Fækkunin í kirkjunni mest af yngri kynslóð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2019 08:00 Síðustu tíu árin hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Fréttablaðið/ERNIR Meðlimum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um tæplega tuttugu þúsund á áratug. Greiðendum sóknargjalda í þjóðkirkjunni hefur hins vegar aðeins fækkað um tæp tíu þúsund en greiðsla þeirra hefst við 16 ára aldur. Á síðustu tíu árum hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Þeir voru 68.790 árið 2010 en eru í ár 54.248. Langstærstur hluti þessarar fækkunar hefur færst yfir á þá sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með skráninguna „ótilgreint“ í þjóðskrá. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um hve mjög hefur dregið úr skráningum í þjóðkirkjuna við fæðingu en hlutfall þeirra barna sem skráð eru við fæðingu fór fyrst niður fyrir 50 prósent á síðasta ári. Langmesta aukningin undanfarinn áratug er hins vegar meðal þeirra sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga og eru með ótilgreinda skráningu í trúfélög samkvæmt þjóðskrá. Hlutfall þessara hópa var tæplega tíu prósent landsmanna árið 2010 en er nú komið upp í 20 prósent. Þau trú- og lífsskoðunarfélög sem mest hafa bætt við sig í meðlimafjölda undanfarin tíu ár eru Kaþólska kirkjan, Ásatrúarfélagið og Siðmennt. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er á morgun. Í sérstöku viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna sem ríkisstjórnin undirritaði í haust, um greiðslur ríkisins til kirkjunnar, er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Með samkomulaginu skuldbindur ríkið sig til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld. Um leið er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Meðlimum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um tæplega tuttugu þúsund á áratug. Greiðendum sóknargjalda í þjóðkirkjunni hefur hins vegar aðeins fækkað um tæp tíu þúsund en greiðsla þeirra hefst við 16 ára aldur. Á síðustu tíu árum hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Þeir voru 68.790 árið 2010 en eru í ár 54.248. Langstærstur hluti þessarar fækkunar hefur færst yfir á þá sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með skráninguna „ótilgreint“ í þjóðskrá. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um hve mjög hefur dregið úr skráningum í þjóðkirkjuna við fæðingu en hlutfall þeirra barna sem skráð eru við fæðingu fór fyrst niður fyrir 50 prósent á síðasta ári. Langmesta aukningin undanfarinn áratug er hins vegar meðal þeirra sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga og eru með ótilgreinda skráningu í trúfélög samkvæmt þjóðskrá. Hlutfall þessara hópa var tæplega tíu prósent landsmanna árið 2010 en er nú komið upp í 20 prósent. Þau trú- og lífsskoðunarfélög sem mest hafa bætt við sig í meðlimafjölda undanfarin tíu ár eru Kaþólska kirkjan, Ásatrúarfélagið og Siðmennt. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er á morgun. Í sérstöku viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna sem ríkisstjórnin undirritaði í haust, um greiðslur ríkisins til kirkjunnar, er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Með samkomulaginu skuldbindur ríkið sig til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld. Um leið er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira