Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño dönsuðu Jive við lagið Mamma Mia í Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Þau fengu 13 stig samanlagt frá dómurunum í fyrsta þættinum en í þættinum á föstudaginn fengu þau aftur 13 stig.
Vilborg dansaði með rifinn magavöðva á föstudaginn en hún slasaðist á síðustu æfingunni fyrir annan þáttinn. Á fimmtudaginn byrjaði Vilborg að finna til eftir að hafa verið að æfa með dansherra sínum, Javi Fernández Valiño. Hún lét verkinn ekki stoppa sig og steig á svið daginn eftir í beinni útsendingu.
Þetta höfðu dómararnir að segja eftir atriði þeirra:
„Ótrúlega kraftmikið og skemmtilegt. Vilborg þú naust þín meira en í síðustu viku. Skemmtileg grunnspor í byrjun. Komu smá hnökrar í samspilið,“ sagði Selma Björns.
„Misstuð aðeins dampinn í lokin. Annars vel gert,“ sagði Karen Reeve.
„Líflegt og skemmtilegt. Þunginn fluttist aftar þegar leið á atriðið. Þetta er mikið samspil. Takk fyrir,“ sagði Jóhann Arnar.
Hér að neðan má sjá atriðið.

