„Líklegra að refsing Rússa verði þyngd frekar en milduð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2019 14:30 Rússar mega ekki keppa á alþjóðlegum íþróttamótum næstu fjögur árin. vísir/getty Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum vegna stórfellds lyfjamisferlis sem rússneska ríkið átti þátt í að skipuleggja. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands, segir að niðurstaða Wada hafi ekki komið sér á óvart. Hann átti jafnvel von á því að refsingin yrði þyngri. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið eftir einu og öllu í ráðleggingum frá nefndinni sem lagði þetta til. Það kemur ekki á óvart að þessi ákvörðun hafi verið samþykkt einróma því þetta er algjör lágmarksrefsing,“ sagði Birgir í samtali við Vísi.Refsingin verður aldrei milduðBirgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands.Rússar hafa þriggja vikna frest til að áfrýja dómnum. Geri þeir það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas). „Þeir áfrýja líklega. En Cas getur líka breytt þessu í hina áttina og þyngt dóminn,“ sagði Birgir. „Ég myndi segja að það væri líklegra að refsingin verði þyngd frekar en milduð. Hún verður aldrei milduð. Miðað við alvarleika brotanna er þetta ekki þyngsta refsingin sem hægt var að beita.“ Birgir segir að engin fordæmi séu fyrir dómi sem þessum. Í fyrra breyttust reglurnar á þann veg að Wada fór að dæma í málum sem þessum í stað Alþjóða ólympíunefndarinnar. „Þetta var ákall frá hreyfingunni og þeim eru í lyfjaeftirliti að reyna að vernda hreint íþróttafólk; að lyfjaeftirlitið sé sjálfstætt. Ákvarðanavaldið var tekið af Alþjóða ólympíunefndinni,“ sagði Birgir.Fá að njóta vafansRússar unnu til gullverðlauna í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyengchang. Þeir kepptu þó undir hlutlausum fána.vísir/gettyRússneskir íþróttamenn geta þó enn keppt á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin undir hlutlausum fána, eins og gert var á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra. Þar kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum fána. En hvað þurfa rússneskir íþróttamenn að gera til að fá keppnisleyfi á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin? „Eins og með Ólympíuleikana 2016 sýndu þeir fram á ákveðinn fjölda prófa utan Rússlands og að þeir séu prófaðir af öðrum en Rússum. Í þessu tilfelli er það aðallega að þeir séu ekki hluti af þessu skjali sem felldi Rússa og þeir voru búnir að eiga við,“ sagði Birgir. „Þeir þurfa að sýna að þeirra nafn sé ekki tengt lyfjamisferlinu. Og þeir fá að njóta vafans ef það koma ekki fram nein gögn sem sýna fram á það.“Miklu fleiri vildu sjá harðari refsinguHöfuðstöðvar rússnesku ólympíunefndarinnar.vísir/gettyBirgir segir að miklu fleiri hafi búist við að dómurinn yfir Rússum yrði þyngri. „Þetta er lágmarksrefsing í raun og það er ekki mörgum sem finnst þetta vera hörð refsing. Miklu fleiri vildu sjá harðari refsingu, eins og allsherjar bann á rússneskt íþróttafólk, og telja að það hafi verið eina lausnin til að vekja þá sem bera ábyrgð á þessu til umhugsunar og hefði meira forvarnargildi í framtíðinni,“ sagði Birgir. „En ef slíkt bann hefði verið sett á er óhjákvæmilega verið að neita saklausu íþróttafólki um tækifæri að keppa. Þetta er alls ekki einfalt,“ bætti Birgir við. Lyfjamisferli Rússa Rússland Tengdar fréttir Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26 Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum vegna stórfellds lyfjamisferlis sem rússneska ríkið átti þátt í að skipuleggja. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands, segir að niðurstaða Wada hafi ekki komið sér á óvart. Hann átti jafnvel von á því að refsingin yrði þyngri. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið eftir einu og öllu í ráðleggingum frá nefndinni sem lagði þetta til. Það kemur ekki á óvart að þessi ákvörðun hafi verið samþykkt einróma því þetta er algjör lágmarksrefsing,“ sagði Birgir í samtali við Vísi.Refsingin verður aldrei milduðBirgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands.Rússar hafa þriggja vikna frest til að áfrýja dómnum. Geri þeir það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas). „Þeir áfrýja líklega. En Cas getur líka breytt þessu í hina áttina og þyngt dóminn,“ sagði Birgir. „Ég myndi segja að það væri líklegra að refsingin verði þyngd frekar en milduð. Hún verður aldrei milduð. Miðað við alvarleika brotanna er þetta ekki þyngsta refsingin sem hægt var að beita.“ Birgir segir að engin fordæmi séu fyrir dómi sem þessum. Í fyrra breyttust reglurnar á þann veg að Wada fór að dæma í málum sem þessum í stað Alþjóða ólympíunefndarinnar. „Þetta var ákall frá hreyfingunni og þeim eru í lyfjaeftirliti að reyna að vernda hreint íþróttafólk; að lyfjaeftirlitið sé sjálfstætt. Ákvarðanavaldið var tekið af Alþjóða ólympíunefndinni,“ sagði Birgir.Fá að njóta vafansRússar unnu til gullverðlauna í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyengchang. Þeir kepptu þó undir hlutlausum fána.vísir/gettyRússneskir íþróttamenn geta þó enn keppt á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin undir hlutlausum fána, eins og gert var á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra. Þar kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum fána. En hvað þurfa rússneskir íþróttamenn að gera til að fá keppnisleyfi á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin? „Eins og með Ólympíuleikana 2016 sýndu þeir fram á ákveðinn fjölda prófa utan Rússlands og að þeir séu prófaðir af öðrum en Rússum. Í þessu tilfelli er það aðallega að þeir séu ekki hluti af þessu skjali sem felldi Rússa og þeir voru búnir að eiga við,“ sagði Birgir. „Þeir þurfa að sýna að þeirra nafn sé ekki tengt lyfjamisferlinu. Og þeir fá að njóta vafans ef það koma ekki fram nein gögn sem sýna fram á það.“Miklu fleiri vildu sjá harðari refsinguHöfuðstöðvar rússnesku ólympíunefndarinnar.vísir/gettyBirgir segir að miklu fleiri hafi búist við að dómurinn yfir Rússum yrði þyngri. „Þetta er lágmarksrefsing í raun og það er ekki mörgum sem finnst þetta vera hörð refsing. Miklu fleiri vildu sjá harðari refsingu, eins og allsherjar bann á rússneskt íþróttafólk, og telja að það hafi verið eina lausnin til að vekja þá sem bera ábyrgð á þessu til umhugsunar og hefði meira forvarnargildi í framtíðinni,“ sagði Birgir. „En ef slíkt bann hefði verið sett á er óhjákvæmilega verið að neita saklausu íþróttafólki um tækifæri að keppa. Þetta er alls ekki einfalt,“ bætti Birgir við.
Lyfjamisferli Rússa Rússland Tengdar fréttir Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26 Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26
Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56