihlutinn hefði það markmið að halda gjaldskrám þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við gerð fjárhagsáætlana stendur nú yfir í fleiri sveitarfélögum, svo sem Akureyrarbæ, Reykjanesbæ og Árborg. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fasteignagjöld verða lækkuð í Kópavogi árið 2020, og einnig bæði fráveitugjald og sorphirðugjald. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sem Ármann Kr. Ólafsson mælti fyrir á þriðjudag á fundi bæjarstjórnar Kópavogs. Áætlunin var samþykkt af öllum 11 bæjarfulltrúum og er þetta fimmta árið í röð sem hún er unnin í samvinnu allra flokka. Fimm flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði lækka úr 0,22 prósentum í 0,215 og atvinnuhúsnæði úr 1,5 prósentum í 1,49. Þá verða tekjuviðmið afslátta einnig hækkuð. Skattar á opinbert húsnæði haldast þó óbreyttir. Fráveitugjaldið lækkar úr 0,105 prósentum í 0,09 og sorphirðugjaldið úr 36.800 krónum í 34.000. Ákveðið er að halda útsvarinu óbreyttu í 14,48 prósentum. Í Hafnarfirði urðu meiri deilur um fjárhagsáætlun og þá sérstaklega að halda útsvarsprósentunni í 14,48 prósentum. Samfylkingin lagði til að útsvar yrði hækkað í hámarkið, 14,52 prósent, og undir það tóku Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlista, á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar, bókaði að auk þess að halda útsvarinu óbreyttu sé verið að hækka gjaldskrár á tekjulága hópa, langt umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ágúst Bjarni Garðarsson, fulltrúi Framsóknarflokks, sagði að meirihlutinn hefði það markmið að halda gjaldskrám þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við gerð fjárhagsáætlana stendur nú yfir í fleiri sveitarfélögum, svo sem Akureyrarbæ, Reykjanesbæ og Árborg.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira